Komin á Kanarí

Já vid komumst hingad vid nokkud illan leik thann 18. sl. Flugid til Madrid gekk ágaetlega, nema Anja var med hita og hraedilegan kláda á leidinni. Kanski thad hafi spilad inni ad thad voru hundar í vélinni - ég veit thad svei mér ekki, en vid komumst til Madrid thrátt fyrir nokkrar tafir.

Sidan tók vid nokkur bid. Thad var taeplega klukkutima seinkun á fluginu til Kanarí vegna vedurs og vid fórum ekki í loftid fyrr en um kl 22. Flugid var algerlega hraedilegt!!! Ókyrrdin í loftinu var thvílík ad starfsfólkid haetti ad servera á tímabili og sat bara af sér laetin!! Ég hélt ad ég mundi deyja!!! Anja svaf sem betur fer mest alla leidina, en klóradi sér út í eitt thegar hún var vakandi...Thad var kona med 3 hunda hinu megin vid ganginn - og ekki nokkur leid ad fá Onju til ad taka ofnaemistoflu! Kom thó ofan í hana hitastillandi thannig ad hún svaf en hún var med bullandi hita thegar vid lentum.

Vid vorum ekki komin upp á hótel fyrr en um kl 2 ad donskum tíma.

Vid erum eiginlega búin ad taka thví mjog rólega sídan. Thad ringdi eldi og brennisteini hér í gaer - madur ód bara yfir laeki tegar madur fór út í búd!! En sídan skruppum vid Gunni og Andri í moll hér í nágrenninu í dag. Mamma og Thráinn voru heima med Onju thar sem hún er enn med hita. Vonandi hristir hún thetta af sér fljótlega!

Vedrid í dag var rosalega gott, sól og yfir 20 stiga hiti....en thad fór audvitad fram hjá okkur thar sem vid vorum í búdum!! LOL

Hótelid er mjog gott, orstutt á strondina og aedislegur sundlaugargardur! Íbúdirnar okkar eru hlid vid hlid sem er mjog gott!

Ég er búin ad versla mér draumagraejuna, sjónvarpsflakkara!! aedi !!!

Skrifa meira seinna!
Adios!!

JÁ þetta er alvegt að skella á!! Ég er búin að vera að fylgjast með veðurspánni á Kanarí og það er 22 stiga hiti þar...sem er alveg fullkomið!! Það er alveg órúlegt að núna sé þetta loksins alveg að koma að þessu! Ekki það að ég geti ekki beðið!! LOL

Ég bauð Helgu, Palla + börnum í mat í kvöld.....ehm....eða þannig sko......ég kom með lambahrygginn og Helga eldaði hann LOL og hann var algert æði! Mér finnst hryggur vera jólamatur......það er bara einfaldlega besta kjötið af lambinu og ég fæ bara ekki nóg af því! Anja borðaði samt eiginlega ekkert kjöt, bara hrísgrjónasalat......og þegar við komum heim þá ákvað ég að mæla hana, hún var svo ólík sér og viti menn, hún var með tæplega 39°C hita......oh ég vona að hún verði hressari á morgun!!

já best að fara að sofa.......svo þessi sólarhringar líði hratt.......(ekki það að ég sé óþolinmóð!!!!!)

Voru orð sem ég var vakin með eldsnemma í morgun!! Ha? er það sagði ég, kíktu betur....Já ég er búin að gá, sagði Anja og það er bara mandarína......oh ég fór allt of seint að sofa í gær, bætti hún við.... (ég var að springa úr hlátri) Ég benti henni á að mandarína væri góð! Nei, ég vil ekki eitthvað svona mat sagði hún! LOLOL Ég sagði henni að kíkja betur í skóinn og hún fann armband......hjúkkett.....þessi jóli er þá ekki alslæmur að gefa bara eitthvað svona mat!! Ég sagði henni að nammi væri líka borðað, og spurði hvort hún mundi þá ekki vilja nammi í skóinn.....Jú mamma það er ekki MATUR!! LOLOL

Við tókum svo smá umræðu um að maður ætti að vera glaður með það sem jóli gæfi, þó það væri bara mandarína!

Jæja, enn 3 dagar!!!

Smá update

Fyrir ykkur sem nennið að lesa þetta blogg en kunnið ekki að telja, þá eru núna 3 dagar í Kanarí!!! en það var nú ekki updeitið sem ég ætlaði að skrifa LOL

Ég var búin að ákveða að taka mynd af pæjunni með nýja varalitinn þegar hún kæmi heim úr leikskólanum...ehm....en viti menn.......HÚN VAR BÚIN MEÐ HANN!!!! LOLOLOLOLOLOL Ómægod!!! Tine, kennarinn hennar sagði mér að hún hefði ekki sleppt honum í allan dag...en verið mjög örlát á að leyfa hinum krökkunum að prufa líka.....já og þegar það eru 40 börn eða svo, þá er þetta mjög skiljanlegt! LOLOLOLOLOL ég hló mig máttlausa!!! Hún var samt pínu sorgmædd yfir því að hann hefði ekki dugað lengur og spurði mig hvort ég héldi að jólasveinninn gæti gefið sér annan....ég sagði henni að við yrðum bara að skrifa honum og athuga málið LOLOL Skottið!!

Annars komu 2 jólaálfar heim með henni og eiga að vera hér um helgina....þeir eru víst mjög hrekkjóttir en vonandi tekst henni að hemja þá þokkalega!!

Ég er loksins komin í netsamband! Kræst hvað þetta er búið að taka á! Að vera bæði síma og netlaus! Nei það er ekki það sem ég vil búa við dags daglega LOL

Nú er Kanarí alveg að detta inn, bara 4 dagar og við getum ekki beðið! Önjuskottið er þó nokkuð sama, hennar tilhlökkun snýst um Jóla og skóinn á morgnana. Hún teiknaði mynd og gaf Stekkjastaur kex og hann launaði fyrir sig með litum og litabók sem hún var ægilega ánægð með. Giljagaur hitti heldur betur í mark þegar hann gaf henni svona prinsessuskó við prinsessukjólinn hennar...þeir eru með hælum! Og hún er meira að segja búin að æfa sig að hlaupa á þeim!

Stúfur er samt algerlega númer eitt hjá pæjunni því hann gaf henni varalit í nótt!! Ji hvað hún var glöð! Hún hoppaði til og frá og setti á sig aftur og aftur...þetta er að vísu bara glært gloss en þegar maður er 4 þá er það sko fullkomið! Hún vildi taka þetta með í leikskólann í morgun en ég sagði henni að hún mætti það ekki....hún þrætti smá og sagðist vilja sýna konunum þetta...en ég sagði henni að hún gæti bara sagt þeim frá þessu...en það gat hún ekki , því hún vissi ekki hvað þetta héti á dönsku!

Ég hélt að málið væri útrætt þegar hún fór að spyrja í hverju hún ætti að fara í í leikskólann...sem sagt hvort hún ætti að vera í úlpu eða galla...þar sem hún var svo laumuleg þá spurði ég hana hvort hún ætlaði að setja varalitinn í vasann...já sagði hún - því ekki lýgur maður að mömmu sinni!! Ég gat ekki annað en glott og leyfði henni að laumast með þetta - lét sem ég hefði ekki tekið eftir þessu! LOLOL

Ég er loksins komin í netsamband! Kræst hvað þetta er búið að taka á! Að vera bæði síma og netlaus! Nei það er ekki það sem ég vil búa við dags daglega LOL

Nú er Kanarí alveg að detta inn, bara 4 dagar og við getum ekki beðið! Önjuskottið er þó nokkuð sama, hennar tilhlökkun snýst um Jóla og skóinn á morgnana. Hún teiknaði mynd og gaf Stekkjastaur kex og hann launaði fyrir sig með litum og litabók sem hún var ægilega ánægð með. Giljagaur hitti heldur betur í mark þegar hann gaf henni svona prinsessuskó við prinsessukjólinn hennar...þeir eru með hælum! Og hún er meira að segja búin að æfa sig að hlaupa á þeim!

Stúfur er samt algerlega númer eitt hjá pæjunni því hann gaf henni varalit í nótt!! Ji hvað hún var glöð! Hún hoppaði til og frá og setti á sig aftur og aftur...þetta er að vísu bara glært gloss en þegar maður er 4 þá er það sko fullkomið! Hún vildi taka þetta með í leikskólann í morgun en ég sagði henni að hún mætti það ekki....hún þrætti smá og sagðist vilja sýna konunum þetta...en ég sagði henni að hún gæti bara sagt þeim frá þessu...en það gat hún ekki , því hún vissi ekki hvað þetta héti á dönsku!

Ég hélt að málið væri útrætt þegar hún fór að spyrja í hverju hún ætti að fara í í leikskólann...sem sagt hvort hún ætti að vera í úlpu eða galla...þar sem hún var svo laumuleg þá spurði ég hana hvort hún ætlaði að setja varalitinn þar...já sagði hún - því ekki lýgur maður að mömmu sinni!! Ég gat ekki annað en glott og leyfði henni að laumast með þetta - lét sem ég hefði ekki tekið eftir þessu! LOLOL

Ég er semsagt búin að vera netlaus síðan ég flutti...sótti þó um það 16. nóv minnir mig...og fékk stuttu seinna svona "velkomin til cybercity" bréf með upplýsignum um email, password og þessháttar....og svo beið ég og beið.... Síðan kom routerinn loksins með póstinum í morgun!!! og ég rauk aðvitað til og setti dótið í samband, ákvað að vera bara heima í dag og leika mér á netinu....loksins!!!!.........en nei....það virkaði ekki!!! Þá á ég víst eftir að fá eitthvað bréf sem ég þarf að svara áður en þetta verður allt virkjað!!! kræst!!! hver hefur þolinmæði í svona lagað??? ekki ég!! Þannig að ég hætti við að skrópa í skólanum því það er allavega hægt að fara á netið þar! LOLOL

Annars vorum við í makeover fyrir Kanarí....maður verður sko að vera flottur í bikini á jóladag!!!

hér er smá sýnishorn ;-)







Já Anja vildi vera stutthærð eins og ég...en ég var nú ekki alveg á því, en hún er núna klippt niður við eyru...og Andri fékk sér l´jósar strípur...LOKSINS!! Hann er búinn að suða lengi um það!!

Já við eigum sko samveruafmæli í dag!! Að hugsa sér að á þessum degi fyrir 3 árum fengum við gullin okkar í fangið...útgrátnar í glænýjum gulum göllum...Guð það var svo stórkostlegt!!!

Hér eru nokkrar myndir frá deginum ógleymanlega...þær koma í öfugri röð, en ég má ekki vera að því að laga það ;-)

ef ykkur langar að skoða fleiri myndir frá þessum tíma þá eru þær inni á heimasíðu hópsins hér




5. des

Hæhæ, við erum enn netlaus! Þetta er alveg ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma!

Annars er allt fínt að frétta héðan, mamma skaust í heimsókn með Halldóru á sunnudaginn og var rosalega gaman að hitta þær. Þær stoppuðu ekki lengi, bara nokkra klukkutíma en það var samt gaman! Við borðuðum hjá Helgu, þýskan kjúlla sem klikkar sko aldrei!

Í gær fór ég í heimsókn í skólann upp í Kolding og mér líst bara rosalega vel á hann...satt að segja get ég ekki beðið eftir að byrja...verst að ég þarf að bíða til janúarloka!! Aðstaðan þarna er rosalega flott, enda skólinn nýfluttur í nýtt húsnæði. Ég fór síðan aðeins í Kolding Storcenter.......sem er sko næstum því við hliðina á skólanum....(leiðinlegt fyrir mig!!!) og ómæ hvað það er gaman að koma í þetta moll! Ég keypti mér úlpu, bol og slatta af jólaskrauti svona til að lýsa upp myrkrið hjá okkur LOL

Nú er bara næsta verkefni að lifa af þessa skóladaga sem eftir eru í EUC syd og fara að pakka niður! Kanarí er alveg að bresta á sem betur fer...og ég er búin að panta sól og gott veður allan tímann!! Stefni að því að vera á bikini á aðfangadag! LOL

Blogger Template by Blogcrowds