Afmælisgjöf!

Já í þessari fjölskyldu fær maður stundum afmælisgjafir snemma! Þannig var það í gær að Anja fékk afmælisgjöfina sína, eða hjól! Hún var aldeilis glöð skottan þegar hún fór í hjólreiðatúr eftir að Andri var búin að skrúfa það saman ;)
Hér er hún svo á reiðskjótanum í dag, en það var sól og 10 stiga hiti þegar við hjóluðum til Hafdísar... Það ringdi aftur á móti svo mikið í gær að það var ekki hægt að taka myndir þá ;)




Og eins og alltaf eru fleiri myndir í albúminu sem þið komist í með því að smella á myndina eða velja flipann albúm hér fyrir ofan ;)

Kremdolla...

Ég var að fá myndir frá henni Hafdísi vinkonu minni sem hún tók af Önjuskottinu mínu og ómægod hvað þær eru fyndnar!! Þetta skott sem mér var falið er alger "kremdolla" æ þið vitið hvað ég meina, snyrtipinni!! Helst mundi hún fara máluð í leikskólann og nokkru sinnum hefur hún reynt að smygla varalitum með!!! Hvaðan hefur barnið þetta?? Getur málingar og kremæði verið genetíst?? Spurning hvort Kári verði ekki að kíkja á þetta, því ekki hefur stelpan þetta frá mér! LOLOL

Það eru fleiri myndir af pæjunni í albúminu mínu sem er þarna efst í flipunum ef þið viljið kíkja!

Hvert fór tíminn eiginlega??? Það er víst rétt hjá henni mömmu að ég er ekki búin að vera dugleg að blogga undanfarið LOL en það er nú víst þannig að það er ótrúlega skemmtilegt í þessum blessaða skóla þannig að maður er svolítið mikið lærandi öllum stundum!

Sem dæmi, þá var ég búin að ákveða að eiga frí frá náminu í dag og fór því í að taka til í herberginu hennar Önju nú og fyrst ég var komin með ryksuguna í hendur þá ákvað ég auðvitað að ryksuga restina af húsinu... Síðan skrappaði ég eina síðu og þá var klukkan bara um 9 minnir mig...þannig að ég fór í að leita að upplýsingum um hvernig maður setur inn link á bakgrunn sem er eingöngu inni í css en ekki í Dreamweaver bakgrunninum......(ef einhver getur frætt mig á því þá er öll hjálp vel þegin!!) þannig að ég gúgglaði hinar ýmsu útgáfur af þessu vandamáli og fann auðvitað heilan helling af upplýsingum sem ég las auðvitað allar...þar sem mér finnst svoooo ótrúlega gaman að lesa svona leiðbeiningar! (þetta er ekki grín) En þar sem ég fann ekkert út úr þessu og hafði ætlað að eiga frí í dag þá bara hætti ég að hugsa um þetta og fór í staðinn að skoða skrapp á netinu...nokkuð sem er alveg nauðsynlegt! Ég fann fínar síður um Digi skrapp sem ég á eftir að lesa betur ;)

Annars er bara gott að frétta hér, vorið er komið, 13 stigi hiti í dag og sól. Valey kom í mat í gærkvöldi í tilraunaeldhúsið mitt og sveimérþá ef ég fer ekki bráðum að gefa út matreiðslubók eldhúsaulans!! LOL Ég galdraði fram þessar dýrindis kjötbollur með piparosti og blaðlauk ;) það var semsagt inní þeim...osturinn og laukurinn... Þetta var bara gott, sérstaklega með þessu yndislega hvítvíni sem Valey bauð uppá!

Jæja, hef þetta ekkert lengra í bili...

Já nú er enn eitt verkefnið á enda hjá mér! Í dag vorum við að skila verkefni sem við áttum að gera fyrir Hárgreiðsluskóla í Odense. Þetta var ansi viðfangsmikið verkefni þannig lagað...við áttum að búa til nýja heimasíðu fyrir skólann sem virkaði alveg frá a - ö.. Ég var í hóp með Hafdísi, Brian og Henriettu og völdum við að fara þá leið að þessu að hver og einn ynni með forrit sem hann væri ekki vanur þannig að við fengjum nú eitthvað út úr þessu.

Við vorum bara mjög sátt við útkomuna og við lærðum alveg helling af þessu!! Þar sem ég var á Íslandi helminginn af projectinu þá ákváðum við að ég kæmi bara inn þar sem þörf væri á og það varð úr að ég vann með Hafdísi að hönnun síðunnar í Dreamweaver. Hvorug okkar hafði opnað þetta forrit áður þannig að þetta var oft á tíðum ansi mikið - kanski óþarflega mikið ströggl hjá okkur sem við hefðum ekki verið í ef við hefðum kunnað eitthvað á forritið, en við lærðum þvílíkt á þessu að það er bara á við margar kennslustundir!!!

Síðan var kynningin í dag. Við byrjuðum og gekk þetta bara vel hjá okkur, amk fengum við mjög góð komment bæði á kynninguna og verkefnið í heild sinni. Að vísu vorum við frekar óhress með suma samnemendur okkar sem sáu sér ekki fært um að þegja heldur flissuðu og kjöftuðu á meðan á kynningunum stóð. Það var einn hópur sem var svoleiðis að það var áberandi og pirrandi hvað þau voru blaðrandi og flissandi eins og smá krakkar á meðan á öllum kynningunum stóð! Þetta var mjög slæmt þegar maður var að reyna að hlusta á hvað þau sem voru að kynna voru að segja, en studum heyrðist það alls ekki þar sem fíflagangurinn var svo mikill. Reyndar kom einn meðlima í "flisshópnum" til okkar síðar og bað afsökunnar á þessu. Hún hafði stöðugt verið að sussa á eina í hópnum en án árangurs. Hópurinn okkar var ekki sá eini sem var undrandi á þessum dónaskap.

Annars gengu kynningarnar mjög vel fyrir sig og gaman að sjá hvað fólk var með ólík verkefni. Flest allir kynntu verkefnin sín með mikilli prýði, töluðu án þess að lesa upp af blaði og voru flottir á því! Það er virkilega gaman að þessu, hellingur sem hægt er að læra af hinum og einnig mjög gott að fá feedback fyrir komandi verkefni.

Næsta verkefnið er síðan lokaverkefnið á önninni þar sem við eigum að gera svona portfolio um okkur....kynna hvað við erum búin að gera í vetur og ef til vill það sem við höfum gert áður en við komum í skólann. Ég er núþegar komin með hugmynd í kollinn, get ekki beðið með að byrja en ætla að lesa mér aðeins betur til um forrit sem koma til greina í vinnuna við þetta áður en ég byrja....enda liggur ekkert á, það eru 2 vikur í að við eigum að byrja!!

Blogger Template by Blogcrowds