Já! Ég (ásamt nokkrum öðrum LOL) er greinilega sannspá! Ég fór í sónar í dag vegna þess að ég hef ekkert þyngst á meðgöngunni...eiginlega bara léttst....og síðan er ég svo lág í járni og því var ég kölluð inn í aukasónar til að tékka á því hvort ekki væri allt í lagi með krílið..

Dísa kom með mér, þar sem mér finnst betra að vera ekki ein...svona just in case...og Önjuskottið fékk að fara með þar sem hún hafði verið hjá tannlækni fyrr um morguninn og var því í fríi frá leikskólanum.

Eftir langa bið vorum við loksins kallaðar inn... Ljósmóðinin sem tók á móti okkur var ferlega hress og sagði mér að hún ætti íslenska hesta...já við þurftum sko aðeins að ræða það!!! Nú og svo vatt hún sér að sónarnum...Anja var algerlega ein augu að fá að sjá þetta allt saman og fannst þetta mjög merkilegt! Hún sá krílið sjúga puttan...hreyfa sig og sprikkla...Þvílík upplifun fyrir svona stýri!! Síðan sagði ljósan okkur að þetta væri alveg greinilega stelpa sem ég gengi mér.....LOL...Það var svo fyndið að sjá viðbrögðin hjá Önju...hún ljómaði alveg og sagði "YEEESSS" VEI!!! sko ég vissi alveg mamma að þetta væri stelpa! Síðan fór hún að tala um að núna gætum við sko farið í bæinn (í H&M) og keypt kjólana!! LOLOL Ein svaka spennt!!

Síðan við komum heim er hún mikið búin að spá í þetta allt saman ;)

Við vorum svo heppin að ljósan sýndi okkur barnið í þrívíddarsónar!! Venjulega er það alls ekki í boði hér...nema einhverjar læknisfræðilegar ástæður liggi fyrir ...en hún sagði okkur að það væri svo miklu skemmtilegra að skoða barnið svoleiðis ;) Æðislegt alveg!

Læknirinn var aftur á móti ekki svo glaður með mig... Það er sykur í þvaginu og nú á ég að fara í rannsókn inn á sjúkrahúsið í Odense sem tekur ca 2 daga...Hann sagði það að vísu mjög jákvætt að ég hef ekki þyngst neitt og blóðþrýstingurinn er eðlilegur, en þar sem sykurinn hefur verið svo óreglulegur hjá mér í gegnum tíðna og ég fékk meðgöngusykursýki í lokin á síðustu meðgöngu þá er allur varinn góður og þeir vilja fylgjast vel með...

Jamm...maður tekur þessu bara og vonandi er þetta ekki eitthvað sem maður þarf að hafa stórar áhyggjur af...

Komin heim!

Já það gekk bara rosa vel í Koloni....eingin teljandi heimþrá...bara smá sem þurfti að tala hana til þegar kom að háttatíma fyrri nóttina og svo ekkert... Hún svaf alla nóttina, þétt upp við Dangnýju Evu og kvöldið eftir var bara ekkert mál, hún fór að sofa eins og hinir.

Við Andri komum snemma að sækja hana...(ég þarf sko aðeins að prjóna kl rúmlega 2!!! LOLOL) og hún var nú ekkert á því að flýta sér heim!! LOL Sagðist vilja fara aftur í Koloni á mánudaginn ;)

Það var annars mjög skemmtilegt í skólanum í dag. Vorum að gera tölvuleik í flash sem bara gekk ljómandi vel...þannig að nú er ég búin að búa til fyrsta leikinn minn! LOL Hann er nú reyndar alveg rosalega einfaldur en einhversstaðar verður maður að byrja ;)

Jæja, það er víst komin tími á prjónana!!!
bless í bili!

Ég var að enda við að pakka niður fyrir skottið mitt!!! Hún er að fara í Koloni í 2 heilar nætur!! Ómædog........ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta... Þetta verður eflaust mjög skemmtilegt fyrir krakkana, en mér finnst hún allt of mikil mömmumús til að fara að heiman svona með leikskólanum að gista! Jamm, en maður verður víst bara að bíta í það súra að það sé tímabært að teyja aðeins á naflastrengnum LOL

Hún var reyndar alveg harðákveðin að fara ekki baun. Ég ætlaði alveg að leyfa henni að ráða þessu sjálf og svo á föstudaginn sagði hún mér það að hún ætlaði sko með! ;) Vonandi gugnar hún ekkert þegar hún er komin á staðinn ;)

Annars er skólinn byrjaður hjá mér......það er verulega erfitt að fara að sofa, sofa alla nóttina og vakna svo á réttu tíma!! Ég tala nú ekki um hversu erfitt er að halda sér vakandi allan daginn!! LOL úff!! Það ætti að banna sumarfrí ;) Ég fór í rúmið til dæmis fyrir kl. 10 í gærkvöldi - sofnaði rúmlega 11........og vaknaði um kl. 3!!! Vakti svo til 5....og svaf yfir mig!!!!! kræst! Þetta kemru samt alveg örugglega með tímanum...

Var annars í tíma hjá Speedy Consales í dag.........hann hefur greinilega ekki farið á rítalín í sumarfríinu...og byrjaði kennsluna með trukki og dýfu sko! Vorum að prufa nýtt forrit, að klippa saman video og setja hljóð við...það var mjög skemmtilegt, en ómæ hvað maðurinn er ör og erfitt að fylgja honum eftir!!! - allavega á ég erfitt með það með minn athygglibrest! LOL Við erum að hugsa um að splæsa í nudd handa karlinum!! hann slakar þá kanski eitthvað á LOLOL

Þá er hér bumbumynd! Hún er tekin þegar ég er komin 21 viku ;)



Ég er nú að vísu ekki mikið fyrir svona myndatökur, þar sem ég er nú svoddan bumba fyrir !! LOLOL En það er gaman að þessu seinna meir ;)

Andri er byrjaður í skólanum og Anja á leikskólanum. Bæði eru bara nokkuð sátt, en að vísu er svefnburkan á heimilinu (ekki ég sko!!)ekki alveg á því að þurfa að vera vakin klukkan 8! Hvernig verður hún þegar ég byrja í mínum skóla í næstu viku!!! Sem betur fer er hún ekki morgunfúl manneskja, bara óendanlega mikill kúrari ;)

Við fjölskyldan fórum í skemmtilega ferð til Þýskalands áður en Gunni fór heim...Hún var líka svolítið ævintýraleg, svo ekki sé meira sagt!

Við ákváðum svo að skella okkur í sundlaugarferð ...og prufukeyra græjuna auðvitað ;)
Ég var búin að vera að dunda mér að uppfæra Garminn, lesa leiðbeiningarnar og fikta í þessu fram og til baka, ferlega ánægð með góð kaup

Ferðinni var heitið að strönd og sundlaugargarði aðeins lengra en Kiel í Þýskalandi...ég var búin að tékka á því á Google map að það væri uþb 2 tíma akstur þangað...tækið var stillt og haldið af stað...

Eitthvað fannst mér það lengi að stilla inn vegalengd og tíma, hélt að það væri vegna þess að ég hefði stillt það inni og það ætti eftir að samstilla hraðann sem ég keyrið á og vegalendina sem við ætluðum að fara...en gripurinn var ákveðinn í að það mundi taka okkur rúma 8 klst að keyra þangað. Það sem verra var, var að það var alltaf að reyna að fá mig til að fara einhverja aðra leið en ég vildi fara!!!

Ég rata nú ágætlega orðið niður á nálægustu hraðbraut í Þýskalandi, þá sem liggur bæði til Kiel og Hamburgar þannig að ég ignoraði draslið og fór mína leið...Var samt alltaf að pæla í því hvernig stæði á þessu... Hvort ég hefði rústað einhverju þegar ég var að registera það og uppfæra...

Þetta var orðið verulega pirrandi að hlusta á kerlinguna í tækinu alltaf að reyna að segja mér að fara út af fokkings hraðbrautinni og inn á einhverja sveitavegi!! Ég ákvað að kíkja á stillingarnar, breytti um áfangastað sem var mjög nálægt og allt kom fyrir ekki...draslið vildi bara ekki að ég væri á hraðbrautinni og var alveg sannfært um að það tæki amk klukkustund að fara á þessa nýju staðsetningu sem var þó bara mjög nálægt!!!

ég var orðin MJÖG pirruð....meir en venjulega ...hormónar sko!! (LOL) Gunna leist ekkert á þetta...var eitthvað að reyna að róa mig og sagði að við mundum bara fara og skila draslinu...við værum nú líka með kort og svoleiðis... Það væri bara eins og draslið héldi að við ætluðum að hjóla til Kiel!!!!!!!

Þá mundi ég skyndilega eftir því að ég hafði einmitt verið að fikta í stillingunum á garminum....og breytt honum yfir i hjólastillingu!!!! LOLOLOLOL Ekki skrýtið að við mættum ekki vera hjólandi á hraðbrautinni!!! Nú vitum við líka að það tekur rúma 8 klukkutíma að hjóla þennan spotta í sund..........LOLOLOLOL Gott að vita það!!!

Við komust þó á áfangastað og skemmtum okkur vel í lauginni. Hún var ekki stór en með skemmtilegum rennibrautum og nuddopttum og það dugði okkur fínt.

Þegar við fórum af stað heim voru allir orðnir svangir og ákváðum við að stoppa bara í næstu sjoppu sem yrði á vegi okkar. Það leið ekki á löngu þar til við komum að pínulítilli sjoppu/veitingastað alveg við veginn. Við skelltum okkur inn og ég ræddi við eigandann, sennilega... um það hvort við gætum borgað með korti eða með DKR því ég var ekki með fleiri evrur á mér...jú jú það var ekkert mál og við pöntuðum okkur snarl... Ég fékk mér salat sem var búið að drekkja í sósu, þannig að ekkert salatbragð var af þvi...en hinir fengu sér dýrindis pizzu.... Á meðan við biðum kom eigandinn 1x og sagði okkur að Anja mætti ekki snerta gluggann...hann útskýrði það ekkert frekar...en kanski var hann hræddur um að hann mundi opnast eða eitthvað..

Síðan kom maturinn.....og þá benti hann okkur á að Anja yrði að fara úr skónum, eða hafa fæturnar niðri..hún fór úr...annars hefðið hún ekki getað borðað við borðið..

Dömuna langaði í ís í eftirrétt...en það var ekki hægt þar sem það mátti bara borða hann úti!!!! HM - skrýtin búlla... svo kom að því að borga..Hann vildi bara seðla, skiljanlega og þar sem þetta kostaði eitthvað um 230DKR og ég var bara með 2x 200 kr seðla og 1x 500 kr seðil þá sagði ég honum bara að gefa mér til baka í evrum... Hann hélt nú ekki!! ég skyldi bara borga akkurrat í seðlum! Maður átti sko að hafa með sér ´smáa seðla í svona tilfellum!!! Ég var nú ekki alveg sátt við að fara að borga 400 kr fyrir vont salat og góða pizzu...þannig að ég spurði hann hvort það væri ekki hraðbanki nálægt..jú það var víst í 3km fjarlægð og ég ákvað að skella mér í hann ;) Þegar við komum út í bíl mundi Gunni eftir því að hann var með 50kr þannig að hann fór inn aftur og borgaði þessum skrýtna manni, sem var auðvitað afskaplega glaður...kanski átti hann alveg eins von á að fá þetta aldrei greitt!!

Á leiðinni heim lentum við í þeirri svakalegustu rigningu sem við höfum nokkru sinni séð!! Það var bara rosalegt slagveður, þurrkurnar höfðu enganvegin undan og ég keyrði hraðbrautina á 50 - 60 km hraða, skyggnið bauð bara ekki upp á meira! Við komumst þó heim að lokum, þreytt en glöð eftir góðan dag ;)

Ég skellti inn nokkrum nýjum myndum í myndaalbúmið, til dæmis frá afmælinu hennar Önju sem var haldið 24. júlí :)

Kveðja
Við öll!

Já það má segja að tíminn líði frekar hratt þegar Gunni er hérna...sem er náttúrulega ekki nógu gott, því nú fer að líða að því að hann fari aftur heim *sniff*sniff* en við reynum bara að njóta dagana í botn ;)

Við skruppum til Gråsten í sund um daginn...mér fannst nú ekki mikið til koma, enda vön íslenskum laugum...en þetta var ágætt, krakkarnir skemmtu sér vel og það var fyrir mestu ;)

Síðan skruppum við í Fun Park í Þýskalandi og það var heldur ekki leiðinlegt!! Að vísu stoppuðum við ekki lengi, komum seint þar sem við þurftum að erinda aðeins í búðum áður. Við fórum meðal annars í einhverja barnavörubúð og ómædog þetta var sko paradís!! Verst að hafa ekki einhverjar millur í vasanum á svona stundum!! Ég sá til dæmis alveg brilljant rúm/skiptiborð sem er sambyggt...og síðan breytist það í barnarúm og hillur þegar barnið stækkar... Mér finnst svo ofsalega sniðug svona húsgögn sem eru vel hönnuð og hægt er að breyta eftir því sem börnin vaxa... Nú langar mig auðvitað að kaupa svona ;)

Í dag ætluðum við til Egskov (man ekki hvernig það er skrifað) en við hættum við það þegar við vorum komin áleiðis...stoppuðum í búð og ÉG keypti MÉR Garmin GPS tæki! Jáhá nú á ÉG Garmin!!! Oh ég er svoooo ánægð með hann!! Gunni var nú að springa úr hlátri þegar ég var að taka hann uppúr kassanum og smella á bílrúðuna....hann vildi fá að vita hvernig ætti að festa hann á HJÓLIÐ mitt!!! Ég meinaða.....hvenær ætlar hann að fatta það maðurinn að ég bíð eftir því að hann kaupi handa mér bíl??!! Þetta fer nú að vera spurning um að ég sæki jeppann bara á klakann, ég meina hann er nú einusinni á mínu nafni, og Gunni getur nú bara alveg verið bíllaus eins og ég...það er bara sanngjarnt LOLOLOLOL Ekki er hann óléttur með börn á ferðinni...í skóla sem er í 95 km fjarlægð!

Jamm...ætlum að slaka á á morgun og hafa það bara huggulegt...ég býst við að ég klappi garminum mínum bara og keli við hann ;)

Ef þið fréttið af bíl sem passar vel við Garminn.....endilega látið mig vita! Verður að passa vel við gráan lit ;)

Blogger Template by Blogcrowds