Já ég fór til Odense í dag í eftirlit....niðurstaðan var semsagt að ég er með meðgöngusykursýki og blóðsykurinn er það sveiflóttur að ég á núna að sprauta mig á hverju kvöldi með insúlíni... Fyrsta sprautan er afstaðin og gekk mun betur en ég þorði að vona... Ég fann bara ekki baun fyrir þessu ;) Læknarnir vildu svo fá mig í eftirlit 1x í viku......en þar sem ég er ekki á bíl og þetta er ferlega langt og dýrt með lest þá var ákveðið að við yrðum í símasambandi 1x í viku og svo kæmi ég aftur eftir 3 vikur og þá á ég líka að fara aftur í sónar.

Það er bara jákvætt að það er vel fylgst vel með manni....en mér líst samt ekki eins vel á að ég á að eiga í Odense, líklega eitthvað fyrir áætlaðan tíma... Kanski er það bara allt í lagi líka, þarf bara aðeins að melta þetta og venjast tilhugsuninni um að það gæti hugsanlega líka verið ágætt að eiga þar... Það eru allir nefnilega búnir að hrósa fædingardeildinni hér í Sonderborg svo mikið að ég var eiginlega bara rosaglöð með að vera ekki á LSP eins og forðum daga!! Held að ég mundi frekar velja að eiga heima heldur á LSP aftur !! LOLOL

Mér er sagt að (Það var sagt mér..) að ég bloggaði víst sjaldan....Ég meina..það er ekki eins og það sé eitthvað mikið að gerast hér hjá mér ;) - ja eða þannig...

Video vikurnar tvær eru því miður liðnar, mikið ótrúlega var nú gaman!! Þær gengu þó ekki áfallalaust fyrir sig, ég náði ekki að klára mitt videó vegna tæknilegra örðugleika í skólanum (tölvan fraus og allt þurrkaðist út sem ég var búin að gera) en það kom þó ekki að sök, ég klippi þetta seinna bara mér til ánægju og yndisauka ;)

Vikunum lauk með kvikmyndasýningu sem var alveg rosalega skemmtileg! Þar var afrakstur viknana sýndur og veitt voru bikarar fyrir flottustu videóin.

Hafdísar videó fékk verðlaun fyrir túlkun á skilaboðum var hún sko vel að þessu komin, enda rosaflott skilaboð og æðisleg útfærsla á þeim! Ég tók þetta auðvitað pínu til mín, þar sem ég var myndatökumaður í videóinu.......en sko.....það hefur samt víst lítið með túlkunina að gera.........eh....en allt í lagi! það er sko betra en ekkert!!! LOLOLOL Myndbandið var tekið upp í mígandi rigningu.....þannig að hún fórnaði sér aldeilis í þágu listarinnar!! (ég stóð undir regnhlíf allan tímann...maður varð sko að vernda kameruna!!!)

Núna erum við að vinna auglýsingar fyrir skólann...við Hafdís erum að vinna þær hér heima, þannig að við sleppum við að fara uppeftir, amk þessa vikuna...sjáum til með þá næstu ;)

Ég skrapp í leikfimi með Önjuskottið í dag. Það er svona leikfimi bara fyrir stelpur og þar hittum við Sigrúnu Önnu og Anítu dóttur hennar sem er jafn gömul Önju og líka nýja konu sem flutti hingað fyrir stuttu ásamt dætrum sínum sem báðar eiga að fara á Klövemarken eins og Anja. Eldri stelpan er jafn gömul henni og Anja ætlar svo að hjálpa henni að læra dönsku!! LOL Það verður gaman fyrir hana að fá aftur íslenska stelpu á deildina, hún er búin að vera svolítið brotin síðan Dagný Eva vinkona hennar hætti...

Ég er svo að fara aftur í meðgöngueftirlit til Odense í fyrramálið þannig að það er eins gott að fara að drífa sig í bólið ;)

Það er búið að vera rosalega gaman í skólanum undanfarið... Við erum með gestakennara frá USA sem er að kenna okkur video upptöku, klippingu, hljóðvinnslu og svoleiðis ;)

Ég var nú eiginlega ekkert spennt fyrir þessu áður en það byrjaði, var að rembast við að vera jákvæð...og jú ég þurfti að rembast, því video hefur hingað til ekki heillað mig.. en ómæ hvað þetta er búið að vera gaman!!! Á morgun ætla ég að prufa að búa til promo video sem á að vera með Önju í aðalhlutverki...Sjáum til hvernig það gengur og kanski skelli ég því á netði ef það verður byrtingarhæft ;)

Annað er bara allt gott að frétta... Minnsta skottan, bumbubúinn sko dafnar vel, stækkar og sprikklar eins og henni væri borgað fyrir! Ég var send í test til Odense á fimmtudaginn, en þar sem allt leit bara mjög vel út þá fór ég bara heim aftur en á að mæla í mér blóðsykurinn í 2 vikur. Hann er búin að vera rokkandi undanfarið og hér vilja menn vera 200% vissir um hvað er í gangi. Bara gott mál ;) Ég á svo að koma aftur þangað eftir 2 vikur.

Veriði nú dugleg að kvitta í gestabókina! Það er gaman að sjá ef einhver er að lesa hér ;)

ég var að fá "nokkrar" nafnahugmyndir....Hvernig lýst ykkur á?...Hver haldiði að hafi átt hugmyndir af þessum nöfnum?

1) Hafdís
2) Hafdís Ása
3) Hafdís Rut
4) Hafdís Sara
5) Hafdís Ásta
6) Hafdís Karólína
7) Hafdís María
8) Hafdís Rebekka
9) Hafdís Sólbrá
10) Hafdís Ísak,
gengur kannski ekki.
11) Hafdís Erla
12) Hafdís Saga
13) Hafdís Telma
14) Hafdís Lena
15) Hafdís Linda
16) Hafdís Margrét
17) Hafdís Rósa
18) Hafdís Elva
19) Hafdís Karen
20) Hafdís Íris
21) Hafdís Berglind
22) Hafdís Sonja
23) Hafdís Díana
24) Hafdís Tinna
25) Hafdís Hugrún
26) Hafdís Hulda
27) Hafdís Guðný
28) Hafdís Harpa
29) Hafdís Sandra
30) Hafdís Ragnheiður
31) Hafdís Sigurborg
32) Hafdís Björk
33) Hafdís Rakel
34) Hafdís Gyða
35) Hafdís Gerður
36) Hafdís Inga
37) Hafdís Ásta
38) Hafdís Eyrún
39) Hafdís Særún
40) Hafdís Brynja
41) Hafdís Jónína
42) Hafdís Dagrún
43) Hafdís Lóa
44) Hafdís Elín
45) Hafdís Guðlaug
6) Hafdis Thorhildur
47) Hafdis Ragnheidur
48) Hafdis Ragnhildur
49) Hafdis Gunnrun
50) Hafdis Jorunn
51) Hafdis Raggy
52) Hafdis Kamilla
53) Hafdis Anna
54) Hafdis Elinborg
55) Hafdis Herdis
56) Hafdis Alma
57) Hafdis Gudridur
58) Hafdis Stefania
59) Hafdis Sesselia
60) Hafdis Borghildur
61) Hafdis Adalheidur
62) Hafdis Holmfridur
63) Hafdis Heidrun
64) Hafdis Ester
65) Hafdis Valgerdur

Blogger Template by Blogcrowds