Er það ekki vel við hæfi að óska gleðilegs árs svona þegar febrúar mánuður er hálfnaður ;) ég er þá alveg örugg með að það er komið nýtt ár! LOL nú og svo er kínversku áramótin ný liðin þannig að ég er í sjálfu sér ekkert rosalega sein...þannig lagað.

Það hefur verið mikið að gera á þessum bæ. Jólin komu og fóru. Mamma kom á milli hátíða og við notuðum tækifærið og létum skíra Hafrúnu Ása 28. desember. Það var bara notaleg stund, en hún var skírð í messu sem var á vegum íslendingafélagsins hér í Sönderborg og íslenski sendiráðspresturinn messaði.

Síðan komu áramótin og við fórum í mat til Sigrúnar og Reynis og fengum þar dýrindis veislu! Það var boðið upp á kalkún sem var alveg hreint frábær...nú og svo sló eftirrétturinn allt út...svona blaut súkkulaðikaka.....ummm ég fæ nú bara vatn í munninn við tilhugsunina!

Janúar gekk í garð með stressi og látum, við skiluðum annarverkefninu okkar þann 6. janúar og síðan kynntum við það og tókum próf 20. janúar. Það gekk bara vel. Ég náði sem betur fer, fékk 7!! en þegar ég kom út úr prófinu var ég sko alls ekki viss um að hafa náð þessu þar sem mér fannst mér ganga alveg hörmulega! Þetta slapp fyrir horn þó, mér til mikillar ánægju.

Skólinn byrjaði svo aftur 26. janúar...nema hjá mér því ég lá inni á spítala þann dag! Ég fékk eitthvert óútskýrðan krampa á laugardeginum áður þar sem ég var stödd ásamt vinkonum við landamærin á Þýskalandi...og þar sem það var svo miklu styttra á sjúkrahúsið í Flensburg þá var ég flutt þangað í snarhasti... Ég þakka nú bara mínum sæla fyrir að hafa kunnað þýsku! Ég hefði ekki viljað vera þarna án þess, því ég held að það hafi bara læknirinn í sjúkrabílnum talað ensku! Ég var í rannsóknum í 4 daga en það kom ekkert út úr þeim og á ég að fara áfram í eitthver próf hér í Danmörku á næstunni.

Gunni er hér enþá, orðinn meira danskur en hann var áður en hann kom ;) en hann fer heim 17. febrúar...vonandi bara til að finna það endanlega út að það er nákvæmlega ekkert sem er heillandi við að búa á Íslandi í dag - þannig að hann snýr fljótt aftur hingað heim! LOL Allavega keypti ég miða í dag fyrir hann fram og til baka ;)

Börnin eru í vetrarfríi í skólanum og leikskólanum, þeim til mikillar ánægju, en Anja er orðin ansi langeygð eftir því að verða skólastelpa og byrja í SFO. Það verður þó ekki fyrr en í maí sem hún skiptir yfir í skólagæsluna og hættir að vera leikskólastelpa. Hún verður vonandi í bekk með Malín vinkonu sinni og hugsanlega líka Anítu sem er líka vinkona hennar ;) Mér finnst það rosalega gott að hún geti verið í bekk með vinum, það hjálpar henni (og mér) að aðlagast breyttum aðstæðum.

Andri er í tölvunni...helst allan sólarhringinn ef hann mætti ráða! LOL en hann er þó áfram alveg ofsalega duglegur að hjálpa til við það sem þarf hér á heimilinu og er nú þegar búin að ná góðum tökum á að hugga litla skottið!

Hún Hafrún Ása stækkar og dafnar bara rosalega vel. Hún er orðn 60cm og 6 kg. stefnir í að verða alger michellin stelpa með þessu áframhaldi!! Hún veit sko alveg hvað hún vill, daman - og rífst og skammast við brjóstið ef hún fær mjólkina sína ekki eins hratt og hún vill! LOL Hún er þó alveg ofsalega vær og góð og dundar sér vel við að sitja og fylgjast með því sem er að gerast í kring um sig.

Ég er búin að setja inn eitthvað af nýjum myndum á myndasíðuna okkar, en tengillinn inn á hana er þarna efst....

bless í bili og endilega kvittið fyrir komuna....ef einhver hefur nennt að lesa alla leið!!

Blogger Template by Blogcrowds