Mín var í formi kaffiboðs hjá Helgu þar sem hún bauð upp á eplaskífur að dönskum sið...ómæ hvað þær voru góðar!!

Annars er lítið að frétta, var í drulluerfiðu 4 klst prófi í forritun í dag og hef ekki hugmynd um hvernig mér gekk....

Annars sendi Helga mér þennan skemmtilega texta áðan.....best er að lesa hann upphátt! ;-)

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún
var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr,
Líf Vera, Sól Hlíf, Ævar Eiður og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom
blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester
fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar -
"#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru
greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í
rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Sjálfsmynd...

frá Póllandi......


Ferðin var í alla staði frábær!! Ef ykkur langar að sjá fleiri myndir smellið þá á þessa sem er hér fyrir ofan...

Ferðasagan kemur síðar......ég er of þreytt til að skrifa í kvöld ;-)

Við áttum alveg yndislegt haustfrí. Það var nú heldur lítið lært...en jæja maður getur ekki alltaf gert allt sem maður ætlar!!

Gunni kom á fimmdudeginum og fór svo aftur í gær *sniff* Það var alveg ofsalega gaman að fá hann. Við tókum bílaleigubíl sem var alveg frábært, því þá gátum við bara farið þangað sem okkur þóknaðist!

Ég fór til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn að sækja Gunna, fór bara um leið og ég fékk bílinn því ég vildi ekki þurfa að keyra þetta í einni lotu svona fram og til baka. Ég var bara rúma 3 tíma á leiðinni..góður bíll sko! Og hafði, mér til mikillar ánægju og gleiði fullt af tíma til að skreppa í FIELDS! Ómæ hvð það er dásamlegt að vera bara svona aleinn með sjálfum sér í búðum!! Mig vantaði svooo skó þannig að ég skannaði mollið markvisst.....og fann að lokum geggjuð stígvél, einmitt eins og mig er búið að vanta lengi!!

Allavega...ég kom snemma út á flugvöll...rúmlega klukkutíma áður en vélin lenti og ég settist bara inn á Starbucks og sötraði Frappuchino eins og ég var alltaf að drekka í Kína og horfði á mynd í iPodinum hans Andra. Það munaði ekki miklu að ég gleymdi að athuga með Gunna...myndin var svo hryllilega spennandi!! en vélin var lent þegar ég rankaði við mér!! LOL

Við brunuðum bara beint heim og vorum komin aftur til Sønderborgar rúmlega 1. Krakkarnir gistu hjá Helgu og Palla.

Á föstudaginn skruppum við til Þýskalands...bara rétt svona til að versla ;-) og keyptum jakka á Gunna...

Á laugardaginn fórum við í IKEA í Århus (já og Gunni kom með!!) þar sem við versluðum ýmislegt smálegt....Ég veit ekki hvernig hann Gunni fer að á Íslandi...hann er alveg pottþétt með alvegleg verslunarfráhvörf!! Eftir að hafa eytt slatta í IKEA þá fórum við bara út í buskann, keyrðum út í loftið og enduðum í Silkiborg. Það var mjög fallegt að keyra þessa leið og bara algert æði að fara um sveitirnar í haustlitunum..Því miður gleymdist myndavélin, þannig að þið verðið bara að trúa mér!

Á sunnudaginn fórum við í brunch til Hafdísar og Leifs og síðan í kaffi til Helgu og Palla! Það má segja að fjöldkyldan hafi verði algerlega sprungin þann daginn!! LOL

Skólinn byrjaði svo aftur af fullum krafti á mánudaginn, með tilheyrandi Java verkefnum! úff!! Palli keyrði Gunna síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann átti að vera mættur í flug fyrir hádegi. Anja var mjög dauf á leikskólanum þegar hann fór og
fóstrurnar höfðu áhyggjur af því að hún væri að verða veik, en hún var í fullu fjöri þegar hún kom heim og borðaði allt nestið sitt sem hún hafði ekki viljað í leikskólanum...Hún er alveg ferleg með það ef hún er eitthvað leið þá borðar hún alls ekki...

Ég er síðan að fara í húsmæðraorlof á morgun til Póllands! Bara rétt svona til að versla smá...LOLOL Við förum 11 íslenskar kvennsur saman og ætlum að stoppa fram á sunnudag. Ó hvað það verður örugglega gaman!! en það er best að fara að klára heimavinnuna...það er skilaverkefni á morgun...en ég er alveg að verða búin með það!

Haustfrí

Já við erum sko í haustfríi núna! Alveg er ég fylgjandi því að íslenskir skólar taki þetta upp, svona alvöru haustfrí! ekki bara langa helgi eins og er í sumum grunnskólum landsins. Hér er vikufrí í grunn, framhalds og háskólum.

Þetta er þvílíkur lúxus...ja nema ég ætlaði að vera alveg mega dugleg að vinna upp slatta af ókláruðum Java verkefnum, en það hefur farið eitthvað lítið fyrir því LOL Að vísu fór ég upp í skóla í gær að læra, við eigum nefnilega að skila einu hand in á mánudaginn og við Valey erum að vinna það saman, en það er eiginlega ferlega létt.

Síðan gerðust undur og stórmerki í dag! Ég skrappaði! Já, í fyrsta sinn síðan ég flutti þá dró ég upp skerann minn, pappírinn og myndirnar og skrappaði smá!! Ég er að gera svona minialbúm, sem verður vonandi ferlega flott...en ég mun ekki setja neinar myndi á netið fyrr en þetta er tilbúið ;-) Það er sko til að pressa á mig, því mér finnst svo gaman að sýna það sem ég geri! LOLOL

Anja fór heim úr leikskólanum með Hafdísi í dag, hún er í aðlögun þar fyrir Póllandsferðina. Henni fannst ferlega gaman og ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að það verði nokkurt vandamál fyrir hana að gista þar þegar þar að kemur. Andri er búin að svæfa hana undanfarin kvöld...fyrst var hún brjálæðislega ósátt við þetta og grenjaði þar til hann flúði út...og ég kom inn til að tala við hana!! Ég fór nú ekki inn til hennar til að gefa neitt eftir, heldur til að bjóða upp á smá val sem var að hún sofnaði ein eða með Andra...þrjóskupúkinn litli valdi að sofna ein!!! Eftir það hefur hún valið að sofna með Andra sem er svo milku fljótari að svæfa hana heldur en ég! Hann er svoo duglegur!!

Annars er Gunni að koma á fimmtudaginn! Hann hefur ekki komið síðan í september...sem mér finnst eiginlega of langt!! en hann stoppar fram á þriðjudag. Ég ætla að skjótast til Köben að sækja hann, en síðan ætla ég að senda hann í flugi til baka héðan...það er töluvert ódýrara en að taka bílaleigubíl og keyra hann ;-) Hann er að verða svo ótrúlega mikill ferðalangur þessi maður minn!!

Jæja, læt þetta gott heita í bili...nema best að segja ykkur lesendum frá því að ef einhvern vantar íbúið hér í Sönderborg í viku eða 2 þá er ég með 2 á leigu frá 15. nóv til 1. des en ég þarf bara eina! Sem sagt, fullt af plássi laust ef einhver vill nota sér tækifærið og vera í fríu húsnæði í friði!! LOL

Hún Anja kallar sko ekki alla vinkonu sína! Fram að þessu hefur hún, að eigin sögn, bara átt 3 vinkonur.....Hana Ólöfu Rún frænku sína sem er nú 15 ára..Helgu Lan kínasystir henar og hún Embla sem var með henni á leikskóla. Það var ekki að ræða það að neinn annar fengi titilinn "vinkona"! En nú er hún hinsvegar komim með nýja vinkonu!! Það er hann Hinrik! Hún sagði Helgu það að hann væri vinona sín, en Helga benti henni á að hann væri strákur og væri því vinur hennar......en nei...hann er sko VINKONA! LOL

Hún er annars að fara í stelpupartý á föstudag til hennar Dagnýjar Evu. Það verður eflaust gaman og það verður í boði að gista fyrir þær sem það vilja. Það verður spennandi að sjá hvað hún segir við því...Okkur mæðgum veitir ekki af því að teygja aðeins á naflastrengnum ;-)

Haustblíða

Já það er greinilega komið haust hér...Litirnir á trjánum hreinlega geggjaðir, en ég er nú samt ekki búin að drífa mig neitt út í skóg að taka myndir...geri það fljótlega.

Hér er annars allt gott að frétta. Ég var að fá annað húsnæði, mun stærra og miklu nær leikskólanum. Við fáum það afhent um miðjan nóvember. Þetta er 99 fermertra íbúið, maður fær bara víðáttubrjálæði þar! Síðan verður herbergi fyrir alla, sem þýðir að meira en nóg pláss verður að hýsa gesti!!

Læt þetta duga úr haustblíðunni, er að fara út að borða með Helgu, Hrund, Evu og kanski fleirum ;-)

Ég held það bara! Ég er búin að vera bardúsa ýmislegt undanfarið... Til dæmis var ég notuð sem tilraunadýr.......og Helga sem hárgreiðsludýr í gær og útkoman er bara þvílikt flott! Hún mætti sko alveg skipta um starfsvettvang!! Hún litaði mig, setti strípur og klippti og já.....bara flott!

Síðan fór ég að skoða íbúð í gær. Hún er rétt hjá leikskólanum, beint á móti matvöruverslun og rétt hjá Hafdísi og Hrund líka! Semsagt fullkomin staðsetning!! Hún er auðvitað töluvert dýrari en þessi, en ómæ það eru ekki partý út um alla blokk og frekar litlar líkur á að öllu verði stolið í þvottahúsinu!

Íbúðin hér er lítil þegar maður er með 4ra ára skottu sem vill bara leika sér í stofunni. Það er gólfteppi á henni allri......nema renningur af dúk fyrir framan vaskinn, eldavélina og ískápinn......semsagt gólfteppi undir eldhúsborðinu, sem er auðvitað æði þegar full skál af súrmjólk dettur í gólfið!

Síðan er takmarkað niðurhal hér á netinu!!! KRÆST !!! ég er sko búin að komast rækilega að því! og þegar maður fer yfir þetta nánasarlega niðurhal þá er netinu lokað á dagin!!! Það er sem sagt bara opið á milli miðnættis og 9! Fáránlegt vægast sagt...... Ég meina ég GET EKKI búið við takmarkað niðurhal! ég þarf að sækja:

Dexter
Heroes
Desperate houswifes
Boston Legal
ANTM
Beauty and the Geek
survivor
Greys Anatomy
Ugly Betty

og Lost þegar það byrjar aftur! Það sjá allir að þetta gengur ekki...ég er semsagt að horfa á þetta í þvottahúsinu þegar ég er að bíða eftir vélunum ;-)

Allavega þá er ég númer 4 á listanum yfir þessa flottu stóru íbúð sem ég skoðaði og ef hinir 3 sem eru á undan mér vilja hana ekki þá fæ ég hana og flyt um miðjan nóvember ;-)

Skólinn gengur...held ég...það er próf á föstudaginn í Database og í dag bað ég kennarann að skipta yfir í ensku...ég skil bara ekki baun í þessu hjá honum og er alltaf orðin svo yfir mig þreytt og syfjuð þegar hálftími er liðinn af tímanum þannig að þetta var ekki að ganga...en það var mun betra í morgun, ég var ekki eins syfjuð og uppgefin á að einbeita mér! Vonandi lagast þetta...

Andra og Önju gengur bara vel eins og áður...Andri ellllskar(not) fermingarfræðsluna og kirkjuferðirnar á sunnudögum!! ég meina drengurinn fær sko aldeilis fína fræðslu í Guðs orði !!!! ahahhahahaaahah-hann kvartar sáran yfir þessu ;-)

bless í bili!

Blogger Template by Blogcrowds