Streðið heldur áfram..

Við áttum alveg yndislegt haustfrí. Það var nú heldur lítið lært...en jæja maður getur ekki alltaf gert allt sem maður ætlar!!

Gunni kom á fimmdudeginum og fór svo aftur í gær *sniff* Það var alveg ofsalega gaman að fá hann. Við tókum bílaleigubíl sem var alveg frábært, því þá gátum við bara farið þangað sem okkur þóknaðist!

Ég fór til Kaupmannahafnar á fimmtudaginn að sækja Gunna, fór bara um leið og ég fékk bílinn því ég vildi ekki þurfa að keyra þetta í einni lotu svona fram og til baka. Ég var bara rúma 3 tíma á leiðinni..góður bíll sko! Og hafði, mér til mikillar ánægju og gleiði fullt af tíma til að skreppa í FIELDS! Ómæ hvð það er dásamlegt að vera bara svona aleinn með sjálfum sér í búðum!! Mig vantaði svooo skó þannig að ég skannaði mollið markvisst.....og fann að lokum geggjuð stígvél, einmitt eins og mig er búið að vanta lengi!!

Allavega...ég kom snemma út á flugvöll...rúmlega klukkutíma áður en vélin lenti og ég settist bara inn á Starbucks og sötraði Frappuchino eins og ég var alltaf að drekka í Kína og horfði á mynd í iPodinum hans Andra. Það munaði ekki miklu að ég gleymdi að athuga með Gunna...myndin var svo hryllilega spennandi!! en vélin var lent þegar ég rankaði við mér!! LOL

Við brunuðum bara beint heim og vorum komin aftur til Sønderborgar rúmlega 1. Krakkarnir gistu hjá Helgu og Palla.

Á föstudaginn skruppum við til Þýskalands...bara rétt svona til að versla ;-) og keyptum jakka á Gunna...

Á laugardaginn fórum við í IKEA í Århus (já og Gunni kom með!!) þar sem við versluðum ýmislegt smálegt....Ég veit ekki hvernig hann Gunni fer að á Íslandi...hann er alveg pottþétt með alvegleg verslunarfráhvörf!! Eftir að hafa eytt slatta í IKEA þá fórum við bara út í buskann, keyrðum út í loftið og enduðum í Silkiborg. Það var mjög fallegt að keyra þessa leið og bara algert æði að fara um sveitirnar í haustlitunum..Því miður gleymdist myndavélin, þannig að þið verðið bara að trúa mér!

Á sunnudaginn fórum við í brunch til Hafdísar og Leifs og síðan í kaffi til Helgu og Palla! Það má segja að fjöldkyldan hafi verði algerlega sprungin þann daginn!! LOL

Skólinn byrjaði svo aftur af fullum krafti á mánudaginn, með tilheyrandi Java verkefnum! úff!! Palli keyrði Gunna síðan til Kaupmannahafnar þar sem hann átti að vera mættur í flug fyrir hádegi. Anja var mjög dauf á leikskólanum þegar hann fór og
fóstrurnar höfðu áhyggjur af því að hún væri að verða veik, en hún var í fullu fjöri þegar hún kom heim og borðaði allt nestið sitt sem hún hafði ekki viljað í leikskólanum...Hún er alveg ferleg með það ef hún er eitthvað leið þá borðar hún alls ekki...

Ég er síðan að fara í húsmæðraorlof á morgun til Póllands! Bara rétt svona til að versla smá...LOLOL Við förum 11 íslenskar kvennsur saman og ætlum að stoppa fram á sunnudag. Ó hvað það verður örugglega gaman!! en það er best að fara að klára heimavinnuna...það er skilaverkefni á morgun...en ég er alveg að verða búin með það!

2 Comments:

  1. Anonymous said...
    Góða skemmtuní Póllandi :-)
    Bannað að gleima myndavélinni í þeirri ferð. Hlakka til að lesa um húsmæðra orlofið.
    góða helgi.
    kv,
    gugga
    Barbara Hafey. said...
    Þetta er nú bara svona eins og í ævintýri :)

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds