Afmælisdagur

Þar kom að því að ég á afmæli í dag! Ég mundi að vísu ekki eftir því fyrr en ég fór á feisið og sá fullt af kveðjum LOL ætli það mætti ekki flokka það undir nokkurskonar afneitun!! LOL Ég vorkenni mömmu þó alltaf svo á þessum degi...minnir mig alltaf á hvað hún er ferlega gömul orðin! LOLOLOLOL

Þetta var annars rólegur dagur, ég var bara heima þar sem ég var mjög eftir mig eftir ferðalagið til Odense í gær... sem bæ ðe vei gekk bara vel! og tók því bara rólega. Ungarnir mínir bökuðu dýrindis köku handa mér í tilefni dagsins...Anja var að vísu ekki alveg sátt við að ég skyldi ekki bjóða Dagnýju Evu vinkonu sinni í afmælið en ég benti henni á að í mínu afmæli væru bara 2 gestir, hún og Andri LOL. Henni fannst þetta frekar lélegt!! Hún æltar samt að kaupa pakka handa mér seinna þegar hún kemmst í dótabúðina segir hún LOLOL

Hér er mynd af kökunni góðu, en hún er algerlega skreytt af Önju, sem fannst óþarfi að spandera fleiri kertum á hana!! LOL Þar sem ég borða helst ekki krem þá var skilið eftir rönd fyrir mig sérstaklega ;)

From 2008-10-30


Að öðru...ég fór sem sagt til Odense í gær í eftirlit sem kom bara vel út og ég þarf ekki að koma aftur fyrr en eftir 3 vikur. Ég sat líka fyrirlestur um fæðingar og börn sykursjúkra sem var ágætt líka...en það kom samt ekkert mikið fram sem ég vissi ekki.
Aftur á móti komst ég að því að ef ég fer sjálf af stað þá þarf ég sjálf að koma mér uppeftir...mér líst ekki alveg nógu vel á það...ég meina ætli það mundi virka að hringja í þá og segja þeim að það sé sprungið á hjólinu mínu og hvort þeir geti mögulega sent sjúkrabíl eftir mér? ahahahaha sé þá í anda fá þessa fyrirspurn!!

Ég er samt búin að ákveða að ég ætla ekkert að stressa mig á þessu, ef ég fer af stað, þá ætla ég bara að fara á fæðingardeildina hér og láta þá sjá um að koma mér til Odense ef þeir telja það algerlega nauðsynlegt...mér finnst sjálfri þetta óþarfa vesen, ég er alveg viss um að það hafa fæðst fullt af heilbrigðum börnum út um allt án þess að hafa fæðst á einhverju háskólasjúkrahúsi sem sérhæfir sig í mótttöku á börnum sykursjúkra...ég hef engar áhyggjur af þessu, en auðvitað á ég uppfrá ef ég verð sett af stað eins og planið lítur út núna ;)

Það er ótrúlegt en satt að október er alveg að verða búin! Þetta þýðir að stelpuskottið mitt er væntanlegt eftir rétt rúman mánuð ef það stenst að ég verði sett af stað í kring um 1. des ;)

Ég kíkti "aðeins" í H&M í dag í Storcenter, sá þar konu með 1 alveg nýfætt og einhvern veginn get ég ekki alveg sett mig í þetta hlutverk enþá! LOLOL en þetta kemur allt ;)

Við erum annars ekki búin að vera að gera neitt mikið merkilegt hér á bæ... Það er búið að vera vetrarfrí í skólanum, reyndar var ég í viku lengur en Andri vegna þess að bekkurinn minn var í skólaferðalagi í San Francisco og við sem fórum ekki vorum í fríi á meðan.

Ég er búin að vera mjög upptekin af því að prjóna teppi, ætlaði svo að þæfa það í þvottavél í dag en það fór nú eitthvað öðruvísi en það átti að gera LOL Það þæfðist nánast ekkert þannig að ég hamaðist á því bara í höndunum og skellti því svo aftur í vélina á 60°hita og þá fór eitthvað að gerast......ég ætla samt að þæfa það meira í höndunum og svo aftur í vélinni því ég vil að það verði þétt og hlýtt ;) Skelli inn mynd við tækifæri þegar það er tilbúið ;)

Talandi um myndir, þá skilst mér á fólki að ég sé ekki dugleg að setja inn bumbumyndir!!! en það er auðvtiað vegna þess að ég er búin að vera bumba í svo rosalega mörg ár á þess að hafa beinlínis verið spennt fyrir því og því er ég ekkert mikið að taka myndir af bumbunni minni!! LOL en Andri tók samt eina í dag fyrir hana Rós, bara svo hún sjái að bumban mín stækkar eiginlega ekkert LOLOL eða kanski smá!
Komin 32 vikur

From Október 08

Ef þið smellið á myndina þá komist þið í myndaalbúmið mitt og getið skoðað fleiri myndir teknar núna í október ;)

Bið að heilsa!!

Bloggleti..

Já það er orðið langt síðan ég bloggaði...hef eiginlega ekki haft neitt að blogga um, held ég ;)

Ég fór aftur til Odense í gær í eftirlit og fékk þau fyrirmæli um að nú ætti ég að sprauta mig fyrir hverja aðalmáltíð. Mér líst nú ekkert á það.....er búin að sprauta mig 2x og sykurinn hækkar bara upp úr öllu valdi!! Ætla að hringja þangað á morgun ef þetta heldur svona áfram. Ég fór líka í sónar og skottan mín dafnar vel, stækkar eðlilega, legvatn eðlilegt, allt eðlilegt! Veit ekki hvað þetta fólk er eiginlega að kvarta!! Ég hef ekkert þyngst alla meðgönguna, þrátt fyrir að vera komin 7 mánuði á leið, léttist um 5 kg einhvern tíman í byrjun og það eru bara tæp 3 kg komin aftur af þeim ;) Ég er bara ánægð með það...nú og ljósan mín líka, þar sem allt lítur eðlilega út ;) Já og svo var mér sagt að væntanlegur fæðingardagur yrði líklega 1. desember en ekki 13. des. Ég verð sem sagt sett af stað þá skilst mér...annars finnst mér 8. des hljóma svolítið kúl...ég meina 08.12'08 það er svolítið töff tala!! ;)

Annars er svosem ekki mikið að frétta, nema mér skilst að það sé kreppa...ég reyni nú lítið að pæla í henni, finnst það ekki nauðsynlegt að sökkva sér í þunglyndi út af peningum...já ég á náttúrulega enga peninga til að tapa ;)

Hún Anna Leif vinkona mín kemur á morgun í heimsókn, mikið hlakka ég til!!
bless í bili, og takk fyrir kvittin!! Það er svo gaman og gott að fá kveðjur!

Blogger Template by Blogcrowds