Október senn á enda...

Það er ótrúlegt en satt að október er alveg að verða búin! Þetta þýðir að stelpuskottið mitt er væntanlegt eftir rétt rúman mánuð ef það stenst að ég verði sett af stað í kring um 1. des ;)

Ég kíkti "aðeins" í H&M í dag í Storcenter, sá þar konu með 1 alveg nýfætt og einhvern veginn get ég ekki alveg sett mig í þetta hlutverk enþá! LOLOL en þetta kemur allt ;)

Við erum annars ekki búin að vera að gera neitt mikið merkilegt hér á bæ... Það er búið að vera vetrarfrí í skólanum, reyndar var ég í viku lengur en Andri vegna þess að bekkurinn minn var í skólaferðalagi í San Francisco og við sem fórum ekki vorum í fríi á meðan.

Ég er búin að vera mjög upptekin af því að prjóna teppi, ætlaði svo að þæfa það í þvottavél í dag en það fór nú eitthvað öðruvísi en það átti að gera LOL Það þæfðist nánast ekkert þannig að ég hamaðist á því bara í höndunum og skellti því svo aftur í vélina á 60°hita og þá fór eitthvað að gerast......ég ætla samt að þæfa það meira í höndunum og svo aftur í vélinni því ég vil að það verði þétt og hlýtt ;) Skelli inn mynd við tækifæri þegar það er tilbúið ;)

Talandi um myndir, þá skilst mér á fólki að ég sé ekki dugleg að setja inn bumbumyndir!!! en það er auðvtiað vegna þess að ég er búin að vera bumba í svo rosalega mörg ár á þess að hafa beinlínis verið spennt fyrir því og því er ég ekkert mikið að taka myndir af bumbunni minni!! LOL en Andri tók samt eina í dag fyrir hana Rós, bara svo hún sjái að bumban mín stækkar eiginlega ekkert LOLOL eða kanski smá!
Komin 32 vikur

From Október 08

Ef þið smellið á myndina þá komist þið í myndaalbúmið mitt og getið skoðað fleiri myndir teknar núna í október ;)

Bið að heilsa!!

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Þið eruð ekkert smá flottar þú og litla bumbupige ;)
    Knús Rós
    Anonymous said...
    Þú lítu vel út Tóta.
    Ég vona að ykkur líði vel.
    knús,
    gugga
    Anonymous said...
    Þú ert nú orðin stórglæsileg :)
    Unknown said...
    Engin smá bumba komin, svo langt síðan ég hef séð þig, en þú lítur rosa vel út :)
    Anonymous said...
    Mikið lítið þið vel út saman:) Gaman að sjá hvað gengur vel hjá ykkur í Danaveldinu.
    Kær kveðja frá klakanum, Berglind

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds