Odense á morgun!

Nú eru bara 2 dagar í að ég verði sett af stað. Mér finnst þetta frekar óraunverulegt, sérstaklega tilhugsunin um að um næstu helgi verum við með lítið stelpuskott hér ;) Anja er orðin alveg svakalega spennt - en auðvitað líka vegna þess að á morgun fær hún að fara til Dagnýjar Evu vinkonu sinnar að gista... Það er auðvitað alveg toppurin!

Ég er annars búin að vera í tiltektarstuði hér, það lýsir sér í að ég tek mig til og klára hin ýmsu prjónaverkefni sem ég hef sett í salt einhverra hluta vegna og ég var að klára þennan kjól á Önju. Hann er prjónaður og þæfður svo... Fyrirsætan stillti sér auðvitað upp til að sýna hvað hann væri flottur ;)

From 2008-11-22


From 2008-11-22


From 2008-11-22


Jæja, ég býst ekki við að skrifa meir hér í bili fyrr en ég kem heim af fæðingardeildinni..hér er síðasta bumbumyndin sem verður tekin af mér... var tekin áðan, þá er ég komin nákvæmlega 38 vikur ;)

From 2008-11-22


og svona að lokum mynd af sætustu á leið í afmæli ;)

From 2008-11-22


bless í bili ;)

Vika eftir ;)

Já þá er bara vika eftir í að ég verði sett af stað!! Ji hvað þetta er ótrúelga fljótt að líða... Mér finnst eiginlega eins og ég sé ekki búin að vera neitt ólétt...LOL en síðustu daga finnst mér ég nú ekkert nema kúlan! Hún er líka frekar aum og ekki gott að reka hana utaní!

Það er annars allt gott að frétta hér...Gunni stendur sig eins og hetja í að læra dönsku ;) Fer nánast daglega í búð og kjaftar á honum hver tuska við afgreiðslufólkið LOLOL Bara gott mál!

Set inn meiri fréttir síðar...nenni nú ekki mikið að sitja í tölvunni,enda lítið pláss fyrir mig við hana ;)

Odense í dag

Jæja við hjónin fórum til Odense í dag í eftirlit. Ég fór í vaxtasónar þar sem kom í ljós að daman er orðin 3300gr og allt leit bara mjög vel út ;) Það var tekin ákvörðun um að setja mig af stað þann 1. des og er það bara gott. Að vísu mundi ég alveg vilja að það yrði eitthvað fyrr sem skottan kæmi, ég er orðin ansi slæm af bjúg... var eitthvað að kvarta yfir því við læknana sem ég hitti í dag......en þeir bentu mér vinsamlega á að ég væri nú ekki 25 lengur!!!! ahahahhahahaha Ég veit sko ekki hvað þetta fólk er að meina!!!!! Mér líður sko alveg 25!!! Enda á ég 42 ára mömmu þannig að ég get nú ekki verið mjög gömul! hehehe

Það er sem sagt annars bara allt fínt að frétta héðan...Gunni kom 10. nóv... eftir laaant ferðalag með millilendingu í Berlín...sko það er víst í leiðinni til Kbh!!! En mikið er nú gott að vera búin að heimta hann! Ég keypti bara miða aðra leiðina fyrir hann, og krossa svo fingur um að bæði flugfélögin á Íslandi verð farin á hausin þannig að hann gerist bara dani á meðan við erum hér !! hehehe

Ég er enn í skólanum, mæti þó ekki í tíma heldur tek þátt í þeim verkefnum sem við þurfum að skila og nú í morgun skiluðum við næstsíðasta verkefni annarinnar. Það var tölvuleikur sem við áttum að gera í flash... Það gekk nú svona lala að gera hann, við vorum búin að plana mun stærri leik en við skiluðum, en okkur gekk illa að setja þetta inn í forritin og fá þetta til að fúnkera allt saman þannig að við skiluðum bara mjög litlum leik!! LOL en hvað um það, aðalatriðið í þessu verkefni var að gera sitt besta og hafa gaman af því..sem við sannarlega gerðum!! Síðan tekur bara lokaverkefnið við, sem við fáum upplýsingar um 5. desember og svo eigum við að skila því í byrjun janúar og þá er önnin búin......eða því næst.......bara eftir kynning sem er nokkurskonar munnlegt próf í lok janúar ;) Ég er bara bjartsýn á að mér nái að takast að ljúka önninni þrátt fyrir allt, enda í hóp með góðu fólki ;)

Læt þetta nægja í bili ;) endilega kvittið nú fyrir komuna ef þið hafið komist svo langt að lesa hingað niður LOLOLOL

35 vikur

Jæja þá eru 35 vikur liðnar af þessari meðgöngu og bara 3 vikur eftir ef það stenst að ég verði sett af stað í 38. viku. Ég vil nú samt helst fara sjálf af stað og hef nú þegar gert ráðstafanir til þess, er að flytja út Gunna sem kemur á mánudag...ef flugfélagið verður ekki farið á hausin áður ;) Ég er ekkert viss um að hleypa honum á klakkann aftur, ég keypti bara miða aðra leiðina fyrir hann. Mér finnst sko að hann geti alveg lært að veiða á dönsku!!

Það er annars frekar rólegt hér. Ég stækka, og Andri og Anja líka ;) Þau bíða auðvitað líka spennt eftir því að pabbi komi loksins til okkar, enda var hann hér síðast í ágúst byrjun!!

Læt hér eina mynd fylgja af bumbunni, hún var tekin áðan í tilefni af 35 vikunum ;)

From 2008-11-08

Blogger Template by Blogcrowds