Odense á morgun!

Nú eru bara 2 dagar í að ég verði sett af stað. Mér finnst þetta frekar óraunverulegt, sérstaklega tilhugsunin um að um næstu helgi verum við með lítið stelpuskott hér ;) Anja er orðin alveg svakalega spennt - en auðvitað líka vegna þess að á morgun fær hún að fara til Dagnýjar Evu vinkonu sinnar að gista... Það er auðvitað alveg toppurin!

Ég er annars búin að vera í tiltektarstuði hér, það lýsir sér í að ég tek mig til og klára hin ýmsu prjónaverkefni sem ég hef sett í salt einhverra hluta vegna og ég var að klára þennan kjól á Önju. Hann er prjónaður og þæfður svo... Fyrirsætan stillti sér auðvitað upp til að sýna hvað hann væri flottur ;)

From 2008-11-22


From 2008-11-22


From 2008-11-22


Jæja, ég býst ekki við að skrifa meir hér í bili fyrr en ég kem heim af fæðingardeildinni..hér er síðasta bumbumyndin sem verður tekin af mér... var tekin áðan, þá er ég komin nákvæmlega 38 vikur ;)

From 2008-11-22


og svona að lokum mynd af sætustu á leið í afmæli ;)

From 2008-11-22


bless í bili ;)

9 Comments:

  1. Anonymous said...
    Gangi þér vel elskan, sendi þér fullt fullt af ljósi. Hlakka til að sjá mynd af Ásu Gunnu ;)
    Gunna "móðursystir"
    Gislina said...
    Eigðu góða síðustu daganna þína fyrir fjölgunina, verður án ef fjör á heimilinu hér eftir. Hlakka mikið til að sjá svo myndir af litlu dömunni þegar hún kemur í heiminn.

    Æðislegur kjólinn hennar Önju.
    Helga Hin said...
    Já kjóllinn er ferlega flottur, miklu flottari með svona sætri stelpu í! Gangi ykkur vel, hlakka til að fá sms.
    Anonymous said...
    gangi þér æðislega vel, hlakka til að sjá litla krílið

    kv Sigrún Anna
    Anonymous said...
    Gangi ykkur vel á morgun! Mikið verður gaman fyrir ykkur að fá stelpuskottið í hendurnar:) Anja er alveg ofsalega sæt í nýja fína kjólnum sínum!!
    Anonymous said...
    Ferlega flotturkjóll og auðvitað flott fyrirsæta!! Gangi þér vel;)Mamy!
    Anonymous said...
    Elsku Þórunn
    Gangi þér vel á morgun! Knús á línuna frá okkur öllum á Skaganum.
    Rós
    Anonymous said...
    Elsku Þórunn, gangi þér vel og flottur kjóllinn hennar Önju.
    Kær kv. Elsa Lára.
    Anonymous said...
    Elsku Þórunn....Við bíðum spennt eftir fréttum af ykkur hérna á Nyvang. Önjuskottið þitt er svaka spent og allt gengur mjög vel. Þær vinkonurnar leika sér út í eitt...algerar snúllur. Kjóllinn hennar Önju er æði...
    Gangi þér rosalega vel og okkur hlakkar til að fá fréttirnar.

    Knús og kram...
    Dísa, Anja og allir hinir.

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds