já það eru 11 mánuðir og 1 vika sem ég er búin að vera BÍLLAUS!! Ég get alveg sagt að ég er HÆTT að þola þetta! Ég veit að ég á æðislegt hjól.....hjólakerru.....flotta fætur...2 pör af skóm en KOMMON!!! ég er búin að fá nóg!

Ef þið vitið um bíl handa mér áður en ég enda með hraði inni á geðdeild látið mig vita!! ekki væri verra að skottið væri fullt af peningum ;)

Bloggleti

Það má segja að hér ríki alger bloggleti! Hann Gunni kom á laugardaginn og fór í gær *sniff sniff* en það var rosalega gaman að fá hann og að hann skyldi stoppa lengur en í 3 daga!!! LOL

Við fórum lítið, bara í bæinn og út að borða og einu sinni til Þýskalands... Eiginlega vorum við bara að njóta þess að vera saman í rólegheitunum :)

Andri er búinn í skólanum (loksins! segir hann) þannig að nú getur hann farið að snúa sér að fullu að tölvunni LOLOL! Anja er farin að sofa í sínu herbergi, er að eigin sögn allt of stór til að sofa inni hjá mér! Það er bara æði! Ég sef svo illa þegar hún er alltaf að klóra sér. Annars gengur loksins vel með hana og exemið hennar, við fórum til læknis aftur sem loksins setti hana á lyf aftur og núna eitthvað sem virkar....Þau virka reyndar svoo vel að daman sefur eins og steinn nánast alla nóttina og nennir ekki að vakna á morgnana ;) Við ætluðum í leikskólann í morgun en nei...hún vildi sofa aðeins lengur..og gerði það ;) Ekki það að það pirri mig neitt að hún skuli vera svona morgunkúrari!!! Mér finnst það eiginlega bara gott ;) Henni veitir svosem ekki af því að fá loksins almennilegan svefn, hann er búin að vera alger hörmung alveg síðan við fluttum út!

Skemmtileg vika!

Það er aldeilis búið að vera yndislegt hér undanfarið! Sirrý, Ólöf og Guðni komu í heimsókn til okkar og voru í viku! Við rúntuðum um nágrennið, skruppum 2x til útlanda ;) Fórum í Sommerland Syd, krakkarnir fóru í Danfoss Universe, skelltum okkur á Mongolian Barbicue, kíktum í Kolding Storcenter og versluðum heilan helling!!

Þetta var bara ótrúlega gaman, og ég er búin að setja inn myndir frá heimsókninni inn á myndaalbúmið, sem þið komist auðvitað á með því að smella á myndina hér fyrir neðan! ;)


Annars er bara allt gott að frétta héðan, það var óbærilega heitt vikuna áður en Sirrý kom, en það datt auðvitað niður um leið og þau voru komin, þannig að við fórum ekki á ströndina til að sulla í sjónum eins og til stóð... Það er líka búið að vera smá krankleiki hér á bæ, bæði börnin búin að liggja í flensu og Andri enn með hita og hálsbólgu. Ég er búin að ákveða að ég ætla að afþakka þessa pest ;) má ekkert vera að þessu þar sem Anja þarf að fara til læknis á morgun út af exeminu og síðan er Gunni að koma á laugardaginn ;)

Það er semsagt mikið að gera hér að venju, blogga síðar!

Já það er aldurinn á krílinu mínu samkvæmt sónar. Ég fór semsagt í sónar í dag. Allt kom vel út, hnakkaþyktarmæling flott og krílið spriklaði og vinkaði! Ótrúlegt hvað maður sér þetta skýrt ;) Ég er ekki enn búin að ákveða hvort ég fer í þrívíddarsónar...mig langar ferlega, en það er ekki gert hér og kostar líka heilan helling!!

Hitinn heldur áfram, ég splæsti mér í sólbekk í dag svo ég geti bara legið eins og skata í garðinum!


Create Fake Magazine Covers with your own picture at MagMyPic.com


Sumarfrí!!!!!

Yeeeeeeeessssssssss!!!!!!!!! Þá er ég komin í langþráð sumarfrí!! Ég var í prófinu í dag og fékk 10! Það er næst hæsta einkun skv. danska einkunarkerfinu...sem er eitt það undarlegasta sem ég hef séð!! Maður þarf að fá 02, 4, 7, 10, 12 til að standast próf en fall er 0,0 eða -3!! Ég hef alltaf sagt það að þeir kunna ekki að telja!!

Annars er það að frétta að ég fer í sónar á morgun til að tékka á því hvort það sé ekki alveg örugglega kríli þarna og þá líka til að staðfesta meðgöngulengd.

Ég hef á tilfinningunni að þetta sumar eigi eftir að vera ansi langt ef það verða margir dagar eins og í dag....vel yfir 25 stiga hiti...blanka logn og óbærilegt innandyra sem utan! ég held að ég sé alveg hætt við að fara til Afríku í hjálparstarf þegar ég verð 50....ég meina ég bráðna bara á fyrsta hálftímanum!!

Ég ætla að fara að koma mér á ströndina fljótlega ef þetta heldur svona áfram.. þá getur maður allavega stungið sér í sjóinn til að kæla sig niður!

Blogger Template by Blogcrowds