12 vikur og 2 dagar ;)

Já það er aldurinn á krílinu mínu samkvæmt sónar. Ég fór semsagt í sónar í dag. Allt kom vel út, hnakkaþyktarmæling flott og krílið spriklaði og vinkaði! Ótrúlegt hvað maður sér þetta skýrt ;) Ég er ekki enn búin að ákveða hvort ég fer í þrívíddarsónar...mig langar ferlega, en það er ekki gert hér og kostar líka heilan helling!!

Hitinn heldur áfram, ég splæsti mér í sólbekk í dag svo ég geti bara legið eins og skata í garðinum!

6 Comments:

  1. Anonymous said...
    Hva bara bloggað hér dag eftir dag...maður hefur bara ekki við að lesa ;)....það mætti halda að þú værir í sumarfríi!
    Ég verð nú að fara að koma og prufukeyra stólinn.
    Hilsen Hafdís
    Anonymous said...
    Æðislegt :)

    Ég bið að heilsa, sakna ykkar soldið hérna :)
    Anonymous said...
    Halló Sönderborgarar
    Bara rétt að senda hamingjuóskir með baunina (þó ekki baunann), ferminguna hjá unga herranum, einkunnirnar og skólann og bara allt ;o)
    Hitti Sigrúnu Þ. um daginn sem sagði mér fréttirnar af krílunu, bara yndislegt ;o)
    Knús og kveðjur, Sigurbjörg (ÖnnuBíbíar mamman)
    Anonymous said...
    U Önnu Bíbíar mamma?....Sigurbjörg Jóns kannski??
    Bara svona að vellta fyrir mér hvort að það hringdu réttar bjöllur.
    Kveðja Hafdís
    Anonymous said...
    Halló halló. Fann síðuna þína fyrir tilviljun og ákvað að sjá hvað þið væruð að bralla. Vissi t.d. ekki að von væri á barni. Innilega til hamingju með það Tóta mín. Er alveg viss um að ykkur líkar vel þarna úti. Væri svo til í að flytja út my self.
    knús og kram frá Íslandi
    Stella Levy
    Anonymous said...
    sko Gunna, fattaði hann aðferðina við að búa til barn :) :) :) hehehehehe


    En annars, innilega til hamingju krakkar mínir, bara alveg frábært!
    Kveðja
    Gunna Akranesi

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds