Skemmtileg vika!

Það er aldeilis búið að vera yndislegt hér undanfarið! Sirrý, Ólöf og Guðni komu í heimsókn til okkar og voru í viku! Við rúntuðum um nágrennið, skruppum 2x til útlanda ;) Fórum í Sommerland Syd, krakkarnir fóru í Danfoss Universe, skelltum okkur á Mongolian Barbicue, kíktum í Kolding Storcenter og versluðum heilan helling!!

Þetta var bara ótrúlega gaman, og ég er búin að setja inn myndir frá heimsókninni inn á myndaalbúmið, sem þið komist auðvitað á með því að smella á myndina hér fyrir neðan! ;)


Annars er bara allt gott að frétta héðan, það var óbærilega heitt vikuna áður en Sirrý kom, en það datt auðvitað niður um leið og þau voru komin, þannig að við fórum ekki á ströndina til að sulla í sjónum eins og til stóð... Það er líka búið að vera smá krankleiki hér á bæ, bæði börnin búin að liggja í flensu og Andri enn með hita og hálsbólgu. Ég er búin að ákveða að ég ætla að afþakka þessa pest ;) má ekkert vera að þessu þar sem Anja þarf að fara til læknis á morgun út af exeminu og síðan er Gunni að koma á laugardaginn ;)

Það er semsagt mikið að gera hér að venju, blogga síðar!

4 Comments:

  1. Anonymous said...
    Það er greinilega mikið að gera og ekkert bliggað í langan tíma!!!!!!!!!!Mamy!
    Anonymous said...
    Langaði bara að segja hæ og ég öfunda náttlega Sirrý EKKI NEITT eða þannig sko :)

    Ég kemst vonandi einhvertímann í heimsókn :)

    Vona að þið hafið það gott :)

    Kv Linda Björk
    pallilitli said...
    Og hana nú :)
    Anonymous said...
    Það er bara aldrei tími til að blogga!!!!!!!! Mamy!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds