Bloggleti

Það má segja að hér ríki alger bloggleti! Hann Gunni kom á laugardaginn og fór í gær *sniff sniff* en það var rosalega gaman að fá hann og að hann skyldi stoppa lengur en í 3 daga!!! LOL

Við fórum lítið, bara í bæinn og út að borða og einu sinni til Þýskalands... Eiginlega vorum við bara að njóta þess að vera saman í rólegheitunum :)

Andri er búinn í skólanum (loksins! segir hann) þannig að nú getur hann farið að snúa sér að fullu að tölvunni LOLOL! Anja er farin að sofa í sínu herbergi, er að eigin sögn allt of stór til að sofa inni hjá mér! Það er bara æði! Ég sef svo illa þegar hún er alltaf að klóra sér. Annars gengur loksins vel með hana og exemið hennar, við fórum til læknis aftur sem loksins setti hana á lyf aftur og núna eitthvað sem virkar....Þau virka reyndar svoo vel að daman sefur eins og steinn nánast alla nóttina og nennir ekki að vakna á morgnana ;) Við ætluðum í leikskólann í morgun en nei...hún vildi sofa aðeins lengur..og gerði það ;) Ekki það að það pirri mig neitt að hún skuli vera svona morgunkúrari!!! Mér finnst það eiginlega bara gott ;) Henni veitir svosem ekki af því að fá loksins almennilegan svefn, hann er búin að vera alger hörmung alveg síðan við fluttum út!

1 Comment:

  1. Anonymous said...
    Hæ Tóta og co ;) Var að fá þessar líka yndilegu fréttir að þú værir bomsaradeisí :)og værir í Danmörku að læra til hamingju með þetta allt saman :* kveðja úr sveitinni
    Inga, Ingþór og co Gilá

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds