Já það er sko ekki af henni Önju skafið! Okkur mæðgum leiddist helmikið í dag og ákváðum því að skreppa í bæinn og kíkja í dótabúðina og kaupa eitthvað skemmtilegt kanski...

Við vorum ekki alveg sammála um hvað ætti að kaupa...ég vildi að hún fengi sér eitthvað sem hún "gæti dundað lengi með" en hún vildi hest! Þar sem ég þekki nú mína og hesturinn var með 50% afslætti þá ákvað ég að láta þetta eftir henni, enda bleikur hestur sem kann að tala dönsku!

Ég sagði henni að hún mætti fara með hestinn að afgreiðslukassanum til að borga og ég kom í humátt á eftir henni...Eitthvað var ég að skoða á leiðinni en þegar ég kom að kassanum þá var engin Anja þar! Ég skima í kring um mig, kalla en ekkert svar... Þá dettur mér í hug að líta útfyrir því skottan er ansi snögg..og viti menn þar stendur hún við hjólið okkar hin hróðugasta, búin að setja hestinn í körfuna á hjólinu!!! LOLOL

Ég dreif mig bara inn og borgaði! LOLOL Hún er sjálftæð þessi stelpa!

Við skruppum síðan í gæludýrabúðina og kíktum á alskonar fiska, fugla og nagdýr. Anja var rosalega hrifnin af fugli sem er líklega einhverkonar kráka og sagði Goddag hvað eftir annað. Ég sá svo sætar mýs eða eitthvað svoleiðs og líka Chinchilla sem eru alger krútt!! Ekki leist okkur vel á eðlurnar eða engispretturnar! Við ætlum þó að láta það eiga sig að fá okkur dýr...Það er víst nóg líf í íbúðinni fyrir!!

Stelpubað

Ég fann loksins bala sem passaði okkur til að nota í "Stelpubaðið" (kalíumbað). Hann tekur hvorki meira né minna er 89 lítra! og er með tappa á botninum...eiginlega sem betur fer því annars þyrfti ég að ausa úr honum !LOL



Anja er annars búin að vera sæmileg í húðinni, en mér finnst samt nauðsynlegt að hún komist í kalíumbað af og til, hún er svo miklu betri þegar við gerum þetta.

Annars var hún voðalega lítil í leikskólanum í gær. Hinrik var í fríi og Dagný Eva líka. Hún áttaði sig þó ekki á því fyrr en matartíminn kom en þá fór hún bara að gráta og var mjög sorgmædd þar til Palli sótti hana fyrir mig... Það er eins gott að hún venjist því að leika við fleiri en Hinrik til að hún verði ekki svona eyðilögð þegar hann er ekki.

Hún er annars alltaf að segja mér hvað eitthvað heitir á Dönsku og er greinilega farin að skilja helling.

Síðan við fluttum til Danmerkur! og nei mér leiðist ekki, ég er bara með svona teljara sem sýnir þetta og langaði að deila þessu með ykkur! LOL

Það gengur bara vel hérna megin, Við Anja fórum til Kolding á laugardaginn í heimsókn til Evu og Juha og það var ofsalega gaman. Við tókum lestina frá Sönderborg og Önju fanst það æði! Hún var alveg hörð á því að fara í tívolí þegar við kæmum, sagði að hún vissi vel að það væri sko rétt hjá lestinni...Hún var ekki alveg að fatta að allar lestir enda ekki bara í Kaupmannahöfn!



Við skelltum okkur í IKEA í Árósum...merkileg búð þar...Í síðustu IKEA ferð minni gat ég ekki keypt allt sem ég ætlaði því ég var ekki með nægan pening(reiðufé) og hraðbankinn sem var þar var bilaður og ekki möguleiki að fá að greiða með korti...Í þessari IKEA ferð endaði Eva á að borga vörurnar mínar þar sem þeir tóku ekki peninga(reiðufé) á þessum kassa!!! Hvernig væri að ákveða sig??? Mæli sko ekki með þessari búð bæði út af því hvað þeir eru óákveðnir og líka vegna þess að maður fer á hausinn þarna, það er alltaf eitthvað meir sem mann langar í eða bráð vantar! Ég keypti mér æðislega sæng og rúmföt, þurfti alveg nauðsynlega að kaupa rúmföt því sængin sem ég keypi er 150x200 geggjuð stærð og passar svo vel fyrir okkur mæðgur! Kaupi bara aðra þegar Gunni kemur ;-)

Annars skemmtum við okkur mjög vel við að setja húsgögnin saman, við Eva, þau höfðu keypt rúm og fataskáp og við valkyrjurnar hentum þessu upp á milli þess sem við hlógum og drukkum bjór og hvítvín ;-) Aumingja Juha er held ég í sjokki og bíður þess ekki bætur að fá mig í heimsókn...Spurning hvort ég fái nokkurn tíman að borða hjá honum aftur...Það kemur í ljós ;-)

Það eru komnar nýjar myndir í albúmið. Ef þið smellið á myndina hér fyrir ofan þá opnast það.

Já við erum loksins loksins komin með íslenskt símanúmer!! EF ykkur langar að hringja í mig þá er það 4901719 og það kostar bara eins og venjulegt innanbæjarsímtal. Ég á hins vegar eftir að kaupa mic og headphone við tölvuna, nota bara það sem er innbyggt og því er pínulítið dósahljóð hjá mér LOLOL

Mikið að gera!

Í gærmorgun fór ég með Helgu á loppu...hún eyðir helgumun yfirleitt þar sko!! LOL Hún var að sækja skáp sem hún keypti...Ég lét auðvitað ekki mitt eftir liggja og keypti mér nokkra smáhluti í smáhlutahilluna sem ég fékk gefins með skrifborðinu sem ég keypti mér.. Ég eiginlega hálfsé eftir að hafa ekki keypt mér kistu sem var þarna og hefði verið svo fín fyrir skótau sem er ekki í notkun eða útiföt...kanski skrepp ég seinna..

Um kl 14 fórum við síðan í grillpartý hjá Íslendingafélaginu. Það var mjög gaman. Þar hitti ég m.a. hana Sigrúnu Önnu sem var með mér á skrappspjallinu hennar Beggu..Gaman að því og kanski getum við eitthvað skrappað saman í vetur.

Um kvöldið var svo partý fyrir fullorðna fólkið. Ég ætlaði ekki að nenna en dreif mig með Hafdísi og Leif (ég er svo áhrifagjörn) og það var bara mjög skemmtilegt!

Í dag skelltum við börnin okkur í hjólatúr á meðan við biðum eftir þvottavélunum (setti sko í 3!!). Við hjóluðum niður á strönd þar sem er ferlega flott leiksvæði, Örkin hans Nóa og fleiri flott tæki. Keyptum okkur ís og sleiktum sólina og góða veðrið, en það er 19 stiga hiti.

Ég tók að sjálfsögðu nokkrar myndir, og ef þið smellið á þessa hér fyrir neðan þá komist þið í albúmið sem myndirnar eru í. Það er líka hægt að fara í flipann Myndaalbúm hér efst á síðunni....og kvittiði svo fyrir komuna! (Það er ef einhver er að lesa þetta!!)

Jamm

Var ég búin að segja ykkur að nýja hjólið mitt er ÆÐI!!! Það er æðislegt á litin, það er æðislega fallegt og það er æðislegt að hjóla á því...ja nema ég er enn að venjast því að hafa enga dempara!!! LOL pínu aum á rasskinnunum!! En það er svo miklu þægilegra að öllu öðru leiti að það er bara í góðu lagi að vera pínu aum..og síðan hlýt ég að fá sigg fljótlega!

Gunni fór heim í gær...Anja er strax farin að spurja hvað það séu margir dagar þar til hann komi aftur.. Ég þarf að útbúa svona dagatal handa henni svo hún geti krossað við dagana þar til hann kemur - eða kanski það verði bara erfiðara fyrir hana að bíða eftir honum...

Það gengur bara fínt í skólanum, ég er enn lost í tímum þegar ég skil ekki en ég er dugleg að biðja kennarana að hægja á sér...sem þeir gera...í nokkrar mínútur!! LOL Einn er samt svo almennilegur að hann skiptir bara yfir á ensku...sem betur fer því það er algerlega lífsins ómögulegt að fylgja honum eftir því hann talar svo rosalega hratt!! Mér finnst þetta samt bara fínt að það sé töluð svona mikil danska því ég græði bara á því! Síðan horfi ég nær eingöngu á þýska sjónvarpið því ég er alveg ákveðin að ná upp þýskunni aftur! Hún er öll að koma til!

Andra gengur bara vel í skólanum. Hann segist vera farinn að skilja alveg helling í dönskunni en kvartar sáran yfir því að þurfa að sækja fermingarfræðslu! Mér finnst það nú í góðu lagi að leggja smá á sig fyrir þetta!! Verst ef þetta verður þó til þess að hann þarf að fara með trúarjátninguna á dönsku þegar hann fermist þar sem hann kann hana ekki á íslensku!! LOLOL
Hann bíður annars spenntur eftir 20. sept því þá byrjar hann á námskeiði á skellinöðruverkstæði...Þar fær hann að læra að gera við, almennt viðhald og umgengni á verkstæði og við hjólin. Síðan fá þau líka eitthvað að keyra hjól...hann skoðar allar skellinöðruauglýsingar og klippir út þegar hann sér eitthvað spennandi! Verst að hann mun aldrei ná að safna sér fyrir svona þar sem hann eyðir öllu í föt drengurinn!! LOLOL

Anja er ánægð í leikskólanum sínum, var þó ekkert sérlega hress í morgun með að vera komin á undan Hinrik, en var þó sátt við að ég færi þegar hún fékk að vita að þau væru á leiðinni í fer til Gråsten með strætó! Hún er búin að læra helling af orðum í dönsku og er alltaf að spyrja hvað þetta eða hitt heiti á dönsku. Í kvöld vildi hún fá að vita hvernig maður ætti að hlæja á dönsku!!! Kjánaprik! Síðan svarar hún mér á dönsku þegar ég spyr hana spurninga sem hún getur svarað með "já" eða "nei" Hún verður fljót að ná þessu ;-)

Jæja þá er ég byrjuð í skólanum! Loksins...segi ég nú eiginlega því mér var farið að leiðast þetta hangs...ehm...búðarráp!!! LOLOL

Mér leist bara ágætlega á þetta...nema bekkurinn min talar dönsku!!!! (O_O) ég meina..ég er nú ekki viss um að danskan mín sé nógu góð til að skilja einhver tölvuorð!! sérstaklega ekki ef þessir kappar ætla að tala suðurjósku!! sem er sko ekki tungumál!!! úff hvað heilinn minn var orðin þreyttur í dag eftir klukkutíma fyrirlestur á dönsku...síðan fengum við eitthverja pappíra um námið....og ég bað um að fá þá á ensku...því ég læsi sko ekki dönsku....þá skipti kennarinn snarlega yfir á ensku..og þvílíkur léttir...þetta var bara jólafrí!! LOL en þetta kemur vonandi fljótt ;-) Annars á þetta nám að fara fram á ensku, en við erum bara 3 útlendingar í bekknum...hollenskur strákur sem skilur dönsku en talar ekki og önnur íslensk stelpa sem bjó hér í 7 ár þegar hún var yngri þannig að það á að prufa hvort þetta gengur.

Annars kom Gunni á laugardaginn og það var sko æði! Það er pínulítið erfitt að hafa hann svona langt í burtu! Anja er algerlega límd við hann, skiljanlega, og er í fríi frá leikskólanum á meðan hann er hér. Hann gaf mér hjól í dag! Æðislega flott og ferlega gott að hjóla á því...það er sko bleikt ömmuhjól, með dútlblómum!!! alvörugripur sko!

Það er svipað þessu nema liturinn ;-)


Andri fékk gamla hjólið mitt. Mér leið nú eins og ég væri að í hásæti á þessu fyrst og ég er pínu völt á því með Önju aftaná...en það venst fljótt. Þetta er allt öðruvísi en að vera á fjallahjóli með dempurum!! LOL en sætið er mjúkt!! LOL

Annars er lífið hér ekki alveg laust við skakkaföll og spennu þó búslóðin hafi loksins komið og Eimskip hafi endurgreitt helminginn af flutningskostnaðinum...við keyptum rúm um daginn...ákvað sko ekki að kaupa þau í A-Z þar sem það tekur 12 virka daga að senda þau heim...heldur keypti þau í Biva sem er svona ódýr húsgagnaverslun... jamm...þau áttu að koma í dag...pantaði þau fyrir rúmri viku...og ég var svo glöð að Gunni var hér til að bera þau upp...Allavega...það átti að keyra þau heim á milli 10 - 20 svolítið langur tími..en bíllinn kom um kl 15...bara með mitt rúm!! Andra rúm vantaði! Ég hringdi í búiðina...beið heillengi eftir að fá samband og konan sem ég talaði við ætlaði að athuga hvort hún gætir gert eitthvað í dag...ég sagðist sko VERÐA að fá rúmið í dag!

Síðan var Helga að keyra mig í hjólabúðina þegar við ákváðum að koma við í Biva þar sem ég vildi nú tryggja að fá þetta sent heim í dag...þá sá ég þegar ég fór að útskýra hvað var í gangi að ég hafði fengið kolvitlausar dýnur!!!! KRÆST!!!! Þær sem ég fékk voru miklu ódýrari! Ég var ekki mjög hress með þetta, en strákurinn sem afgreiddi mig var svo allur að vilja gerður til að redda þessu...sagði að þetta væri sko ekki eina klúðrið í dag!

Andra rúm kom svo seinnipartinn...en það var þvímiður gallað, við getum ekki fest einn fótinn á það.....fjúff!!! Ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi...en ég ætla ekki að pakka niður og fara heim þrátt fyrir þetta!!! LOLOL Ég ætla á morgun upp í Biva og biðja þá um að redda þessu fyrir mig í snarhasti ;-)

Læt þetta gott heita í bili!!

Blogger Template by Blogcrowds