Jamm

Var ég búin að segja ykkur að nýja hjólið mitt er ÆÐI!!! Það er æðislegt á litin, það er æðislega fallegt og það er æðislegt að hjóla á því...ja nema ég er enn að venjast því að hafa enga dempara!!! LOL pínu aum á rasskinnunum!! En það er svo miklu þægilegra að öllu öðru leiti að það er bara í góðu lagi að vera pínu aum..og síðan hlýt ég að fá sigg fljótlega!

Gunni fór heim í gær...Anja er strax farin að spurja hvað það séu margir dagar þar til hann komi aftur.. Ég þarf að útbúa svona dagatal handa henni svo hún geti krossað við dagana þar til hann kemur - eða kanski það verði bara erfiðara fyrir hana að bíða eftir honum...

Það gengur bara fínt í skólanum, ég er enn lost í tímum þegar ég skil ekki en ég er dugleg að biðja kennarana að hægja á sér...sem þeir gera...í nokkrar mínútur!! LOL Einn er samt svo almennilegur að hann skiptir bara yfir á ensku...sem betur fer því það er algerlega lífsins ómögulegt að fylgja honum eftir því hann talar svo rosalega hratt!! Mér finnst þetta samt bara fínt að það sé töluð svona mikil danska því ég græði bara á því! Síðan horfi ég nær eingöngu á þýska sjónvarpið því ég er alveg ákveðin að ná upp þýskunni aftur! Hún er öll að koma til!

Andra gengur bara vel í skólanum. Hann segist vera farinn að skilja alveg helling í dönskunni en kvartar sáran yfir því að þurfa að sækja fermingarfræðslu! Mér finnst það nú í góðu lagi að leggja smá á sig fyrir þetta!! Verst ef þetta verður þó til þess að hann þarf að fara með trúarjátninguna á dönsku þegar hann fermist þar sem hann kann hana ekki á íslensku!! LOLOL
Hann bíður annars spenntur eftir 20. sept því þá byrjar hann á námskeiði á skellinöðruverkstæði...Þar fær hann að læra að gera við, almennt viðhald og umgengni á verkstæði og við hjólin. Síðan fá þau líka eitthvað að keyra hjól...hann skoðar allar skellinöðruauglýsingar og klippir út þegar hann sér eitthvað spennandi! Verst að hann mun aldrei ná að safna sér fyrir svona þar sem hann eyðir öllu í föt drengurinn!! LOLOL

Anja er ánægð í leikskólanum sínum, var þó ekkert sérlega hress í morgun með að vera komin á undan Hinrik, en var þó sátt við að ég færi þegar hún fékk að vita að þau væru á leiðinni í fer til Gråsten með strætó! Hún er búin að læra helling af orðum í dönsku og er alltaf að spyrja hvað þetta eða hitt heiti á dönsku. Í kvöld vildi hún fá að vita hvernig maður ætti að hlæja á dönsku!!! Kjánaprik! Síðan svarar hún mér á dönsku þegar ég spyr hana spurninga sem hún getur svarað með "já" eða "nei" Hún verður fljót að ná þessu ;-)

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Gaman að sjá að allt gengur svona vel í útlandinu....eftir nokkra hnökra þó...hehe
    Til hamingju með nýja hjólið og vonandi lætur siggið ekki bíða eftir sér:O)
    Anonymous said...
    Já það er gott að allt gengur vel hjá ykkur - og til hamingju með nýja hjólið.
    Hér voru réttir í dag og allt gekk vel - kær kveðja til ykkar allra - Mamy
    Anonymous said...
    Það var mikið að strákurinn fór að líkjast mér meira
    Þórunn said...
    Stebba madur setur nafnid sitt undir komment!!!!! svo lesandinn viti hver madur er!!! LOL
    Anonymous said...
    Gaman að heyra hvað krakkarnir eru dugleg og jákvæð. Þau verða örugglega fljót að aðlagast.
    Ég kann að hlæja á dönsku :D

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds