Skólinn byrjaður

Jæja þá er ég byrjuð í skólanum! Loksins...segi ég nú eiginlega því mér var farið að leiðast þetta hangs...ehm...búðarráp!!! LOLOL

Mér leist bara ágætlega á þetta...nema bekkurinn min talar dönsku!!!! (O_O) ég meina..ég er nú ekki viss um að danskan mín sé nógu góð til að skilja einhver tölvuorð!! sérstaklega ekki ef þessir kappar ætla að tala suðurjósku!! sem er sko ekki tungumál!!! úff hvað heilinn minn var orðin þreyttur í dag eftir klukkutíma fyrirlestur á dönsku...síðan fengum við eitthverja pappíra um námið....og ég bað um að fá þá á ensku...því ég læsi sko ekki dönsku....þá skipti kennarinn snarlega yfir á ensku..og þvílíkur léttir...þetta var bara jólafrí!! LOL en þetta kemur vonandi fljótt ;-) Annars á þetta nám að fara fram á ensku, en við erum bara 3 útlendingar í bekknum...hollenskur strákur sem skilur dönsku en talar ekki og önnur íslensk stelpa sem bjó hér í 7 ár þegar hún var yngri þannig að það á að prufa hvort þetta gengur.

Annars kom Gunni á laugardaginn og það var sko æði! Það er pínulítið erfitt að hafa hann svona langt í burtu! Anja er algerlega límd við hann, skiljanlega, og er í fríi frá leikskólanum á meðan hann er hér. Hann gaf mér hjól í dag! Æðislega flott og ferlega gott að hjóla á því...það er sko bleikt ömmuhjól, með dútlblómum!!! alvörugripur sko!

Það er svipað þessu nema liturinn ;-)


Andri fékk gamla hjólið mitt. Mér leið nú eins og ég væri að í hásæti á þessu fyrst og ég er pínu völt á því með Önju aftaná...en það venst fljótt. Þetta er allt öðruvísi en að vera á fjallahjóli með dempurum!! LOL en sætið er mjúkt!! LOL

Annars er lífið hér ekki alveg laust við skakkaföll og spennu þó búslóðin hafi loksins komið og Eimskip hafi endurgreitt helminginn af flutningskostnaðinum...við keyptum rúm um daginn...ákvað sko ekki að kaupa þau í A-Z þar sem það tekur 12 virka daga að senda þau heim...heldur keypti þau í Biva sem er svona ódýr húsgagnaverslun... jamm...þau áttu að koma í dag...pantaði þau fyrir rúmri viku...og ég var svo glöð að Gunni var hér til að bera þau upp...Allavega...það átti að keyra þau heim á milli 10 - 20 svolítið langur tími..en bíllinn kom um kl 15...bara með mitt rúm!! Andra rúm vantaði! Ég hringdi í búiðina...beið heillengi eftir að fá samband og konan sem ég talaði við ætlaði að athuga hvort hún gætir gert eitthvað í dag...ég sagðist sko VERÐA að fá rúmið í dag!

Síðan var Helga að keyra mig í hjólabúðina þegar við ákváðum að koma við í Biva þar sem ég vildi nú tryggja að fá þetta sent heim í dag...þá sá ég þegar ég fór að útskýra hvað var í gangi að ég hafði fengið kolvitlausar dýnur!!!! KRÆST!!!! Þær sem ég fékk voru miklu ódýrari! Ég var ekki mjög hress með þetta, en strákurinn sem afgreiddi mig var svo allur að vilja gerður til að redda þessu...sagði að þetta væri sko ekki eina klúðrið í dag!

Andra rúm kom svo seinnipartinn...en það var þvímiður gallað, við getum ekki fest einn fótinn á það.....fjúff!!! Ég veit eiginlega ekki hvað er í gangi...en ég ætla ekki að pakka niður og fara heim þrátt fyrir þetta!!! LOLOL Ég ætla á morgun upp í Biva og biðja þá um að redda þessu fyrir mig í snarhasti ;-)

Læt þetta gott heita í bili!!

4 Comments:

  1. Anonymous said...
    Lífið er greinilega ekki eintóm sæla - en gangi ykkur vel - Mamy!
    Barbara Hafey. said...
    Bara massa the secret á þetta ;)
    Kristín Svala said...
    Hehe!
    Þú lærir suðurjóskuna fljótt, það er bara gaman (amk svona eftir á).
    Og já velkomin í sveitina í Sönderborg - ef þú ætlar að fá hlutina á minna en viku þá þarftu að biðja um flýtimeðferð hehe - þeir eru sko ekki að flýta sér þar!
    Kveðja
    Kristín
    Anonymous said...
    LOL! þetta hefur nú átt við þig hahaha
    Þetta hlítur að veita á gott eitt.
    Dvölin verður super!
    Verður ekki erfvitt fyir þig að ætla að sullast í 4 tungumálum þýsku, dönsku, ensku og íslensku?
    ÉG fékk verki í minn heila við það eitt að lesa lýsingarnar úr tímanum. Samgleðst þér að hafa stigið þetta skref í lífinu :-)
    Mér finst Andir líka svo mikil hetja að leggja í þetta með ykkur á þessum viðkvæma aldri sem hann er.

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds