Sumarfréttir

Það er merkilegt hvað maður er latur að blogga.....eins og mér finnst gaman að tala!

Héðan úr Danaveldi er bara allt gott að frétta. Við erum ekki búin að gera mikið í sumar, annað en það að við Anja brugðum okkur í sirkus á dögunum og skelltum okkur á fílabak. Það var ótrúlega skemmtileg og skelfileg upplifun, skelfileg vegna þess að fílar eru jú frekar stór dýr og maður situr ótrúlega hátt uppi! En gaman að geta krossað þetta af listanum mínum yfir hluti sem maður á að gera fyrir fertugt!! hehehe

From 2009-07-26


Gunni kom til okkar og var í mánuð og naut þess að vera hér í steikjandi hita. Hitabylgjan er sem betur fer í pásu, mér til mikillar ánæju og núna er bara 17 stiga hiti og köflótt rigning með stöku þrumum.
From 2009-08-03



Andri byrjaði í 9. bekk í gær en það er sambærilegt við 10. bekk heima. Hann ætlar að taka skólann með trukki og dýfu og stefnir ótrauður á að fara annað hvort í bifvélavirkjun eða eitthvað tölvutengt nám að ári.
From 2009-08-03


Anja byrjaði svo í 0. bekk í dag eða það sem kallast hér børnehaveklasse og er eins og 1. bekkur heima. Hún var mjög ánægð með fyrsta skóladaginn, en kvartaði þó yfir því að "kennarinn hefði ekkert lært henni að lesa"!! eins og hún orðaði það, bara að skrifa nafnið sitt - en þar sem hún var sko löngu búin að læra það, þá fannst henni ekki mikið til þess koma! Hún vonast til þess að morgundagurinn verði lærdómsríkari! ;)
From 2009-08-03

Hafrún Ása er alger rófa! Hún er nú að verða 8 1/2 mánaða, stór og sterk og finnst gott að borða, eins og hún hefur kyn til! Hún er komin með 6 tennur, farin að skríða um allt og tæta, nagar ALLT sem hún nær í og lætur sér ekkert óviðkomandi. Hún er líka farin að standa upp og kalla MAMMA þegar mikið liggur við ;) Hún er mikill grallari og finnst stóru systkyni sín alveg sérdeilis fyndin. Henni finnst gaman hjá dagmömmunni sinni, en var í sumarfríi allan tímann sem Gunni var hér og byrjar aftur á mánudaginn, svona allavega part úr degi.
From 2009-08-03


Ég byrja svo í skólanum 15. ágúst. Þetta er síðasta önnin mín og er ég fyrst í 8 vikna praktík, sem ég tek bara hér heima.....ætla að vinna fyrir Sportveiðiblaðið og hann Jóa sem brýtur blaðið um fyrir þá ;) Gott að láta hann kenna sér áður en ég hirði jobbið af honum!!! hehe

Ég klára svo í desember en hvað maður gerir svo er alveg óráðið. Ég flyt allavega ekki heim á miðju skólaári krakkana, finnst það ekki sniðugt Andra vegna. Ég er aðeins búin að vera að kíkja í kring um mig eftir mastersnámi, svona til að hafa sem plan B ef það verður óbyggilegt á klakanum næstu árin, en enn sem komið hef ég ekkert fundið - ég þarf eiginlega bara að setjast niður og skoða aðeins hvort ég geti ekki sameinað námin mín með einhverjum hætti..... Kanski maður fari bara að kenna eitthvað hönnunar/tölvu/eða eitthvað þegar maður kemur heim? Hver veit? Ég veit allavega að það þýðir lítið fyrir mig að ætla að plana langt fram í tímann, það er alltaf eitthvað sem raskar þeim plönum! LOL

Læt þetta duga í bili, en ég var að setja inn fullt af nýjum myndum í myndaalbúmið mitt. Það er hægt að komast í það með því að nota linkinn efst eða smella á einhverja af myndunum hér fyrir ofan.

Blogger Template by Blogcrowds