26.11 2007

Bara svona smá update hér...Það er farið að verða kalt! Hitinn í morgun var 0°C og þar sem rakinn er mikill þá er það kalt!! Ég tel niður til Kanarí með mikilli óþreyju...en hún Anja er búin að vera að telja niður til 1. Des í 2 vikur! LOL Við keyptum nefnilega Pleymó-dagatal í Þýskalandi og það er mjööööög erfitt að bíða eftir því að meiga opna það. Það er því merkt x á hverjum degi og hún var mjög glöð að sjá hvað það voru fáir dagar eftir í gær! LOL

Við erum enn netlaus...enda er allt gert hér á hraða snigilsins...og ég á ekkert frekar von á því að vera komin með net áður en ég fer út! Ég sýni aðdáunarverða biðlund og þolinmæði og er enn ekki farin að bögga Hafdísi sem býr þó í 2 mín fjarlægð frá mér!

Meira síðar!

Já nú er ég flutt og komin í æðislega íbúð! Hún er rosalega björt og stór og þvílikt vel staðsett.....ég er bara 2 mínútur að hjóla í leikskólann. Þetta er alger draumur!

Við erum búin að koma okkur þokkalega fyrir......vissulega er ekki mikið dót þarna...enþá LOL en það er bara í fínu lagi. Það eina sem mig vantar núna er internetið...og þegar ég á í hlut, þá er það miiiiikkkillll vöntun!! Ég pantaði það í dag og það tekur 2-3 vikur að afgreiða það....já flest gerist með hraða snigilsins hér í DK!! En ég er með netið í skólanum þannig að það er þó skárra en ekkert!

Skólinn mjakast...við erum í Projct viku núna þessa og næstu viku sem þýðir að við sækjum ekki hefðbundna kennslu heldur erum að vinna stórt verkefni í litlum hópum. Það gengur bara ljómandi vel...en ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega hætt í huganum og farin að telja niður þar til ég fer út til Kanarí! Ég ætla síðan í annað nám í Margmiðlunarhönnun sem byrjar núna eftir áramót. Mér finnst ekki hægt annað þar sem ég er nú komin hingað út að læra eitthvað áður en ég kem heim aftur!

Já, það er víst best að fara að haska sér heim á leið!

13.11.07

Ja það er ekki laust við að gömul tilfinning hafi læðst að manni í dag eftir hasar dagsins! Java kennarinn snappaði í morgun, vægt til orða tekið og bara grýtti mér út úr tíma! Það er bara svona eins og maður sé kominn í 7. Bekk aftur – svei mér þá!!!!

Hann byrjað á að þruma yfir okkur að hér eftir yrði skólastofunni læst! Þetta væri sko ekki neinn menntaskóli þar sem hægt væri að mæta þegar manni sýndist...og hér eftir skyldu allir koma á réttum tíma og ekkert múður! Ég sagði að mér finndist þetta pínu menntaskólalegt já eða leikskólalegt að læsa svona hurðinni...en hann var ekki sammála og æsti sig helling. Síðan kom hann að blessaða prófinu sem við tókum í síðustu viku..það var víst ekki eins og hann vonaðist til og hann bara drullaði yfir bekkinn í heid sinni yfir því hvað við værum léleg og ég veit ekki hvað og hvað...ég gat auðvitað ekki þagað (enda ekki fræg fyrir að taka skítkasti!!!) og sagði að mér fyndist þá eitthvað benda til þess að kennslunni væri ábótavant fyrst við værum öll svona léleg! Hann bókstaflega snappaði! Sagði mér að ef ég væri eitthvað óhress með kennsluna þá gæti ég bara farið og kvartað við Paul (sem er yfir deildinni) – en ég hefði nú ekki neitt efni á að kvarta því ég hefði verið svo lág á prófinu...(dööö) og svo ætti ég að fara að mæta betur!

Ég benti honum á að stundum gæti maður ekki mætt...ég ætti börn sem stundum væru veik og þá gæti ég bara ekki komið...hann sagði að ég ætti bara að redda því! En ég sagði að það væri ekki svo auðvelt þar sem ég væri nú ein...en honum var alveg sama um það. Hann hélt áfram að ausa úr sér yfir mig...var farinn að öskra á mig að ég skyldi bara drulla mér út og finna mér annað að gera, ég væri svo heimsk!! Ég sagði honum að mér finndist nú heimskulegt af honum að tala svona, en guð hvað ég var orðin reið! Ég pakkaði auðvitað niður og fór út, en þakkaði honum í huganum fyrir að gefa mér þetta fína tækifæri til að kæra hann formlega....ég er ekki búin að fá frið fyrir honum síðan ég byrjaði, hann er þvílíkur ruddi! Ég eiginlega næ ekki upp í það hvað hann leyfið sér að vera dónalegur! Ég hefði haldið að það að kalla nemanda heimskan væri síðasta sort!

Ég ætla að mæta í tíma hjá honum á morgun....enda of heimsk til að taka svona hinti!!

 
 

Og ja, Peter, hvis du læser det her, så er det du som er dum men ikke jeg!! ;-)

12.11.2007

Já nú er ég endanlega búin að komast að því að ég er ekki í háskóla, heldur leikskóla!! Það er einn kennari sem er ekki alveg með fulla fimm þarna! Hann er mjög furðulegur....ótrúlega oft pirraður og tekur það út á okkur, tekur nemendur fyrir, er fúll á móti ef maður biður hann um hjálp...(sjálfsagt vegna þess að hann skilur námsefnið ekki nægilega vel til að útskýra!) og hann er með vægast sagt glataðar "kennsluaðferðir".

 
 

Hann er sem sagt búinn að pirra mig í nokkrar vikur, karl uglan, enda var ég tekir fyrir nánast í upphafi...en hann er nú hættur því, hann ignorar mig í staðin LOL

 
 

Í morgun sem sagt snappaði hann eitthvað og læsti hurðinni á slaginu 8... Ég var ekki mætt...ég svaf yfir mig...kanski sem betur fer því ég hefði líka snappað með honum ef ég hefði komið að læstum dyrum! Undanfarið hef ég yfirleitt komið of seint... Yfirleitt 5-10 mínútum of seint, svolítið misjafnt eftir því hvað mér tekst að flýta mér mikið að skutla Önju í leikskólann. Helga lánar mér nefnilega bílinn til að skutla henni þegar hún kemur og það þýðir það að ég er aldrei komin aftur fyrir kl. 8... En ég sit aftast og laumast ofurhljóðlega inn...amk segir annar kennari mér það...hann segist aldrei taka eftir því að ég sé að laumast inn, það trufli hann ekki baun!

 
 

En ég er auðvitað ekki ein í þessum bekk og það er mjög misjafnt hversu stundvísir hinir eru, en yfirleitt er fólk komið á réttum tíma.

 
 

Allavega þá snappaði karlinn í morgun og læsti bara...og ég spyr mig...hvort er meira ónæði af nemendum sem læðast ofur hljóðlega inn og laumast skömmustulegir í sætið sitt eða nemenda sem bankar á hurðina til að láta opna fyrir sig? Ég ælta allavega að vera við öllu búin þegar ég kem of seint á miðvikudaginn og fá lánaðan lykil hjá Hrund....Ég vona eiginlega að hann læsi, því það væri ferlega fyndið bara að opna sjálfur með lykli! LOLOL

 
 

Jamm, það er nú svo...ég er svolítið þreytt á leikskólabragnum sem mér finnst vera á þessum skóla og get ekki sagt að ég mæli með honum við nokkurn mann! En það líður að jólafríi og í dag er 1 mánuður og 6 dagar þar til við förum til Kanarí! Já ég er komin með teljara þarna efst á síðuna og tel niður með óþreygju!

6.11.07

Við Anja skruppum til Þýskalands í dag ásamt Helgu og Valey. Stefnan var tekin á Förde Park, sem er mollið í Flensburg.....en þar er hægt að versla matvöru í Aldi og Real sem er talsvert ódýrara en í Dk... Við erum búin að fara þarna nokkrum sinnum áður og af fenginni reynslu þá veit ég að það er sko best að byrja á því að skreppa á klósettið þar sem Anja virðist alltaf þurfa að pissa þegar maður er hálfnaður að versla!


Við mæðgur stormuðum því á klósettið þrátt fyrir mótmæli Önju... Þegar þangað var komið þurfti daman auðvitað að pissa...en þar sem hún sat á klósettinu sagði hún við mig í svona trúnaðartón: "Mamma finnst þér ekki fyndið að pissa með spýtu?"

Ég hélt auðvitað að hún hefði misheyrt eitthað á leikskólanum í dag og ætlaði að leiðrétta hana og sagði:"Meinarðu ekki píku?" "Nei mamma, ég meina svona prik!! Einn strákur í leikskólanum var að pissa með svona litlu priki!"


Ahahhahahaha ég verð að segja að ég átti rosalega bágt með að leka ekki niður úr hlátri!



Anja er annars alveg að blómstra hér. Hún er voða upptekin af stöfum þess dagana og er alltaf að læra um leið og ég... Í morgun var hún eitthvað að dunda sér við að skrifa við eldhúsborði og síðan kom hún með blaðið og spurði mig hvað stæði á því. Ég er ekki óvön svona spurningum frá henni, en var að flýta mér svolítið (eins og alltaf á morgnana!) og mátti ekki vera að þessu!

"H" sagði ég við hana...og var að reyna að fá hana til að fara í útifötin..."Nei ekki það mamma, heldur hitt!" Hvaða hitt? spurði ég því ég sá bara risastórt H! Þetta þarna og benti í hornið...A N D R I sagði ég án þess að hugsa......Og hvað þýðir það? Spurði hún, því hún veit vel hvað þessir stafir heita...Andri sagði ég og var rosalega hissa...Þá hafði hún tekið blað sem Andri hafði útbúið með nafninu sínu og íbúðarnúmeri, sem hann ætlaði að nota til að merkja hjólið sitt og hermt eftir því!

Hún verður komin í menntaskóla 10 ára með þessu áframhaldi!! LOL

Já ég sá hús á netinu (hvar annarstaðar...) sem ég er að hugsa um að byggja... Önju vantar tilfinnanlega húsnæði fyrir nýju fjölskyldumeðlimina sína og þá er bara að kýla á það!

Nú er klukkan 1 að nóttu og það er dúndrandi partí á amk 2 stöðum hér í blokkinni...en ekki nóg með það þá eru einhverjir snillingar að smíða!!! berjandi og bankandi eins og vitleysingar.........

Ji hvað ég hlakka til að flytja.........11 dagar þar til ég fæ hina íbúðina!!!

Blogger Template by Blogcrowds