6.11.07

Við Anja skruppum til Þýskalands í dag ásamt Helgu og Valey. Stefnan var tekin á Förde Park, sem er mollið í Flensburg.....en þar er hægt að versla matvöru í Aldi og Real sem er talsvert ódýrara en í Dk... Við erum búin að fara þarna nokkrum sinnum áður og af fenginni reynslu þá veit ég að það er sko best að byrja á því að skreppa á klósettið þar sem Anja virðist alltaf þurfa að pissa þegar maður er hálfnaður að versla!


Við mæðgur stormuðum því á klósettið þrátt fyrir mótmæli Önju... Þegar þangað var komið þurfti daman auðvitað að pissa...en þar sem hún sat á klósettinu sagði hún við mig í svona trúnaðartón: "Mamma finnst þér ekki fyndið að pissa með spýtu?"

Ég hélt auðvitað að hún hefði misheyrt eitthað á leikskólanum í dag og ætlaði að leiðrétta hana og sagði:"Meinarðu ekki píku?" "Nei mamma, ég meina svona prik!! Einn strákur í leikskólanum var að pissa með svona litlu priki!"


Ahahhahahaha ég verð að segja að ég átti rosalega bágt með að leka ekki niður úr hlátri!



Anja er annars alveg að blómstra hér. Hún er voða upptekin af stöfum þess dagana og er alltaf að læra um leið og ég... Í morgun var hún eitthvað að dunda sér við að skrifa við eldhúsborði og síðan kom hún með blaðið og spurði mig hvað stæði á því. Ég er ekki óvön svona spurningum frá henni, en var að flýta mér svolítið (eins og alltaf á morgnana!) og mátti ekki vera að þessu!

"H" sagði ég við hana...og var að reyna að fá hana til að fara í útifötin..."Nei ekki það mamma, heldur hitt!" Hvaða hitt? spurði ég því ég sá bara risastórt H! Þetta þarna og benti í hornið...A N D R I sagði ég án þess að hugsa......Og hvað þýðir það? Spurði hún, því hún veit vel hvað þessir stafir heita...Andri sagði ég og var rosalega hissa...Þá hafði hún tekið blað sem Andri hafði útbúið með nafninu sínu og íbúðarnúmeri, sem hann ætlaði að nota til að merkja hjólið sitt og hermt eftir því!

Hún verður komin í menntaskóla 10 ára með þessu áframhaldi!! LOL

4 Comments:

  1. Anonymous said...
    Duglegust!!Amma
    Eva said...
    Ha ha.. prik! LOL Fyndin.

    Fullkomið barn :D
    Anonymous said...
    Til hamingju með afmælið þó seint sé :-)
    þegar ég var lítil bað ég mömmu mína að fara út í apótek og kaupa handa mér typpi, mér þótti ekkert findið að pissa með typpi heldur geðveikt kúl.
    Ég hafði greinilega tölla trú áöllu því sem til var í apótekum. Þannig að eiginlega varð mér að ósk minni þó hún hafi ræst seint að fá typpi úr apótekinu LOL!
    kv,
    gugga
    Þórunn said...
    LOLOLOL ja seigðu!!! svona geta draumar ræst þó maður hafi kanski ekki alveg verði með það í huga að það ætti að vera með þessum hætti !!!!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds