12.11.2007

Já nú er ég endanlega búin að komast að því að ég er ekki í háskóla, heldur leikskóla!! Það er einn kennari sem er ekki alveg með fulla fimm þarna! Hann er mjög furðulegur....ótrúlega oft pirraður og tekur það út á okkur, tekur nemendur fyrir, er fúll á móti ef maður biður hann um hjálp...(sjálfsagt vegna þess að hann skilur námsefnið ekki nægilega vel til að útskýra!) og hann er með vægast sagt glataðar "kennsluaðferðir".

 
 

Hann er sem sagt búinn að pirra mig í nokkrar vikur, karl uglan, enda var ég tekir fyrir nánast í upphafi...en hann er nú hættur því, hann ignorar mig í staðin LOL

 
 

Í morgun sem sagt snappaði hann eitthvað og læsti hurðinni á slaginu 8... Ég var ekki mætt...ég svaf yfir mig...kanski sem betur fer því ég hefði líka snappað með honum ef ég hefði komið að læstum dyrum! Undanfarið hef ég yfirleitt komið of seint... Yfirleitt 5-10 mínútum of seint, svolítið misjafnt eftir því hvað mér tekst að flýta mér mikið að skutla Önju í leikskólann. Helga lánar mér nefnilega bílinn til að skutla henni þegar hún kemur og það þýðir það að ég er aldrei komin aftur fyrir kl. 8... En ég sit aftast og laumast ofurhljóðlega inn...amk segir annar kennari mér það...hann segist aldrei taka eftir því að ég sé að laumast inn, það trufli hann ekki baun!

 
 

En ég er auðvitað ekki ein í þessum bekk og það er mjög misjafnt hversu stundvísir hinir eru, en yfirleitt er fólk komið á réttum tíma.

 
 

Allavega þá snappaði karlinn í morgun og læsti bara...og ég spyr mig...hvort er meira ónæði af nemendum sem læðast ofur hljóðlega inn og laumast skömmustulegir í sætið sitt eða nemenda sem bankar á hurðina til að láta opna fyrir sig? Ég ælta allavega að vera við öllu búin þegar ég kem of seint á miðvikudaginn og fá lánaðan lykil hjá Hrund....Ég vona eiginlega að hann læsi, því það væri ferlega fyndið bara að opna sjálfur með lykli! LOLOL

 
 

Jamm, það er nú svo...ég er svolítið þreytt á leikskólabragnum sem mér finnst vera á þessum skóla og get ekki sagt að ég mæli með honum við nokkurn mann! En það líður að jólafríi og í dag er 1 mánuður og 6 dagar þar til við förum til Kanarí! Já ég er komin með teljara þarna efst á síðuna og tel niður með óþreygju!

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Ja hérna hér. Gefðu honum bara einn "gúd moren"
    Glataður...bilaður...klikkaður......það verð ég að segja og ekki síður eftir daginn í dag!!!
    Þórunn said...
    já hann þarf að komast á hæli maðurinn- í ríku mæli!!! Hann fær kæru þessi elska eftir daginn í dag!!
    Helga Hin said...
    Það verður áhugavert að sjá hvað gerist eftir að þú verður búin að kvarta/kæra. Ef eitthvað þá gerist!
    Anonymous said...
    1 mánuður og 6 dagar Ég get varla beðið eftir því að láta mig fljóta í sjónum!!!!!Mamy!
    Anonymous said...
    Þórunn mín!
    Segji það enn og aftur. Ég er svo stolt af þér! Þetta var svo flott hjá þér í dag :D

    Knús
    Eva Björk

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds