Home sweet home

Já við erum komin heim aftur eftir mjög velheppnaða en erfiða ferð til Íslands. Ferminginn gekk mjög vel, Andri sagði já á réttum stað, þuldi upp trúarjátningu og eitthvað fleira og fór í gegn um þetta með stæl, enda ekki annað hægt eftir alla kirkjuferðirnar hér í Danmörku! Hann var síðan alveg ofsalega ánægður með daginn, enda ekki annað hægt! Hann fékk auðvitað mikið af gjöfum, mest þó peninga sem er bara gott, þar sem auðvelt er að flytja þá á milli landa ;)

Veitingarnar voru síðan alger klassi! Heimabakstur á la mamma og "mamma" Didda! Rosafínar snittur frá Gunnu "móðusystur", tortilla vefjur frá Sóma og síðan en ekki síst geggjuð fermingarterta frá Sandholtsbakarí. Mæli sko með þeim, ég hef ekki séð fallegri köku! Því miður er ég ekki komin með neinar myndir enþá þar sem myndasmiðurinn er upptekin við að photoshoppa þær...æ ég vildi losna við nokkur kíló sko! LOL

Við vorum svo í góðu yfirlæti á Akranesi sem var bara geggjað. Fengum lánaða íbúð hjá henni Önnu Leif, vinkonu minni og drykkjufélaga úr Brekkó. Anja fékk svo að fara í heimsókn á Garðasel alla vikuna frá 10 - 13 og það þótti henni sko ekki leiðinlegt! Það var bara eins og hún hefði aldrei farið neitt! Þetta er bara æðislegur leikskóli og við söknum þess mjög mikið að hafa ekki getað flutt hann með okkur!

Við mæðgur skelltum okkur auðvitað í heimsókn til Ölmu vinkonu og Kristins á Fljótshóla og við vorum ekki búin að vera lengi þegar Anja byrjaði að suða um að fá að fara á hestbak... Hún var rosa glöð þegar Alma bauð henni bara að velja sér reiðskjóta í hesthúsinu til að fara á og hún valdi strax fallega gráa meri sem heitir Ísabella! Vel við hæfi það og daman var eins og prinsessa á hryssunni sem var algveg saman þó þetta tryppi sæti á henni. Það var svo kalt og mikið rok að við morum bara inni á ganginum með dömurnar. Á eftir fékk Anja að hjálpa til við að gefa og fylgjast með þegar folöldin og tryppin voru rekin inn. Hún var svooo bóndaleg þar sem hún leiddi Kristinn niður í vélaskemmu. Hvaðan ætli hún hafi þetta?

Eftir að hafa notið okkar á Skaganum, drukkið með rauðvínsklúbbnum og heimsótt Brekkó fórum við norður til Mömmu og Þráins. Þar biðu okkar bara veislumáltíðar, eins og mömmu einni er lagið!! Það var lambahryggur, saltkjöt og baunir, gúllas, grjónagrautur og saltfiskréttur. Algert æði! Þetta var sem betur fer ekki allt sama daginn en vá hvað maður var saddur!

Ég eyddi síðan laugardeginum í að skrappa með Stínu í Miðhópi og Sirrý vinkonu. Ja ég skrappaði nú eiginlega ekkert, var meira að koma stelpunum af stað í þessu þar sem þær ætla að gera albúm fyrir synina sína. Þær eru auðvitað algerir snillar þegar kemur að föndri þannig að útkoman hjá þeim var mjöööög flott! Þetta eru bara fyrstu og einu síðurnar sem ég hef séð sem er ekki neinn byrjendabragur á!

Allavega......við fórum á páskadagskvöld út á Sólbakka til Sirrýar og Skúla og spiluðum fram á rauða nótt....eftir að búið var að svæfa karlana fengum við Sirrý okkur bjór og töluðum til 6!!! Ekki skrýtið þar sem ég get ekki sagt að við höfum heyrst síðan ég flutti út! Það var bara gaman. Daginn eftir bauð Skúli upp á veislu að sínum hætti, saltað hrossakjöt sem var bara dýrðlegt! Hvað er hægt að hugsa sér betra? ég bara spyr?

Eftur páskahátiðina skelltum við okkur til Reykjavíkur þar sem við vorum búin að ákveða að eyða síðustu 2 dögunum bara í rólegheitum á hóteli. Það var mjög ljúft. Við vorum á Grand Hótel sem er rosalega notalegt og flott. Ég skellti mér svo á kaffihús með nokkrum skrappþotum, þeim Barböru, Eyrúnu og Möggu. Mikið rosalega var nú gaman að hitta þær og sveimér ef þær hafi ekki kitlað skrappgírinn aðeins!! Að minnsta kosti gat ég verslað mér pínulítið skrapp áður en ég kom heim!

Við komum síðan heim á fimmtudag og erum eiginelga ekki lent þar sem það er búið að vera svo mikið að gera í verkefna vinnu í skólanum síðan ég kom! Að vísu gáfum við Hafdís okkur tíma til að fá okkur smá hvítvínsdreytil... því ég hafði dröslað flösku með mér að heiman til að gefa henni að smakka, þar sem hún er ekki fyrir hvítvín! En það var ein og ég vissi, henni þótti það gott enda ekki hægt annað þar sem þetta er "ðe hvítvín" að mínu mati! (það þarf þó að vísu ekki að endurspegla mat þjóðarinnar LOL)

Já ælti þetta sé ekki að verða gott í þessari ritgerð...heimsóknin tókst sem sagt vel, ég hefði að vísu alveg viljað hitta fleiri, til dæmis fara til Lindu og heilsa upp á hana Guggu, en svona er það, það var eiginlega hver mínúta fullnýtt!!

Bless í bili..... ;)

Já við erum á Íslandi núna...og frumburðurinn orðinn fermdur og allt! Það gekk rosalega vel, athöfnin var bara mjög falleg og mun skemmtilegri en hjá blessuðum karlinum honum Ingiberg í Saurbæ...(hmhm)

Síðan var brunað til Reykjavíkur til að halda veislu sem var bara virkilega flott! Mamma hafði staðið í ströngu við að undibúa þetta allt, panta það sem panta þurfti og baka.......Didda bakaði líka þessar fínu lagtertur, það var líka heimabakað flatbrauð og síðan var fermingartertan frá Sandholtsbakaríi. Hún var eins og allt annað, geggjað góð og bara ein sú allra flottasta sem ég hef nokkrusinni séð! Enda er þetta margfaldur meistari í köku og kökuskreytingum er mér sagt.

Ég fékk síðan hjálp við skreytingarnar frá Sirrý og Rós og þetta var bara ofsalega flott hjá þeim!!

Andri var bara ofsalega hamingjusamur með daginn og það var virkilega gaman að hitta alla! Verst að maður hafði ekki nógan tíma til að tala við alla gestina!

Allavega......við erum netlaus (sit á bókasafninu) en það breytist þegar við komum til mömmu á föstudag eða laugardag. Þá get ég sett inn myndir og svoleiðs.

Þangað til...mojn mojn!!

Blogger Template by Blogcrowds