Ísland gamla Ísland...

Já við erum á Íslandi núna...og frumburðurinn orðinn fermdur og allt! Það gekk rosalega vel, athöfnin var bara mjög falleg og mun skemmtilegri en hjá blessuðum karlinum honum Ingiberg í Saurbæ...(hmhm)

Síðan var brunað til Reykjavíkur til að halda veislu sem var bara virkilega flott! Mamma hafði staðið í ströngu við að undibúa þetta allt, panta það sem panta þurfti og baka.......Didda bakaði líka þessar fínu lagtertur, það var líka heimabakað flatbrauð og síðan var fermingartertan frá Sandholtsbakaríi. Hún var eins og allt annað, geggjað góð og bara ein sú allra flottasta sem ég hef nokkrusinni séð! Enda er þetta margfaldur meistari í köku og kökuskreytingum er mér sagt.

Ég fékk síðan hjálp við skreytingarnar frá Sirrý og Rós og þetta var bara ofsalega flott hjá þeim!!

Andri var bara ofsalega hamingjusamur með daginn og það var virkilega gaman að hitta alla! Verst að maður hafði ekki nógan tíma til að tala við alla gestina!

Allavega......við erum netlaus (sit á bókasafninu) en það breytist þegar við komum til mömmu á föstudag eða laugardag. Þá get ég sett inn myndir og svoleiðs.

Þangað til...mojn mojn!!

8 Comments:

  1. Helga Hin said...
    Enn og aftur; til hamingju með fermingarstrákinn! Verst að missa af þessum degi!
    Kærar kveðjur héðan úr Sønderborg.
    Mojn.
    Anonymous said...
    Innilega til hamingju með drenginn.

    kveðja
    Árný
    (scrapbook.is)
    Anonymous said...
    Til hemingju með gaurinn. Ég bíð svo spennt eftir að sjá gestabókina ;)
    Anonymous said...
    Hey Eyvör Páls er í Kolding 17 maí!!!
    Hvar verðum við þá??
    Enn og aftur til hamingju með drenginn....hlakka til að fá að sjá myndir, hlakka til að hitta þig á netinu, hlakka til að fá þig aftur í skólann, hlakka til að fá þig aftur í Sønderborg......já já það er nú svo.
    Mojn
    Þórunn said...
    oh hvað það verður gaman að sjá hana Eyvöru!!! Takk takk fyrir að kaupa miða fyrir mig Hafdís!
    Anonymous said...
    Til hamingju með soninn, meira hvað þessi börn stækka fljótt:-)
    Kveðja af Tanganum, Snjólaug.
    Anonymous said...
    Til hamingju með drenginn þinn Þórunn mín.
    Gaman að sjá þig um daginn.
    Kveðja, Elsa Lára.
    Anonymous said...
    Hlakka til að sjá myndir.
    Segðu mér meira af Eyvöru í Kolding?

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds