Projectið á enda!

Já fyrsta stóra verkefninu lauk í dag með sýningu. Við áttum að búa til heimasíðu fyrir Trapholt, nýlistasafið í Kolding (eins og ég var búin að segja áður) og við sýndum afraksturinn í dag.

Síðurnar voru alveg rosalega ólíkar allar! Sumar algerlega geggjaðar en aðrar ekki eins flottar...en það er auðvitað misjafn smekkur manna ;)

Mér fannst síðan okkar ekkert sérstök, of svört og mínimalísk eitthvað...enda algerlega hönnuð af Raziu, en hún var ekkert ljótust og við fengum bara hrós fyrir hana. Síðan gerði ég svona cover utan um geisladisk og lítinn bækling um verkefnið sem vakti athyggli, enda skrappað ;) Svona kemur fyrri reynsla/áhugamál oft að gagni!! Ég var bara rosalega ánægð með það, en gleymdi því miður að taka myndir, en ég á eftir að gera fleiri fyrir Raz og Henríettu þannig að ég tek myndir þá ;)

Ég ætla að slaka á á morgun, nenni ekki í buisness tíma enda kennarinn ótrúlega leiðinlegur! Gunni kemur svo á morgun, vonandi ekki mjög seint þannig að ég ætla bara að vera heima og slaka á ;)

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Jæja skvís, hvenær ertu væntanleg á klakann? Það bíða nokkrar skvísur spenntar eftir því að sjá þig :) Ef þú verður hérna á meðan það er skóli.
    En annars gangi þér vel.
    Bestu kv. Elsa Lára.
    Anonymous said...
    Ég er alveg sammála með síðurnar þær voru ekkert smá misjafnar. Mér fannst síðan ykkar alveg ágæt, en ég veit að hún hefði verið mikið flottari ef þú hefðir komið þar að. Coverið sem þú gerðir var GEÐVEIKT og hugmyndin góð. Nú er Gunni farinn og ég vona að þið hafið átt frábæran tíma saman.
    Sjáumst fljótega.....mjög fljótlega
    Hafdís
    Anonymous said...
    Til lukku með góð komment á CD hulstirð, það væri gaman að fá að sjá.
    Ég hefði ekkert á móti því að heyra frá þér á meðan þú stoppar uppi en ég skil vel ef ekki því að dagskráin er þétt. Ásdís Helga verður fermd þan 20.mars og geri ég ráð fyrir því að við verðum heima þessa páskana. Njóttu frísisns.
    kv,
    gugga
    Anonymous said...
    Til hamingju með daginn kæra fjölskylda, vonandi hafið þið notið hans í botn og ekki látið fermingar stressið ná tökunum á ykkur :).....já og þú mátt gjarnan knúsa Andra frá okkur.......hvernig kom kertið út á borðinu?
    Anonymous said...
    Gleymdi.....
    Kveðja Hafdís

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds