Feisbúkk hvað!!

Ji hvað það er nú erfitt að loka þessu blessaða blessaða feisi - akkúrat núna langar mig svooo að logga mig inn og tjá mig....kanski líka vegna þess að einhverjar fréttir vekja áhuga minn og mig langar að setja "like" á þær, en það er ekki hægt að gera nema að vera loggaður inn!! Svona er óréttlæti heimsins! Ég ætla ekki að láta undan og logga mig inn þar sem ég get ekki bara látið það vera að fara í þessa hryllilegu leiki sem eru þarna og gjörsama yfirtaka líf mans! Í staðinn ætla ég bara að tjá mig hér...það les þetta hvort eð er enginn - og láta feisið vera!

Það er spurning um að læsa þessu bloggi og kjafta svo bara við sjálfan sig daginn út og inn!!!

Nýtt ár!

Já það er komið nýtt ár og ég er ekki búin að skrifa staf á þessu bloggi, sem eflaust enginn les hvort sem er!

En hvað um það, ég ætla að halda áfram að blogga, svona þegar ég nenni, hvort sem einhver les þetta eða ekki :)

Héðan er allt gott að frétta, í dag ringdi í fyrsta skipti í vetur held ég bara og mikið af snjónum fór, en þó er alveg hellingur eftir! Þetta er búin að vera ansi langur vetur eiginlega en vonandi fer maður að sjá fyrir endann á honum!

Ég lauk skólanum í desember og er núna að leita mér að vinnu..er að vísu farin að vinna nokkra tíma á viku í garnbúðinni hér í bæ, en það er bara þar til annað býðst, nú eða þar til ég flyt eitthvað annað ;)

Ég er búin að vera prjónandi í vetur, set inn myndir af því við tækifæri ;)

Nei það ætti nú hverjum að vera það ljóst að ég er ekki bloggari! Ég hreinlega gleymi því að ég eigi blogg og þar af leiðandi gleymi ég auðvitað að skrifa á það hehehe.

Héðan er samt allt gott að frétta. Nú er ég byrjuð á lokaverkefninu sem ég vinn í félagi við hana Hafdísi og gengur það bara vel. Við eigum að skila 11. desember og síðan útskrifumst við 18. des. ;)

Allir dafna vel og stækka. Hafrún Ása er alveg að detta í að verða 1 árs, Anja er orðn stautlæs á íslensku og Andri var í starfskynningu í Fötex í síðustu viku og var svo ánægður þar að hann sótti um vinnu. Veit ekki hvort þeir ráða hann, en hann má víst ekki vinna meira en 2 klst á viku þar sem hann er of ungur, en þetta kemur í ljós ;)

Sumarfréttir

Það er merkilegt hvað maður er latur að blogga.....eins og mér finnst gaman að tala!

Héðan úr Danaveldi er bara allt gott að frétta. Við erum ekki búin að gera mikið í sumar, annað en það að við Anja brugðum okkur í sirkus á dögunum og skelltum okkur á fílabak. Það var ótrúlega skemmtileg og skelfileg upplifun, skelfileg vegna þess að fílar eru jú frekar stór dýr og maður situr ótrúlega hátt uppi! En gaman að geta krossað þetta af listanum mínum yfir hluti sem maður á að gera fyrir fertugt!! hehehe

From 2009-07-26


Gunni kom til okkar og var í mánuð og naut þess að vera hér í steikjandi hita. Hitabylgjan er sem betur fer í pásu, mér til mikillar ánæju og núna er bara 17 stiga hiti og köflótt rigning með stöku þrumum.
From 2009-08-03Andri byrjaði í 9. bekk í gær en það er sambærilegt við 10. bekk heima. Hann ætlar að taka skólann með trukki og dýfu og stefnir ótrauður á að fara annað hvort í bifvélavirkjun eða eitthvað tölvutengt nám að ári.
From 2009-08-03


Anja byrjaði svo í 0. bekk í dag eða það sem kallast hér børnehaveklasse og er eins og 1. bekkur heima. Hún var mjög ánægð með fyrsta skóladaginn, en kvartaði þó yfir því að "kennarinn hefði ekkert lært henni að lesa"!! eins og hún orðaði það, bara að skrifa nafnið sitt - en þar sem hún var sko löngu búin að læra það, þá fannst henni ekki mikið til þess koma! Hún vonast til þess að morgundagurinn verði lærdómsríkari! ;)
From 2009-08-03

Hafrún Ása er alger rófa! Hún er nú að verða 8 1/2 mánaða, stór og sterk og finnst gott að borða, eins og hún hefur kyn til! Hún er komin með 6 tennur, farin að skríða um allt og tæta, nagar ALLT sem hún nær í og lætur sér ekkert óviðkomandi. Hún er líka farin að standa upp og kalla MAMMA þegar mikið liggur við ;) Hún er mikill grallari og finnst stóru systkyni sín alveg sérdeilis fyndin. Henni finnst gaman hjá dagmömmunni sinni, en var í sumarfríi allan tímann sem Gunni var hér og byrjar aftur á mánudaginn, svona allavega part úr degi.
From 2009-08-03


Ég byrja svo í skólanum 15. ágúst. Þetta er síðasta önnin mín og er ég fyrst í 8 vikna praktík, sem ég tek bara hér heima.....ætla að vinna fyrir Sportveiðiblaðið og hann Jóa sem brýtur blaðið um fyrir þá ;) Gott að láta hann kenna sér áður en ég hirði jobbið af honum!!! hehe

Ég klára svo í desember en hvað maður gerir svo er alveg óráðið. Ég flyt allavega ekki heim á miðju skólaári krakkana, finnst það ekki sniðugt Andra vegna. Ég er aðeins búin að vera að kíkja í kring um mig eftir mastersnámi, svona til að hafa sem plan B ef það verður óbyggilegt á klakanum næstu árin, en enn sem komið hef ég ekkert fundið - ég þarf eiginlega bara að setjast niður og skoða aðeins hvort ég geti ekki sameinað námin mín með einhverjum hætti..... Kanski maður fari bara að kenna eitthvað hönnunar/tölvu/eða eitthvað þegar maður kemur heim? Hver veit? Ég veit allavega að það þýðir lítið fyrir mig að ætla að plana langt fram í tímann, það er alltaf eitthvað sem raskar þeim plönum! LOL

Læt þetta duga í bili, en ég var að setja inn fullt af nýjum myndum í myndaalbúmið mitt. Það er hægt að komast í það með því að nota linkinn efst eða smella á einhverja af myndunum hér fyrir ofan.

Ég var að enda við að horfa á þátt í sjónvarpinu áðan sem fjallaði um ættleiðingar. Þar var alveg hreint ótrúleg frásögn konu sem var ættleidd frá Kóreu fyrir rúmlega 30 árum síðan.

Hún var ættleidd þegar hún var rúmlega 8 mánaða gömul og ólst upp sem einkabarn foreldra sinna hér í Dk. Hún fékk snemma það mikinn áhuga á Kóreu og kóreanskri menningu að hún ákvað að læra málið og heimsækja landið um leið og hún hefði tækifæri til. Hún lýsti því þannig að það hafi alltaf verið þessi sterka þörf sem togaði í hana.

Jæja, hún lærir málið og loks hafði hún tækifæri til að fara í heimsókn í upprunalandið sitt og þar sem hún var nú á annað borð að fara þangað þá ákvað hún að athuga hvort hún fyndi út eitthvað um sína fortíð þar.

Þegar hún kom þangað fékk hún að vita að blóðmóðir hennar var á lífi og hún fékk að heimsækja hana, þar eignaðist hún allt í einu stóra fjölskyldu, 2 eldri systkyni, móður og ömmu!

Þetta var ótrúleg reynsla fyrir hana, en það sem ótrúlegra var að í öll þessi ár hafði móðir hennar í Kóreu leitað hennar! Málið var nefnilega að hún átti að dvelja á barnaheimili þar til foreldrar hennar væru komin yfir einhverja erfiðleika sem þau voru í, hún átti sem sagt bara að vera þar stutt.....þegar mamman kom svo til að sækja hana þá ver búið að gefa hana burt.

Mér finnst ótrúlegt alveg að þær skulu svo hafa hittst rúmlega 30 árum seinna!

Segir manni það sem ég segi alltaf.....það er ekkert til sem heita tilviljanir!

Þannig er nú það......Héðan er annars lítið að frétta, Hafrún Ása er byrjuð hjá dagmömmu sem er algert æði, hún er eina dagmömmubarnið og elskar að fá alla þessa athyggli sem hún fær þar ;) verst er að sonur dagmömmunar sem er 16 mánaða grætur þegar hún fer! Hann skilur ekkert í því að hann meigi ekki bara hafa hana alveg! hehehe
Hún er annars búin að vera lasin greyið síðustu daga, með hita og hor..
Anja er voða glöð í SFO en þau eru að flytja yfir í Sonderskov skólann núna 2 júlí þar sem þau verða svo í framtíðinni, það finnst henni voða spennandi, því þá eru þau með fleirum en bara núlta bekk ;)

Andri er kominn í langþráð frí....núna getur hann hangið í tölvunni allan sólarhringinn!!!......not!!! LOL

Það er búið að vera ótrúlega heitt hér í dag og það er búið að spá yfir 30 stigum næstu daga! úff! Vona að HÁ verði hress fljótt svo við getum farið að skella okkur á ströndina!

bless í bili!

Ji, maður er eiginlega búin að gleyma því hvernig maður bloggar!! Annars er það nú líka kanski vegna þess að ég hef haft mikið að gera frá því ég skrifaði síðast ;)

Sirrý kom í heimsókn til okkar og það var bara yndislgt! Ótrúlega skemmtilegt, og ég lifi eiginlega bara enn á því! Takk Sirrý!!!

Gunni var hér um páskana og það var auðvitað alveg frábært. Hann notar tímann alltaf vel og spillir annars fullkomnu uppeldi hjá mér á ungunum hehehe

Nú man ég hreinlega ekki hvort ég var búin að segja frá því að Anja er hætt í leikskólanum og farin í SFO sem er skólavistin. Lita barnið mitt er semsagt byrjuð í skólanum! Henni finnst það bara gaman og fer með bróður sínum á hverjum morgni þangað. Hún er aldeilis orðin mun stærri en síðast, komin með 2 fullorðinstennur! sem ruku bara upp án þess að barnatennurnar dyttu Hehe, en þær eru farnar núna, önnur var fjarlægð með mínu handafli, en tannlæknirinn tók hina. Anja er ofsalega ánægð með þetta, auðvitað ;)

Hafrún Ása stækkar líka og dafnar vel. Hún veit alveg hvað hún vill...en það er matur!! hehehe hún er algert matargat og grenjar eins og stunginn grís ef hún heldur að grauturinn sé búinn áður en hún er orðin södd! Þessi engill, sem lætur annars aldrei í sér heyra og skiptir ekki skapi öllu jöfnu! Hún er ofsalega róleg og góð, er mikil félagsvera og finnst mjög gaman að spjalla við hvern sem er. Hún hefur mjög gaman af öðrum börnum og finnst þau bara drepfyndin! Hún er líka sjónvarpsáhugakona og horfir ánægð á barnatímann á hverjum degi á meðan undirrituð kannar feisið ;) Best finnst henni þó að borða og ber hún það með sér, með ættarlærin og rass og stækkar og dafnar! Hún er komin með 2 tennur sem hún beitir óspart á allt sem hún nær tökum á ;)
Daman byrjar svo hjá dagmömmu 21. júní. Það verður gaman að sjá hvernig það muni ganga, en ég er viss um að hún mun hafa gott og gaman af því, þar sem hún er ofsaleg félagsvera, alltaf brosandi og glöð :)

Skólinn er alveg að verða búinn hjá mér, bara eftir 1 próf sem verður 15. júní. Ég var í öðru prófi um daginn og fékk 10 fyrir það, er bara svakalega ánægð með það ;)

Mamma er hjá okkur núna, og það er ekkert smá hjálp í því! Það er ekki bara að hún eldi og búi til kjötbollur í frystinn af miklum móð heldur skellir hún í pönnsur þegar við erum að funda hér heima og síðan spilum við 100x á dag!! Fullkomið! ;)

Framundan er svo bara að sleikja sólina hér........ég er búin að panta extra gott sumar! Gunni er svo væntanlegur aftur í júlí og verður vonandi fram í ágúst. Við ætlum ekkert heim í sumar, ætlum frekar að reyna að ferðast eitthvað hér á meginlandinu, ef efni og aðstæður leyfa.

meira síðar..........

Páskar

Ji það eru bara komnir páskar!! Maður fattar ekki hversu hratt tíminn líður.....ætli Hafrún Ása verði bara ekki fermd áður en maður snýr sér við!

Það er búið að vera ansi mikið að gera hér......eða ég tel mér amk trú um það LOL Nóg að gera í skólanum með tilheyrandi verkefnaskilum og svoleiðis ;)

Börnin dafna vel...Andri er að fara í viku til Kaupmannahafnar eftir páska með skólanum sínum. Anja er að verða skólastelpa og byrjar í SFO sem er skólaselið, 1. maí. Hún er voða spennt fyrir þessu öllu saman og stækkar bara með hverjum degi hehehe.

Við tókum hjálpardekkin af hjólinu hennar í gær þannig að nú er henni ekkert að vanbúnaði að fara bara í skóla!

Hafrún Ása stækkar líka ótrúlega... Hún er búin að lengjast um heila 15 cm frá því hún fæddist! Ég veit ekki hvar þetta endar! Hún er loksins loksins farin að taka snuð eins og venjulegt fólk! LOLOL Ég keypti enn eina týpuna af snuði núna í vikunni og viti menn það var einmitt snuðið sem hún var að bíða eftir!! ahahahha nú er hún bara snuddustelpa og heldur henni upp í sér nánast alla nóttina ;)

Gunni er búin að vera hjá okkur frá því í byrjun apríl en hann fer aftur eftir páska... Verst að geta ekki kyrrsett hann bara for good! Það er spurning um að hlekkja hann við eldavélina!

Ég var annars að henda inn nokkrum nýjum myndum inn í albúmið ef þið viljið kíkja Anna Leif og Rós ;) ;) ;)

Biðjum að helisa í snjóinn!

Blogger Template by Blogcrowds