Ótrúleg frásögn!

Ég var að enda við að horfa á þátt í sjónvarpinu áðan sem fjallaði um ættleiðingar. Þar var alveg hreint ótrúleg frásögn konu sem var ættleidd frá Kóreu fyrir rúmlega 30 árum síðan.

Hún var ættleidd þegar hún var rúmlega 8 mánaða gömul og ólst upp sem einkabarn foreldra sinna hér í Dk. Hún fékk snemma það mikinn áhuga á Kóreu og kóreanskri menningu að hún ákvað að læra málið og heimsækja landið um leið og hún hefði tækifæri til. Hún lýsti því þannig að það hafi alltaf verið þessi sterka þörf sem togaði í hana.

Jæja, hún lærir málið og loks hafði hún tækifæri til að fara í heimsókn í upprunalandið sitt og þar sem hún var nú á annað borð að fara þangað þá ákvað hún að athuga hvort hún fyndi út eitthvað um sína fortíð þar.

Þegar hún kom þangað fékk hún að vita að blóðmóðir hennar var á lífi og hún fékk að heimsækja hana, þar eignaðist hún allt í einu stóra fjölskyldu, 2 eldri systkyni, móður og ömmu!

Þetta var ótrúleg reynsla fyrir hana, en það sem ótrúlegra var að í öll þessi ár hafði móðir hennar í Kóreu leitað hennar! Málið var nefnilega að hún átti að dvelja á barnaheimili þar til foreldrar hennar væru komin yfir einhverja erfiðleika sem þau voru í, hún átti sem sagt bara að vera þar stutt.....þegar mamman kom svo til að sækja hana þá ver búið að gefa hana burt.

Mér finnst ótrúlegt alveg að þær skulu svo hafa hittst rúmlega 30 árum seinna!

Segir manni það sem ég segi alltaf.....það er ekkert til sem heita tilviljanir!

Þannig er nú það......Héðan er annars lítið að frétta, Hafrún Ása er byrjuð hjá dagmömmu sem er algert æði, hún er eina dagmömmubarnið og elskar að fá alla þessa athyggli sem hún fær þar ;) verst er að sonur dagmömmunar sem er 16 mánaða grætur þegar hún fer! Hann skilur ekkert í því að hann meigi ekki bara hafa hana alveg! hehehe
Hún er annars búin að vera lasin greyið síðustu daga, með hita og hor..
Anja er voða glöð í SFO en þau eru að flytja yfir í Sonderskov skólann núna 2 júlí þar sem þau verða svo í framtíðinni, það finnst henni voða spennandi, því þá eru þau með fleirum en bara núlta bekk ;)

Andri er kominn í langþráð frí....núna getur hann hangið í tölvunni allan sólarhringinn!!!......not!!! LOL

Það er búið að vera ótrúlega heitt hér í dag og það er búið að spá yfir 30 stigum næstu daga! úff! Vona að HÁ verði hress fljótt svo við getum farið að skella okkur á ströndina!

bless í bili!

4 Comments:

  1. Helga Hin said...
    Vá! ótrúleg saga. Hefði verið til í að sjá þennan þátt.
    Anonymous said...
    Hreint ótrúleg en fallegt til þess að hugsa að þær hafi svo á endanum hittst. Eins gott að þjálfa sig í því að hlusta á sína innri rödd. Ekki ósjaldan að maður sussar hana niður og þikist beita skinseminni.

    mikið óskaplega er orðið langt síðan ég leit hér inn hjá þér vinkona. ég ætla að lesa nokkrar fleirri færslur og fara svo aftur að vinna ;D

    kv,
    gugga
    Anonymous said...
    HÆ hæ Þórunn

    Þetta finnst mér alveg mögnuð saga. Að hún skuli geta fundið blóðmóður, hitt hana og það sem meira er talað við hana á kóresku. Skrítið örugglega að fá svo að heyra að hún hafi bara átt að vera á barnaheimilinu tímabundið.
    Bestu kveðjur
    Sigrún
    Þórunn said...
    já, maður getur eiginlega bara sagt að rauður þráður tengir þá sem eiga að hittast! eins og talað er um í kínversku spakmæli.

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds