Ji, maður er eiginlega búin að gleyma því hvernig maður bloggar!! Annars er það nú líka kanski vegna þess að ég hef haft mikið að gera frá því ég skrifaði síðast ;)

Sirrý kom í heimsókn til okkar og það var bara yndislgt! Ótrúlega skemmtilegt, og ég lifi eiginlega bara enn á því! Takk Sirrý!!!

Gunni var hér um páskana og það var auðvitað alveg frábært. Hann notar tímann alltaf vel og spillir annars fullkomnu uppeldi hjá mér á ungunum hehehe

Nú man ég hreinlega ekki hvort ég var búin að segja frá því að Anja er hætt í leikskólanum og farin í SFO sem er skólavistin. Lita barnið mitt er semsagt byrjuð í skólanum! Henni finnst það bara gaman og fer með bróður sínum á hverjum morgni þangað. Hún er aldeilis orðin mun stærri en síðast, komin með 2 fullorðinstennur! sem ruku bara upp án þess að barnatennurnar dyttu Hehe, en þær eru farnar núna, önnur var fjarlægð með mínu handafli, en tannlæknirinn tók hina. Anja er ofsalega ánægð með þetta, auðvitað ;)

Hafrún Ása stækkar líka og dafnar vel. Hún veit alveg hvað hún vill...en það er matur!! hehehe hún er algert matargat og grenjar eins og stunginn grís ef hún heldur að grauturinn sé búinn áður en hún er orðin södd! Þessi engill, sem lætur annars aldrei í sér heyra og skiptir ekki skapi öllu jöfnu! Hún er ofsalega róleg og góð, er mikil félagsvera og finnst mjög gaman að spjalla við hvern sem er. Hún hefur mjög gaman af öðrum börnum og finnst þau bara drepfyndin! Hún er líka sjónvarpsáhugakona og horfir ánægð á barnatímann á hverjum degi á meðan undirrituð kannar feisið ;) Best finnst henni þó að borða og ber hún það með sér, með ættarlærin og rass og stækkar og dafnar! Hún er komin með 2 tennur sem hún beitir óspart á allt sem hún nær tökum á ;)
Daman byrjar svo hjá dagmömmu 21. júní. Það verður gaman að sjá hvernig það muni ganga, en ég er viss um að hún mun hafa gott og gaman af því, þar sem hún er ofsaleg félagsvera, alltaf brosandi og glöð :)

Skólinn er alveg að verða búinn hjá mér, bara eftir 1 próf sem verður 15. júní. Ég var í öðru prófi um daginn og fékk 10 fyrir það, er bara svakalega ánægð með það ;)

Mamma er hjá okkur núna, og það er ekkert smá hjálp í því! Það er ekki bara að hún eldi og búi til kjötbollur í frystinn af miklum móð heldur skellir hún í pönnsur þegar við erum að funda hér heima og síðan spilum við 100x á dag!! Fullkomið! ;)

Framundan er svo bara að sleikja sólina hér........ég er búin að panta extra gott sumar! Gunni er svo væntanlegur aftur í júlí og verður vonandi fram í ágúst. Við ætlum ekkert heim í sumar, ætlum frekar að reyna að ferðast eitthvað hér á meginlandinu, ef efni og aðstæður leyfa.

meira síðar..........

1 Comment:

  1. Anonymous said...
    SÆTU SÆTU!
    Knús Rós

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds