Páskar

Ji það eru bara komnir páskar!! Maður fattar ekki hversu hratt tíminn líður.....ætli Hafrún Ása verði bara ekki fermd áður en maður snýr sér við!

Það er búið að vera ansi mikið að gera hér......eða ég tel mér amk trú um það LOL Nóg að gera í skólanum með tilheyrandi verkefnaskilum og svoleiðis ;)

Börnin dafna vel...Andri er að fara í viku til Kaupmannahafnar eftir páska með skólanum sínum. Anja er að verða skólastelpa og byrjar í SFO sem er skólaselið, 1. maí. Hún er voða spennt fyrir þessu öllu saman og stækkar bara með hverjum degi hehehe.

Við tókum hjálpardekkin af hjólinu hennar í gær þannig að nú er henni ekkert að vanbúnaði að fara bara í skóla!

Hafrún Ása stækkar líka ótrúlega... Hún er búin að lengjast um heila 15 cm frá því hún fæddist! Ég veit ekki hvar þetta endar! Hún er loksins loksins farin að taka snuð eins og venjulegt fólk! LOLOL Ég keypti enn eina týpuna af snuði núna í vikunni og viti menn það var einmitt snuðið sem hún var að bíða eftir!! ahahahha nú er hún bara snuddustelpa og heldur henni upp í sér nánast alla nóttina ;)

Gunni er búin að vera hjá okkur frá því í byrjun apríl en hann fer aftur eftir páska... Verst að geta ekki kyrrsett hann bara for good! Það er spurning um að hlekkja hann við eldavélina!

Ég var annars að henda inn nokkrum nýjum myndum inn í albúmið ef þið viljið kíkja Anna Leif og Rós ;) ;) ;)

Biðjum að helisa í snjóinn!

4 Comments:

  1. Anonymous said...
    kíkji á það og....... takk fyrir að blogga.
    knús Rós
    Anna Leif said...
    Hæ sæta, loksins að gefa mér tíma til að kíkja. Komið þið heim í sumar?
    Anna Leif said...
    Hehe, var að skoða myndirnar... svakalega er hún lík bróður sínum hún Hafrún Ása!! Hún er greinilega steypt í sama mót og hann lol.
    Og ég sé hvað hún Anja hefur stækkað, hún er svo myndarleg við eldavélina... kannski hún bjóði mér einhverntíman í mat?! Ég bið að heilsa, knús...
    Anonymous said...
    hey Thorunn
    Den vest er en opskrift fra Island ìstex med garn fra Àlafoss Lopi men den havde ikki hjerte mønster det har jeg selv lavet og jeg har brukt færøesk garn
    Hilsen Ann Pauladóttir

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds