Já fyrsta stóra verkefninu lauk í dag með sýningu. Við áttum að búa til heimasíðu fyrir Trapholt, nýlistasafið í Kolding (eins og ég var búin að segja áður) og við sýndum afraksturinn í dag.

Síðurnar voru alveg rosalega ólíkar allar! Sumar algerlega geggjaðar en aðrar ekki eins flottar...en það er auðvitað misjafn smekkur manna ;)

Mér fannst síðan okkar ekkert sérstök, of svört og mínimalísk eitthvað...enda algerlega hönnuð af Raziu, en hún var ekkert ljótust og við fengum bara hrós fyrir hana. Síðan gerði ég svona cover utan um geisladisk og lítinn bækling um verkefnið sem vakti athyggli, enda skrappað ;) Svona kemur fyrri reynsla/áhugamál oft að gagni!! Ég var bara rosalega ánægð með það, en gleymdi því miður að taka myndir, en ég á eftir að gera fleiri fyrir Raz og Henríettu þannig að ég tek myndir þá ;)

Ég ætla að slaka á á morgun, nenni ekki í buisness tíma enda kennarinn ótrúlega leiðinlegur! Gunni kemur svo á morgun, vonandi ekki mjög seint þannig að ég ætla bara að vera heima og slaka á ;)

Á heimleið!!

Já ég er búin að kaupa miða heim! Ji hvað það er eitthvað skrýtið! Nú erum við búin að vera hér í rúma 7 mánuði og ef maður pælir í því þá er í raun ekki svo langur tími eftir af þessum 2mur árum sem ég ætlaði að vera!

En þá er það planið.......mig langar auðvitað að hitta alla...en það er kanski ekki alltaf hægt en þið í Kínahóp..........eruð þið á lausu í Graut einhverstaðar frá 14 - 20. mars? að vísu er 16 upptekin ;) Svo er það rauðvísnskúbburinn...sem kanski er búin að henda mér út..þar sem ég er hvorki á landinu...né að vinna í Brekkó...en mig virkilega langar að hitta ykkur!!......og þá eru það Þoturnar..eða þær sem eru eftir af þeim.......eruð þið á lausu þessa viku? Úff þetta er frekar erfitt þar sem ég er frekar spontanp manneskja!!!

Já það má segja að á þessum bæ sé mikið að gera! Á föstudaginn vorum við með kynningu á fyrsta hópverkefninu sem fjallaði um klúbba í Sonderborg og völdum við að kynna kafaraklúbbinn hér. Við tókum viðtal við Leif hennar Hafdísar og síðan kennara í klúbbnum, bjuggum til heimasíðuskissu...semsagt hvernig við mundum vilja gera síðu fyrir klúbbinn, skrifuðum ritgerð og vorum með powerpoint kynningu. Það er skemmst frá því að segja að við slóum í gegn, fengum 5 stig af 6 mögulegum!! Já við rokkum hér !!

Núna erum í Project viku sem þýðir það að við erum ekki í neinum tímum, bara í verkefnavinnu í hópum. Ég er í hóp með henni Henríettu, stelpu sem býr hér skammt frá og var með mér í síðasta verkefni og Raziu stelpu frá Kenýa... Við eigum að búa til heimasíðu fyrir Trapholt, nýlistasafn sem er í Kolding. Þetta er búið að vera frekar erfitt.....Razia blessunin rúllar yfir okkur Henríettu og er eiginlega búin að gera allt. Það sem hún hefur ekki gert sjálf hefur hún ákveðið hvernig á að gera og tékkar á því hvort við séum ekki alveg örugglega að gera eins og hún vill!!!

Úff, ég dreg bara djúpt andann og hugsa það eitt að lifa verkefnið af! Þetta gæti verið verri hópur, til dæmis gæti ég verið með henni Katju frá Finnlandi sem mætir ekki, Uyi frá Nígeriu sem talar svo hörmulega ensku að það er engin leið að skilja hann eða honum Robert frá Eistlandi sem er alvarlega sækó og vinnur ekki í hóp nema fá borgað fyrir það!!

já eigum við ekki bara að segja að ég sé í frábærum hópi!! bara verst að heimasíðan okkar er eiginlega ljót!.....æ næsta verkefni verður bara flottara...maður getur víst ekki alltaf verið hæstur LOLOLOL

Jæja saumó er að byrja hjá mér....bæjó!

verkefni 2

Já ég er á fullu í skólanum. Það er alveg ótrúlega gaman, nema í Buisness tímum.....ég meina af hverju að læra það??? Ég veit ekki betur en viðskiptafræðingar sjái um þann hlut!!!!
En allavega...Ég var að klára annað skilaverkefnið mitt fyrir design tímann...auglýsingu fyrir Danska Heilbrigðisráðuneytið og ég er bara mjög sátt við útkomuna.


Við fengum sem sagt það verkefni að hanna auglýsingu með þessu slagorði "An apple a day keeps the doctor away" fyrri danska heilbriðgiðseftirlitið og þetta er mín útfærsal. Við máttum bara nota svartan, hvítan, rauðan og bláan lit og urðum að taka tillit til ýmissa hönnunarþátta eins og andstæðna og svoleiðis. Síðan varð myndin að lýsa einhverri sögu.
Við Hafdís ákváðum að vinna þetta saman..en okkar útfærslur eru samt alveg rosalega ólíkar. Ég ætlaði að hafa svona lækni á mínu plakati, sem væri að ganga út...vegna þess að hann hefði ekkert að gera...en ég fann enga mynd sem hæfði því og Hafdís benti mér á þessa hugmynd...af gamla manninum sem er búin að lifa svo mörg ár hraustur vegna þess að hann hefði borðað svo mörg epli...Mér finnst það bara brill hugmynd!! (takk Hafdís!) og þannig er sem sagt plakatið mitt ;)
Það er mjög gaman að sjá hvað aðrir eru búinir að gera, við erum öll með svoooo ólíkt, þrátt fyrir að vera að vinna út frá sömu hugmynd!
Það er bara gaman að þessu ;)
Annars hitti ég hann Martin í kvöld, hann er í gamla bekknum mínum...og hann langaði svoo í þennan skóla sem ég er í núna. Ég benti honum á að það væri laust í bílnum hjá okkur ef hann langaði að skipta í haust...en hann er algerlega að klepra á þessu þarna niðurfrá......skil hann vel, enda óumræðanlega leiðinlegt að þurfa að sitja í tímum hjá Peter nasista á hverjum degi!!!

Nei mér leiðist ekkert.......ég vissi bara ekkert hvað ég átti að kalla þessa færslu!

Það er rosalega gaman í skólanum.....en stundum svolítið erfitt að halda sér vakandi! Við mæðgur vöknum á alveg svakalega ókristilegum tíma! Klukkan mín hringir 5:45 og ég vek Önju svona ca 10 mínútur yfir 6. Við erum svo heppnar að vera ekki morgunfúlar! Annars mundi þetta ekki ganga svona vel. Við erum svo komnar á leikskólann svona korter fyrir 7.

Það tekur rúman klukkutíma...ja eiginlega einn og hálfan að keyra til Kolding, amk svona í morgunumferðinni sem er oft þung.

Skólinn minn er við hliðina á Kolding Storcenter...sem er moll eins og nafnið bendir til, og við erum búnar að kíkja þangað 2x síðan skólinn byrjaði ;) (frekar leiðinlegt sko!!) Ég verslaði mér nýja pönnukökupönnu þar sem mín er óþolandi ómöguleg og að auki hjá Helgu...Það voru pönnur á tilboði í tilefni pönnukökudagsins sem var þann 4. feb minnir mig. Þetta er fínasta tefflon panna og nú get ég bakað þessar fullkomnu pönnukökur þrátt fyrir að vera alger eldhúsauli! Ég prufukeyrði hana áðan og þær voru bara góðar!

Annars er svosem ekki margt að frétta héðan, annað en það að hún Hafdís vinkona mín á 24 ára afmæli í dag (við erum sko jafn gamlar!) og í tilefni af því bauð ég henni upp á kaffi í skólanum ;) Seinna ætla ég að bjóða henni í lifrarpylsu...sem hún fær að vísu að elda sjálf, en hún á bæði fleiri diska en ég og auk þess uppþvottavél! Ég á enþá bara 4 diska og býð bara Valeyju í mat LOL

Jæja best að hætta þessu röfli og elda grjónagraut.

Nú er kominn febrúar...þá get ég hætt að bíða eftir því að hann birtist! Ég er byrjuð í skólanu...get líka hætt að bíða eftir því!! LOL og Gunni er kominn og farinn aftur...þarf bara að bíða eftir því að hann komi aftur í lok mánaðarins ;)

Sem sagt allt í góðum gír hér á bæ. Ég er sem sagt byrjuð í skólanum og mér líst mjög vel á hann. Ég er einmitt að fara að mana mig upp í að gera fyrsta verkefnið, sem á að vera myndræn kynning á mér...má ekki nota nein orð en þarf að koma fram hver ég sé, hver mín áhugamál séu og svoleiðis...ég ætla auðvitað að skrappa þetta, en framsetning er algerlega frjáls.

Ég hef ekki fundið fleiri kakkalakka í bili, reyndi að ná í meyndýraeyði en það var búið að loka á skrifstofunni hjá SAB þegar ég hringdi, reyni aftur á mánudaginn. Ég hef þó ekki stórar áhyggur á að þeir hafi náð að fjölga sér því ég er orðn sérfróð um fjölgun kakkalakka eftir að hafa legið yfir netinu í upplýsingaleit! Kvendýrin ganga nefnilega með eggin í 18 daga, eða þar til þau klekjast út við 30°C. Ef það er kaldara þá gengur hún með lengur...sem sagt frekar ólíklegt. En allur er varinn góður og ég ætla að tala við meyndýraeyði samt.

Hvernig er það annars, er einhver sem les þetta blogg? Hvernig væri að kvitta af og til? Þið þurfið ekkert að skrifa neina ritgerð, bara segja hæ...ég hef gaman að því að sjá hvort hér sé eitthvert líf ;)

bless í bili!

Blogger Template by Blogcrowds