verkefni 2

Já ég er á fullu í skólanum. Það er alveg ótrúlega gaman, nema í Buisness tímum.....ég meina af hverju að læra það??? Ég veit ekki betur en viðskiptafræðingar sjái um þann hlut!!!!
En allavega...Ég var að klára annað skilaverkefnið mitt fyrir design tímann...auglýsingu fyrir Danska Heilbrigðisráðuneytið og ég er bara mjög sátt við útkomuna.


Við fengum sem sagt það verkefni að hanna auglýsingu með þessu slagorði "An apple a day keeps the doctor away" fyrri danska heilbriðgiðseftirlitið og þetta er mín útfærsal. Við máttum bara nota svartan, hvítan, rauðan og bláan lit og urðum að taka tillit til ýmissa hönnunarþátta eins og andstæðna og svoleiðis. Síðan varð myndin að lýsa einhverri sögu.
Við Hafdís ákváðum að vinna þetta saman..en okkar útfærslur eru samt alveg rosalega ólíkar. Ég ætlaði að hafa svona lækni á mínu plakati, sem væri að ganga út...vegna þess að hann hefði ekkert að gera...en ég fann enga mynd sem hæfði því og Hafdís benti mér á þessa hugmynd...af gamla manninum sem er búin að lifa svo mörg ár hraustur vegna þess að hann hefði borðað svo mörg epli...Mér finnst það bara brill hugmynd!! (takk Hafdís!) og þannig er sem sagt plakatið mitt ;)
Það er mjög gaman að sjá hvað aðrir eru búinir að gera, við erum öll með svoooo ólíkt, þrátt fyrir að vera að vinna út frá sömu hugmynd!
Það er bara gaman að þessu ;)
Annars hitti ég hann Martin í kvöld, hann er í gamla bekknum mínum...og hann langaði svoo í þennan skóla sem ég er í núna. Ég benti honum á að það væri laust í bílnum hjá okkur ef hann langaði að skipta í haust...en hann er algerlega að klepra á þessu þarna niðurfrá......skil hann vel, enda óumræðanlega leiðinlegt að þurfa að sitja í tímum hjá Peter nasista á hverjum degi!!!

9 Comments:

  1. Anonymous said...
    Þetta er flott hjá þér! Mamy!
    Anonymous said...
    cool!
    Kv Rós
    Hafdís Sig said...
    He he já það var sko ekkert, gott að getað aðstoðað, fæ sko alveg hjálp frá þér líka :)
    Flott hjá þér plaggatið, tókst vel til.
    Sí jú verrí sún....nammmi nammi namm segi ég nú bara við tilhugsunina um það sem við ætlum að borða ;)
    Hafdís skólaskvísa.
    Þórunn said...
    ummmmm sleeeeffffff!!!!! klukkutími eftir enn!!
    Anonymous said...
    töff plakat! Væri líka gaman að sjá hin! :)

    kveðja
    Eva Björk
    Anonymous said...
    Flott hjá þér.
    Hlakka til að sjá þig á þorrablóti Brekkubæjarskóla í kvöld!
    Arnbjörg
    Anonymous said...
    kjánaspurning.. en ertu í því sama og Helga systir þín eða ertu í grafískri hönnun??

    mér þætti gaman að sjá það sem þú ert búin að gera..
    Þórunn said...
    Það er von þú spyrjir Sigga ;) Ég er hætt í forrituninni og fór yfir í margmiðlunarhönnun. Enn sem komið er er ég bara búin með 2 skilaverkefni, það er þessi auglýsing og síðan er síða sem ég skrappaði og hún er á skrappblogginu mínu...tengillinn er þarna efst.
    Ég mun síðan setja inn hér þau verkefni sem við erum að vinna að hverju sinni ;)
    Anonymous said...
    Mér finst hann ekki horfa nógu miklum girndar augum á eplin gamli maðurinn, eginlega eins og hann sé búinn að fá upp í háls af eplum ;) eða kvekkst e á þessu epla áti.
    En eitt epli á dag kemur skapinu í lag. Ætli það sé ekki frekar appeldsína hjá þér Tóta min amk minnir appeldsínulikt mig ma á þig.
    kv,
    Gugga

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds