Mikið að gera hér!

Já það má segja að á þessum bæ sé mikið að gera! Á föstudaginn vorum við með kynningu á fyrsta hópverkefninu sem fjallaði um klúbba í Sonderborg og völdum við að kynna kafaraklúbbinn hér. Við tókum viðtal við Leif hennar Hafdísar og síðan kennara í klúbbnum, bjuggum til heimasíðuskissu...semsagt hvernig við mundum vilja gera síðu fyrir klúbbinn, skrifuðum ritgerð og vorum með powerpoint kynningu. Það er skemmst frá því að segja að við slóum í gegn, fengum 5 stig af 6 mögulegum!! Já við rokkum hér !!

Núna erum í Project viku sem þýðir það að við erum ekki í neinum tímum, bara í verkefnavinnu í hópum. Ég er í hóp með henni Henríettu, stelpu sem býr hér skammt frá og var með mér í síðasta verkefni og Raziu stelpu frá Kenýa... Við eigum að búa til heimasíðu fyrir Trapholt, nýlistasafn sem er í Kolding. Þetta er búið að vera frekar erfitt.....Razia blessunin rúllar yfir okkur Henríettu og er eiginlega búin að gera allt. Það sem hún hefur ekki gert sjálf hefur hún ákveðið hvernig á að gera og tékkar á því hvort við séum ekki alveg örugglega að gera eins og hún vill!!!

Úff, ég dreg bara djúpt andann og hugsa það eitt að lifa verkefnið af! Þetta gæti verið verri hópur, til dæmis gæti ég verið með henni Katju frá Finnlandi sem mætir ekki, Uyi frá Nígeriu sem talar svo hörmulega ensku að það er engin leið að skilja hann eða honum Robert frá Eistlandi sem er alvarlega sækó og vinnur ekki í hóp nema fá borgað fyrir það!!

já eigum við ekki bara að segja að ég sé í frábærum hópi!! bara verst að heimasíðan okkar er eiginlega ljót!.....æ næsta verkefni verður bara flottara...maður getur víst ekki alltaf verið hæstur LOLOLOL

Jæja saumó er að byrja hjá mér....bæjó!

6 Comments:

  1. Anonymous said...
    Ó já! Þið rokkið :D
    Anonymous said...
    .. gleymdi að skrifa hver væri að skrifa kommentið.

    Það er allavega frá þinni bestu uppáhalds skemmtilegustu vinkonu þinni í Kolding :D
    Anonymous said...
    Já ég sé að þetta á greinilega við þig það sem þú ert að gera í skólanum
    - gangi þér vel og láttu þessa Raziu ekki vera að fara í taugarnar á þér - það tekur því ekki!!!!Mamy!
    Anonymous said...
    Hahahah já þó þú sért nú ekki beint heppin með hóp gætir þú sko verið óheppnari!!!! Þetta er rétta sjónarmiðið.
    Áfram við, við rúllum þessum skóla upp.
    Kveðja Hafdís sem er vínkona þín, nágranni þinn, skólafélagi þinn, ferðafélagi þinn....já og bara best!
    Þórunn said...
    haha, já þetta hljómar svo vel... ég er að verða græn :)
    kv. Valey
    Þórunn said...
    Já Valey, mér finnst að þú eigir bara að skella þér með okkur!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds