Hérna er steik dag eftir dag, hiti, en ekki allt í streik, en fjölskyldan "öll" hefur það fínt. Fórum að kanna stöðuna í morgun og þá kom sannleikurinn í ljós, þetta erlíklegast dama, en hún var nú frekar feimin að sýna sig þannig að ljósan var ekki 100%.

Engin hafi spáð þessu fyrir í fjölskyldunni. (nema Þórunn, Anja, Stella, Sirrý og einhverjar fleiri!! nema Dísa...hún segir að þetta sé strákur ;) ) Allt leit nú annars vel út, öll líffæri á sínum stað og fínn hjartsláttur ;)


Við fórum á ströndina í gær og fyrrdag en þar hellingur af sólþystum Dönum og einn og einn Íslendingur, jafn hvítir og sandurinn, allavega Andri og Palli.

Við erum að undirbúa afmælið fyrir dömuna sem verður á miðvikudaginn en það gengur rólega. Það er ekkert byrjað á því vegna hitabylgju sem gengur yfir svæðið. Líklega verður afmælið haldið undan dyra, til að losna sem fyrst við gestina. Enda mikið af flugum úti í garðinn. ;)
kveðja
Gunni!

Það er ótrúlegt en satt að stelpuskottið mitt er 5 ára í dag! Skrýtið hvað tíminn er fljótur að líða og á næsta ári fer hún í skóla......ómæ...ég er ekki alveg viss um að mömmuhjartað sé tilbúin í svoleiðis stökk.... Það er sko nógu erfitt að sjá á eftir henni á leikskólann!

Við áttum annars bara mjög notalegan dag, við mæðginin. Stefnan var tekin á dótabúiðin þar sem Anja ætlaði að gefa mér hugmyndir að góðum afmælisgjöfum í tilefni dagsins...en við vorum búin að ákveða að geyma veisluna þar til amma og pabbi koma í lok mánaðarins...

Það var ótrúlega margt sem heillaði unga (stóra) dömu í BR alls kyns barbí dót, hestar, legó og föndur....hún fann meira að segja verkfærasett sem henni leist mjög vel á ;)

Síðan fór hún með bróður sínum útúr búðinni, hún þurfti á klóið en svo áttu þau að fá sér ís...og á meðan átti ég að kaupa gjöf og láta pakka henni inn...

Í því sem ég var að ákveða hvað væri nú best, rak ég augun í að leikjatölvan sem hún er alltaf að skoða var á tilboði og þar sem ég er nú tæknilega sinnuð mamma, og tölvan er kennslumiðuð (kennir bæði að lesa og reikna) þá auðvitað skellti ég mér á hana!

Þegar ég var að borga komu systkinin, Anja ósátt við að fara að fá sér ís, vildi aðeins sýna mér eitthvað fleira og var víst komin með einhverja bakþanka um hvað hana langaði í...en Andri vildi ekki hleypa henni inn hvað sem tautaði og raulaði....LOL... Það getur verið erfitt að meiga velja sér afmælisgjör!!

Hún var þó meir en lítið ánægð þegar hún sá hvað hún fékk....og benti mér á að allt hitt sem hún hefði talið upp gæti bara komið í næsta afmæli! LOLOL

Má ég kynna...

Bumbukríli Bender 12 vikna ;)




Já ég komst loksins í það að setja þessa mynd á netið ;)Ætla að skrappa hana seinna, kanski bara seinna í kvöld ;)

Það er annars búið að vera mikið að gera, fór með Palla og börnunum á ströndina við Flensburg á laugardag og það var bara æðislegt! Ströndin þarna er geggjuð, fullkomin fyrir kríli að sulla í. Bara sandur og grynningar og auðvelt fyrir þau að vaða og sulla ein. Síðan eru leiktæki þarna líka, bara svona eins og á róló ;)

Fyrirsætubros í Þýskalandi


Síðan á sunnudaginn komu Sólveig, Halli, Una, Hrafn og Helga Lan í heimsókn og gistu hjá okkur eina nótt. Það var bara algert æði að fá þau!! Ég hef ekki hitt þau í heilt ár og það var svo gaman hvað stelpurnar náðu fljótt saman og léku sér strax mikið! Þær eru algerar snúllur....leiddust um allt og voru svo sætar ;)

Á laugardagskvöldið fórum við að borða á Mongolian Barbiecue....nema hvað og maturinn það var auðvitað góður....eins og alltaf!! Síðan á sunnudaginn skruppum við í mylluna úti í Dybbøl í smá skoðunarferð. Það var mjög gaman, en ég held að stelpurnar hafi nú verið þær áhugasömustu á svæðinu!! Sáu styttur og myndir af fullt af dauðum hermönnum, nú eða deyjandi LOL og þær þurftu að fá að vita allt um málið!!



Algerar snúllur!


Við skruppum svo í bæinn á eftir, aðeins að kíkja á útsölur og auðvitað vatt ég mér inn í H&M... þurfti sko aðeins að kíkja á óléttuföt LOL á meðan ég var að skoða var Anja afskaplega upptekin í ungbarnadeildinni, ég hélt að hún væri bara að skoða...en hún kom með fangið fullt af kjólum, örugglega eina 5 og pínu litla bleika Hello Kittý skó........Mamma, við verðum að kaupa þetta fyrir litla barnið!! sko...þetta passar alveg!! Hún var mjög ákveðin, og benti mér á að þetta væri sko allt með rauðum miða, sem sagt á útsölu!! LOL ÉG sagði henni að þetta mundi nú ekki passa mjög vel ef barnið væri nú strákur..... Mamma, þetta ER stelpa, ég er ALVEG viss!!! LOLOL Já hún er sko ekkert að hika LOL Eins gott að hún verði ekki fyrir vonbrigðum þegar við fáum krílið loksins í hendurnar hehehe.

Það er eins og venjulega fleiri myndir í albúminu ;)

Það er búið að vera geggjað veður hér í dag! Ég veit ekki hversu mikill hiti var en það var sem betur fer nokkuð hvasst þannig að það var alveg bærilegt ;)

Helga bauð okkur mæðgum með á ströndina í Skovby og það var alveg geggjað! Hún er svoo flott, sandurinn æði og sjórinn líka ;) Önjuskottinu var að vísu fljótt kalt, enda ekki eins vel einangruð og mamman, en hún skemmti sér konunglega og vill fara næstu 3 daga aftur...segir hún LOLOL Vonandi verður veðrið áfram svona gott þannig að við komumst meira á ströndina ;)

Annars er ég búin að finna það út að það eru nú fleiri leiðir að njóta góða veðursins en að fara út ;) Ég settist upp í gluggann hjá mér í svefnherberginu í gær og las í dágóða stund...eða þar til hitinn var orðinn óbærilegur...þá skellti ég mér bara í sólbað í rúminu ;) Það er bara geggjað að geta sameinað þetta svona....ég meina spáið í það.....ég get verið í sólbaði á náttfötunum!!


Önju fannst rétt að ég notaði sólarvörn!

Annars lenti ég í skemmtilegu atviki hér í dag þar sem við Anja biðum fyrir utan blokkina að bíða eftir Helgu... Ég tók eftir því að það stóðu 2 konur með kínverska dömu hinu megin við ljósin og auðvitað horfði ég og dáðist að stelpunni ;) Helga kom svo rétt í sama mund og þær voru að ganga fram hjá mér og hún kallar eitthvað til mín að hún ætli að beyja á ljósunum og leggja bara í stæði við blokkina þannig að við Anja snérum við og löbbuðum á eftir konunum... Þá snéri önnur þeirra sér við og sagði, ertu ekki Þórunn? LOLOL ég var nátturulega eins og rati eins ómannglögg og ég er...en kannaðist við barnið!! Þá voru þarna á ferð Helga og Stella Tong ;) sem var með okkur á námskeiði 3 hjá IÆ minnir mig ;) Já þetta er lítill heimur!

Blogger Template by Blogcrowds