Lífið í Sonderborg.

Hérna er steik dag eftir dag, hiti, en ekki allt í streik, en fjölskyldan "öll" hefur það fínt. Fórum að kanna stöðuna í morgun og þá kom sannleikurinn í ljós, þetta erlíklegast dama, en hún var nú frekar feimin að sýna sig þannig að ljósan var ekki 100%.

Engin hafi spáð þessu fyrir í fjölskyldunni. (nema Þórunn, Anja, Stella, Sirrý og einhverjar fleiri!! nema Dísa...hún segir að þetta sé strákur ;) ) Allt leit nú annars vel út, öll líffæri á sínum stað og fínn hjartsláttur ;)


Við fórum á ströndina í gær og fyrrdag en þar hellingur af sólþystum Dönum og einn og einn Íslendingur, jafn hvítir og sandurinn, allavega Andri og Palli.

Við erum að undirbúa afmælið fyrir dömuna sem verður á miðvikudaginn en það gengur rólega. Það er ekkert byrjað á því vegna hitabylgju sem gengur yfir svæðið. Líklega verður afmælið haldið undan dyra, til að losna sem fyrst við gestina. Enda mikið af flugum úti í garðinn. ;)
kveðja
Gunni!

7 Comments:

  1. Anonymous said...
    Takk fyrir síðast - komin heim í heiðardalinn eða næstum!!!!!Mamy!
    Þórunn said...
    Sömuleiðis takk!! Biðjum að heilsa öllum ;)
    Anna Leif said...
    kíkti við, langar að fá mér í tána með þér fljótlega... hehe
    kv
    al
    Anna Leif said...
    kíkti við, langar að fá mér í tána með þér fljótlega... hehe
    kv
    al
    Þórunn said...
    Það líst mér sko vel á Anna Leif!! Ertu búin að panta flug?
    Anna Leif said...
    nei, en ég verð á ferðinni um miðjan okt. læt þig vita hvenær, þegar ég er búin að panta...
    uss, þetta er að nálgast.
    Fær maður ekki að sjá bunbumynd?
    Anna Leif said...
    sorry bumbumynd, ég meina sko utaná hehe

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds