Tíminn líður...

Já það má segja að tíminn líði frekar hratt þegar Gunni er hérna...sem er náttúrulega ekki nógu gott, því nú fer að líða að því að hann fari aftur heim *sniff*sniff* en við reynum bara að njóta dagana í botn ;)

Við skruppum til Gråsten í sund um daginn...mér fannst nú ekki mikið til koma, enda vön íslenskum laugum...en þetta var ágætt, krakkarnir skemmtu sér vel og það var fyrir mestu ;)

Síðan skruppum við í Fun Park í Þýskalandi og það var heldur ekki leiðinlegt!! Að vísu stoppuðum við ekki lengi, komum seint þar sem við þurftum að erinda aðeins í búðum áður. Við fórum meðal annars í einhverja barnavörubúð og ómædog þetta var sko paradís!! Verst að hafa ekki einhverjar millur í vasanum á svona stundum!! Ég sá til dæmis alveg brilljant rúm/skiptiborð sem er sambyggt...og síðan breytist það í barnarúm og hillur þegar barnið stækkar... Mér finnst svo ofsalega sniðug svona húsgögn sem eru vel hönnuð og hægt er að breyta eftir því sem börnin vaxa... Nú langar mig auðvitað að kaupa svona ;)

Í dag ætluðum við til Egskov (man ekki hvernig það er skrifað) en við hættum við það þegar við vorum komin áleiðis...stoppuðum í búð og ÉG keypti MÉR Garmin GPS tæki! Jáhá nú á ÉG Garmin!!! Oh ég er svoooo ánægð með hann!! Gunni var nú að springa úr hlátri þegar ég var að taka hann uppúr kassanum og smella á bílrúðuna....hann vildi fá að vita hvernig ætti að festa hann á HJÓLIÐ mitt!!! Ég meinaða.....hvenær ætlar hann að fatta það maðurinn að ég bíð eftir því að hann kaupi handa mér bíl??!! Þetta fer nú að vera spurning um að ég sæki jeppann bara á klakann, ég meina hann er nú einusinni á mínu nafni, og Gunni getur nú bara alveg verið bíllaus eins og ég...það er bara sanngjarnt LOLOLOLOL Ekki er hann óléttur með börn á ferðinni...í skóla sem er í 95 km fjarlægð!

Jamm...ætlum að slaka á á morgun og hafa það bara huggulegt...ég býst við að ég klappi garminum mínum bara og keli við hann ;)

Ef þið fréttið af bíl sem passar vel við Garminn.....endilega látið mig vita! Verður að passa vel við gráan lit ;)

3 Comments:

  1. Helga Hin said...
    Til hamingju með grá garminn, já og græjuna líka!
    Anonymous said...
    til hamingju með garminn! Mig dreymir um svona garm líka! Ég á engann bíl handa þér, því miður ;)

    Knús
    Eva Björk
    Þórunn said...
    Við ættum kanski bara að slá saman...ég skaffa garminn og þú bílinn ;).....og svo skreppum við í IKEA í Þýskalandi!!!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds