Ég var að setja inn myndir af símanum mínum og áhvað að skella þeim hingað inn...
fyrst er hér syrpa af drottningunni tilvonandi...

Hér er hún að tína ber..

og borða strá..


Við fundum þessa skemmtilegu rólu hér fyrir neðan blokkina okkar


Hinrik steinsofnaður og Anja að reyna að vekja hann með því að kyssa hann..

það virkaði ekki!!

Hún hleypur sannarlega hratt þessi stelpa!


Það er hægt að smakka á grensubúiðinni!!

Nei mamma ég er ekkert hætt að blogga......ég bara gleymdi því í nokkra daga!!

Lífið gengur annars bara ágætlega hérna í Baunalandi. Hjólið mitt er búið að fá andlitslyftingu........kominn sómasamlegur hnakkur á gripinn og búið að smyrja og stilla það....en ég fæ nú lítið að nota það þar sem Andri á ekkert hjól enþá og notar mitt um leið og hann nær takinu á því!! Við ætlum nú að bæta úr því fljótlega því það er glatað að vera ekki á hjóli hér!

Hann var annars að skrá sig á námskeið drengurinn...í skellunöðruviðgerðum!!! Já Stebba var hann ekki búin að panta svoleiðis frá þér í fermingargjöf???LOL

Anja kvaddi mig með bros á vör í morgun í fyrsta sinn...og sagði mér að koma aftur eftir 2 mínútur!! Þetta er allt að koma hjá henni og kennararir tala um að hún sé farin að skilja töluvert. Hún er svo heppin að hafa hann Hinrik sér við hlið til að túlka það sem þarf!! en hún þarf nú töluvert að tala við hana Nellý sem er í hópnum hennar.

Í dag var Hinrik eitthvað lengi að koma út af leikskólanum en Anja beið við hliðið eftir honum - allt í einu segir hún að hún vilji fara aftur inn á leikskólann til að leita að edderkop með Hinrik!! LOL Ég benti henni á að það héti köngulær á íslendku..."ég veit það mamma" sagði hún hálfmóðguð!

Við fórum annars á opið hús hjá herskólanum hér í Sönderborg og það var rosalega gaman. Við fengum að fara á rúntin í herbíl sem var (frekar kjánalega) skreyttur með greinum í tilefni dagsins...Okkur Helgu fanst þetta nú ósköp líkt því að sitja aftan á heyhleðsluvagni! Bíllinn líktist líka gamla rússajeppanum heima LOL mjög gaman að þessu og krakkarnis skemmtu sér konunglega! Það eru slatti af myndum frá þessum degi hér

2007-08-25 hersvæði


og síðan eru myndir sem Helga tók hér

Það var svona "menningarnótt" hér í Sönderborg í kvöld og eins og sannir listaunendur þá drifum við krakkaskaran af stað, ég og Helga. Planið var að arka þessa stuttu leið........en við féllum frá því þegar við fundum hvað það var mikil gola.......og keyrðum!

Það var mikið um að vera í bænum. Ýmsir klúbbar að kynna starfsemi sína og síðan voru bjórsölutjöld á 2 metra fresti...

Niður við höllina var aldeilis líf! Þar voru línudanshópur að sýna, riddarar með sýnishorn af vopnum og klæðnaði og margt annað. Anja var nú mest spennt fyrir höllinni......Eins og þeir vita sem þekkja hana þá er hún prinsessa! Hún var mikið að spá í hvort það væri alvörudrottning sem ætti höllina og ég sagði henni að svo væri.... Eftir smá umhugsun tilkynnti hún mér að hún ætlaði að verða svoleiðs þegar hún yrði stór.......og finna sér kóng líka! ÉG sagði henni að hún yrði þá að giftast prinsi eða kóngi til að verða drottning og það vildi hún sko gera.....strax!!!

Við fórum síðan í heimsókn til Drottningarinnar......leituðum að henni herbergi úr herbergi en það sást hvorki tangur né tetur af henni! Anja var yfirsig hneiksluð á þessum dónaskap að vera ekki heima þegar við kæmum í heimsókn!! ÉG benti henni á að líklegast væri kellan bara úti að hlusta á tónlistina í hallargarðinum, en þar var þvílíkt mannhaf! Hún sættist á þessa skýringu, fékk að skoða mynd af þeirri tannljótu í staðin og ákvað að koma seinna og heilsa upp á hana!! LOLOL
<
> Við löbbuðum síðan heim og talaði litla prinsessan alla leiðina, (og það er svolitið langt) um hvað það yrði nú gaman þegar hún væri orðin alvöru drotting og ætti kóng!!!LOLOLOL>

Já loksins loksins!! Mikið var ég nú glöð að fá hjólið mitt...þó það sé ekki bleikt með svörtum dútlblómum...en ég verð nú að segja að ég er ekki í súperhjólaformi...(O_O) eins gott að það er nánast flatt hér!!! ég mundi sko ekki meika brekku!

Við Helga fórum að týna brómber í dag hér við kollegíið...það var nú frekar erfitt því það er svo mikið af köngulóm og blaðlúsum nálægt þeim!! LOL og síðan eru himinháar brenninetlur sem koma í veg fyrir að maður nái í bestu berin! En við týndum þó nokkur í dós og við Anja fengum okkur "gulan rjóma" sem sagt vanillurjóma og brómber í eftirmat í kvöld....að vísu borðaði Anja bara rjóma og lét mig alveg um berin, því hún borðar víst "ekki grasið"! hvað svo sem það nú er!!

Það kom þrumuveður þegar við vorum að fara inn og Anja varð mjög hrædd við hávaðann. Þegar við komum inn þá settumst við út á svalir til að fylgjast með þessu og tala um þetta og hún var bara orðin róleg þegar það fór allt í einu að rigna brjálæðislega...ég hef aldrei séð annað eins úrhelli!! Það leit út eins og stórhríð!! og hávaðinn í þrumunum var meir en skottan mín gat þolað! Við flúðum inn og það sem eftir var dagsins var hún algerlega límd á mér og drulluhrædd um að þrumurnar byrjuðu aftur... Þetta venst vonandi með tímanum!

Hvernig er það annars, er enginn að lesa þetta blogg? Hvernig væri að kvitta fyrir komuna?

Ég rakst á þessa skemmtilegu síðu sem reiknar út hvaða árstíð maður er, ég er vetur, eins og ég vissi! Það er fátt betra en arineldur í stórhríð!

You Belong in Winter

Quiet, calm, and totally at peace...
You're happy to be at home, wrapped in a blanket, completely snowed in
Whether you're lighting a fire or having a snowball fight, you always feel best in the winter.

Já það er þrumuveður hér.....mér finnst það alltaf svo gaman! held bara að það sé ekki hægt að fá leið á því!

Annars er allt gott að frétta héðan, hjólið mitt fanst í vöruhúsinu í Árhúsum og kemur á morgun....og nú mun ekkert klikka, þar sem þeir á skrifstofunni hjá Eimskip eru búinir að fá nóg af mér........hringdi bara 2x í morgun ;-) en það bogaði sig líka, þar sem þeir fundu hjólið í hvelli og komu því á bíl! Ef ég hefði nú ekki hringt strax kl. 9 og aftur kl 10 þá hefði örugglega ekki náðst að setja það á bíl!!

Já, og þá hefst líka átakið hjólum í leikskólann!! Anja elskar að vera á hjólinu! Mér þætti það líka örugglega betra ef það væri bleikt.......er búin að finna svo sjúklega flott bleikt ömmuhjól, með svörtu dútli!! fullkomið fyrir skrappara eins og mig! En læt það bíða að fjárfesta í nýju hjóli....

Jæja, ætla að fara að búa til nýjar skissur í tölvunni, því ég er loksins komin með skrifborð og get setið og leikið mér í photoshop!

Nýtt blogg

Hér er meiningin að vera með smá persónulegt blogg um danmerkurdaga!

Blogger Template by Blogcrowds