Hjólið er komið heim!

Já loksins loksins!! Mikið var ég nú glöð að fá hjólið mitt...þó það sé ekki bleikt með svörtum dútlblómum...en ég verð nú að segja að ég er ekki í súperhjólaformi...(O_O) eins gott að það er nánast flatt hér!!! ég mundi sko ekki meika brekku!

Við Helga fórum að týna brómber í dag hér við kollegíið...það var nú frekar erfitt því það er svo mikið af köngulóm og blaðlúsum nálægt þeim!! LOL og síðan eru himinháar brenninetlur sem koma í veg fyrir að maður nái í bestu berin! En við týndum þó nokkur í dós og við Anja fengum okkur "gulan rjóma" sem sagt vanillurjóma og brómber í eftirmat í kvöld....að vísu borðaði Anja bara rjóma og lét mig alveg um berin, því hún borðar víst "ekki grasið"! hvað svo sem það nú er!!

Það kom þrumuveður þegar við vorum að fara inn og Anja varð mjög hrædd við hávaðann. Þegar við komum inn þá settumst við út á svalir til að fylgjast með þessu og tala um þetta og hún var bara orðin róleg þegar það fór allt í einu að rigna brjálæðislega...ég hef aldrei séð annað eins úrhelli!! Það leit út eins og stórhríð!! og hávaðinn í þrumunum var meir en skottan mín gat þolað! Við flúðum inn og það sem eftir var dagsins var hún algerlega límd á mér og drulluhrædd um að þrumurnar byrjuðu aftur... Þetta venst vonandi með tímanum!

Hvernig er það annars, er enginn að lesa þetta blogg? Hvernig væri að kvitta fyrir komuna?

5 Comments:

  1. Anonymous said...
    Það er ekki von að maður kommenti þar sem ég vissi ekki um þetta blogg - þú ert úti um allt!!! En hér eftir les ég þetta- til hamingju með að vera búin að fá hjólið-þú verður aldeilis mössuð á að hjóla með Önju í leikskólann!!!!
    Bestu kveðjur til allra - Mamy
    Helga Hin said...
    Kvitterí kvitt!
    Hanna Dóra said...
    Hæ hæ gott að heyra að búslóðinn sé farinn að skila sér.
    Annas bara kvitt kvitt og gangi ykkur vel Kv Hanna Dóra.
    Anonymous said...
    ummm, æðislegt að vera í nágreni við skógin og geta nýtt það sem hann hefur uppá að bjóða. Á ekki að skella sér í sveppatýnslu þegar líður á hausti?
    Auðvitað borðaði Anja bara rjómann enda drotning :-)
    Stýrið litla, ég hefði líka orðið skellkuð við þrumurnar en hlaupið út í rigninguna. Ég kemst alltaf í snertingu við stelpuna í mér þegar ég öslas úti í mikilli rigningu, sérstaklega ef hún er ekki lárétt.
    Þórunn said...
    já það er aldrei að vita nema maður skreppi í sveppatýnslu! verst að ég kann bara ekkert á þetta og þekki eiginlega bara gorkúlur!! LOL

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds