Drottningin heimsótt

Það var svona "menningarnótt" hér í Sönderborg í kvöld og eins og sannir listaunendur þá drifum við krakkaskaran af stað, ég og Helga. Planið var að arka þessa stuttu leið........en við féllum frá því þegar við fundum hvað það var mikil gola.......og keyrðum!

Það var mikið um að vera í bænum. Ýmsir klúbbar að kynna starfsemi sína og síðan voru bjórsölutjöld á 2 metra fresti...

Niður við höllina var aldeilis líf! Þar voru línudanshópur að sýna, riddarar með sýnishorn af vopnum og klæðnaði og margt annað. Anja var nú mest spennt fyrir höllinni......Eins og þeir vita sem þekkja hana þá er hún prinsessa! Hún var mikið að spá í hvort það væri alvörudrottning sem ætti höllina og ég sagði henni að svo væri.... Eftir smá umhugsun tilkynnti hún mér að hún ætlaði að verða svoleiðs þegar hún yrði stór.......og finna sér kóng líka! ÉG sagði henni að hún yrði þá að giftast prinsi eða kóngi til að verða drottning og það vildi hún sko gera.....strax!!!

Við fórum síðan í heimsókn til Drottningarinnar......leituðum að henni herbergi úr herbergi en það sást hvorki tangur né tetur af henni! Anja var yfirsig hneiksluð á þessum dónaskap að vera ekki heima þegar við kæmum í heimsókn!! ÉG benti henni á að líklegast væri kellan bara úti að hlusta á tónlistina í hallargarðinum, en þar var þvílíkt mannhaf! Hún sættist á þessa skýringu, fékk að skoða mynd af þeirri tannljótu í staðin og ákvað að koma seinna og heilsa upp á hana!! LOLOL
<
> Við löbbuðum síðan heim og talaði litla prinsessan alla leiðina, (og það er svolitið langt) um hvað það yrði nú gaman þegar hún væri orðin alvöru drotting og ætti kóng!!!LOLOLOL>

3 Comments:

  1. Helga Hin said...
    Hahahaha... Guð hvað ég hlakka til að fá að koma í heimsókn til DK og fá kannski einn bústað konungsfjölskyldunnar að láni, svona sem móðursystir drottningar!
    Anonymous said...
    Hva... hætt að blogga????Mamy
    Anonymous said...
    Á hennar aldri ætlaði ég að verða ballerína en mamma sagði mér að það gæti ég aldrei því rassinn á mér væri svo stór LOL!
    Þegar Anja er orðin drotning ætla ég að kaupa mér sokkabuxur, tjullpyls, setja hárið í snúð og kíkja í heimsókn.
    Maður á að láta sig dreyma stórt í lífinu ;-)

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds