Hætt að blogga?

Nei mamma ég er ekkert hætt að blogga......ég bara gleymdi því í nokkra daga!!

Lífið gengur annars bara ágætlega hérna í Baunalandi. Hjólið mitt er búið að fá andlitslyftingu........kominn sómasamlegur hnakkur á gripinn og búið að smyrja og stilla það....en ég fæ nú lítið að nota það þar sem Andri á ekkert hjól enþá og notar mitt um leið og hann nær takinu á því!! Við ætlum nú að bæta úr því fljótlega því það er glatað að vera ekki á hjóli hér!

Hann var annars að skrá sig á námskeið drengurinn...í skellunöðruviðgerðum!!! Já Stebba var hann ekki búin að panta svoleiðis frá þér í fermingargjöf???LOL

Anja kvaddi mig með bros á vör í morgun í fyrsta sinn...og sagði mér að koma aftur eftir 2 mínútur!! Þetta er allt að koma hjá henni og kennararir tala um að hún sé farin að skilja töluvert. Hún er svo heppin að hafa hann Hinrik sér við hlið til að túlka það sem þarf!! en hún þarf nú töluvert að tala við hana Nellý sem er í hópnum hennar.

Í dag var Hinrik eitthvað lengi að koma út af leikskólanum en Anja beið við hliðið eftir honum - allt í einu segir hún að hún vilji fara aftur inn á leikskólann til að leita að edderkop með Hinrik!! LOL Ég benti henni á að það héti köngulær á íslendku..."ég veit það mamma" sagði hún hálfmóðguð!

Við fórum annars á opið hús hjá herskólanum hér í Sönderborg og það var rosalega gaman. Við fengum að fara á rúntin í herbíl sem var (frekar kjánalega) skreyttur með greinum í tilefni dagsins...Okkur Helgu fanst þetta nú ósköp líkt því að sitja aftan á heyhleðsluvagni! Bíllinn líktist líka gamla rússajeppanum heima LOL mjög gaman að þessu og krakkarnis skemmtu sér konunglega! Það eru slatti af myndum frá þessum degi hér

2007-08-25 hersvæði


og síðan eru myndir sem Helga tók hér

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    Það er aðeins öðruvísi leikskólastarfið í DK, þarna mátti bæði sjá vopn og alkahól ;)
    Kveðja Rós
    Anonymous said...
    :-) skemtilegt blogg.
    Hlakka til að geta fyltst með ykkur í Danmörku. Ég er svo ósigld að ég hef ekki svo mikið sem komið til Kaupmannahafnar DÖH!
    Þórunn said...
    ERTU EKKI AÐ GRÍNAST!!! Þú verður að koma í heimsókn!! Köben er bara æði og mér finnst ég alltaf komin heim þegar ég kem þangað!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds