Andri er byrjaður í skólanum og Anja á leikskólanum. Bæði eru bara nokkuð sátt, en að vísu er svefnburkan á heimilinu (ekki ég sko!!)ekki alveg á því að þurfa að vera vakin klukkan 8! Hvernig verður hún þegar ég byrja í mínum skóla í næstu viku!!! Sem betur fer er hún ekki morgunfúl manneskja, bara óendanlega mikill kúrari ;)

Við fjölskyldan fórum í skemmtilega ferð til Þýskalands áður en Gunni fór heim...Hún var líka svolítið ævintýraleg, svo ekki sé meira sagt!

Við ákváðum svo að skella okkur í sundlaugarferð ...og prufukeyra græjuna auðvitað ;)
Ég var búin að vera að dunda mér að uppfæra Garminn, lesa leiðbeiningarnar og fikta í þessu fram og til baka, ferlega ánægð með góð kaup

Ferðinni var heitið að strönd og sundlaugargarði aðeins lengra en Kiel í Þýskalandi...ég var búin að tékka á því á Google map að það væri uþb 2 tíma akstur þangað...tækið var stillt og haldið af stað...

Eitthvað fannst mér það lengi að stilla inn vegalengd og tíma, hélt að það væri vegna þess að ég hefði stillt það inni og það ætti eftir að samstilla hraðann sem ég keyrið á og vegalendina sem við ætluðum að fara...en gripurinn var ákveðinn í að það mundi taka okkur rúma 8 klst að keyra þangað. Það sem verra var, var að það var alltaf að reyna að fá mig til að fara einhverja aðra leið en ég vildi fara!!!

Ég rata nú ágætlega orðið niður á nálægustu hraðbraut í Þýskalandi, þá sem liggur bæði til Kiel og Hamburgar þannig að ég ignoraði draslið og fór mína leið...Var samt alltaf að pæla í því hvernig stæði á þessu... Hvort ég hefði rústað einhverju þegar ég var að registera það og uppfæra...

Þetta var orðið verulega pirrandi að hlusta á kerlinguna í tækinu alltaf að reyna að segja mér að fara út af fokkings hraðbrautinni og inn á einhverja sveitavegi!! Ég ákvað að kíkja á stillingarnar, breytti um áfangastað sem var mjög nálægt og allt kom fyrir ekki...draslið vildi bara ekki að ég væri á hraðbrautinni og var alveg sannfært um að það tæki amk klukkustund að fara á þessa nýju staðsetningu sem var þó bara mjög nálægt!!!

ég var orðin MJÖG pirruð....meir en venjulega ...hormónar sko!! (LOL) Gunna leist ekkert á þetta...var eitthvað að reyna að róa mig og sagði að við mundum bara fara og skila draslinu...við værum nú líka með kort og svoleiðis... Það væri bara eins og draslið héldi að við ætluðum að hjóla til Kiel!!!!!!!

Þá mundi ég skyndilega eftir því að ég hafði einmitt verið að fikta í stillingunum á garminum....og breytt honum yfir i hjólastillingu!!!! LOLOLOLOL Ekki skrýtið að við mættum ekki vera hjólandi á hraðbrautinni!!! Nú vitum við líka að það tekur rúma 8 klukkutíma að hjóla þennan spotta í sund..........LOLOLOLOL Gott að vita það!!!

Við komust þó á áfangastað og skemmtum okkur vel í lauginni. Hún var ekki stór en með skemmtilegum rennibrautum og nuddopttum og það dugði okkur fínt.

Þegar við fórum af stað heim voru allir orðnir svangir og ákváðum við að stoppa bara í næstu sjoppu sem yrði á vegi okkar. Það leið ekki á löngu þar til við komum að pínulítilli sjoppu/veitingastað alveg við veginn. Við skelltum okkur inn og ég ræddi við eigandann, sennilega... um það hvort við gætum borgað með korti eða með DKR því ég var ekki með fleiri evrur á mér...jú jú það var ekkert mál og við pöntuðum okkur snarl... Ég fékk mér salat sem var búið að drekkja í sósu, þannig að ekkert salatbragð var af þvi...en hinir fengu sér dýrindis pizzu.... Á meðan við biðum kom eigandinn 1x og sagði okkur að Anja mætti ekki snerta gluggann...hann útskýrði það ekkert frekar...en kanski var hann hræddur um að hann mundi opnast eða eitthvað..

Síðan kom maturinn.....og þá benti hann okkur á að Anja yrði að fara úr skónum, eða hafa fæturnar niðri..hún fór úr...annars hefðið hún ekki getað borðað við borðið..

Dömuna langaði í ís í eftirrétt...en það var ekki hægt þar sem það mátti bara borða hann úti!!!! HM - skrýtin búlla... svo kom að því að borga..Hann vildi bara seðla, skiljanlega og þar sem þetta kostaði eitthvað um 230DKR og ég var bara með 2x 200 kr seðla og 1x 500 kr seðil þá sagði ég honum bara að gefa mér til baka í evrum... Hann hélt nú ekki!! ég skyldi bara borga akkurrat í seðlum! Maður átti sko að hafa með sér ´smáa seðla í svona tilfellum!!! Ég var nú ekki alveg sátt við að fara að borga 400 kr fyrir vont salat og góða pizzu...þannig að ég spurði hann hvort það væri ekki hraðbanki nálægt..jú það var víst í 3km fjarlægð og ég ákvað að skella mér í hann ;) Þegar við komum út í bíl mundi Gunni eftir því að hann var með 50kr þannig að hann fór inn aftur og borgaði þessum skrýtna manni, sem var auðvitað afskaplega glaður...kanski átti hann alveg eins von á að fá þetta aldrei greitt!!

Á leiðinni heim lentum við í þeirri svakalegustu rigningu sem við höfum nokkru sinni séð!! Það var bara rosalegt slagveður, þurrkurnar höfðu enganvegin undan og ég keyrði hraðbrautina á 50 - 60 km hraða, skyggnið bauð bara ekki upp á meira! Við komumst þó heim að lokum, þreytt en glöð eftir góðan dag ;)

Ég skellti inn nokkrum nýjum myndum í myndaalbúmið, til dæmis frá afmælinu hennar Önju sem var haldið 24. júlí :)

Kveðja
Við öll!

1 Comment:

  1. Anna Leif said...
    hehe, vonandi ferðu samt ekki að hjóla þessa leið í sund hehe ég sé þig bara fyrir mér með bumbuna og börnin lol lol ... krakkar mínir passið ykkur á bílunum...!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds