Febrúar líður...

Nei mér leiðist ekkert.......ég vissi bara ekkert hvað ég átti að kalla þessa færslu!

Það er rosalega gaman í skólanum.....en stundum svolítið erfitt að halda sér vakandi! Við mæðgur vöknum á alveg svakalega ókristilegum tíma! Klukkan mín hringir 5:45 og ég vek Önju svona ca 10 mínútur yfir 6. Við erum svo heppnar að vera ekki morgunfúlar! Annars mundi þetta ekki ganga svona vel. Við erum svo komnar á leikskólann svona korter fyrir 7.

Það tekur rúman klukkutíma...ja eiginlega einn og hálfan að keyra til Kolding, amk svona í morgunumferðinni sem er oft þung.

Skólinn minn er við hliðina á Kolding Storcenter...sem er moll eins og nafnið bendir til, og við erum búnar að kíkja þangað 2x síðan skólinn byrjaði ;) (frekar leiðinlegt sko!!) Ég verslaði mér nýja pönnukökupönnu þar sem mín er óþolandi ómöguleg og að auki hjá Helgu...Það voru pönnur á tilboði í tilefni pönnukökudagsins sem var þann 4. feb minnir mig. Þetta er fínasta tefflon panna og nú get ég bakað þessar fullkomnu pönnukökur þrátt fyrir að vera alger eldhúsauli! Ég prufukeyrði hana áðan og þær voru bara góðar!

Annars er svosem ekki margt að frétta héðan, annað en það að hún Hafdís vinkona mín á 24 ára afmæli í dag (við erum sko jafn gamlar!) og í tilefni af því bauð ég henni upp á kaffi í skólanum ;) Seinna ætla ég að bjóða henni í lifrarpylsu...sem hún fær að vísu að elda sjálf, en hún á bæði fleiri diska en ég og auk þess uppþvottavél! Ég á enþá bara 4 diska og býð bara Valeyju í mat LOL

Jæja best að hætta þessu röfli og elda grjónagraut.

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    En þú sniðug að bjóða Hafdísi í lifrarpylsu og láta hana sjóða!!!! Ekkert vera að fá þér fleiri diska!! Mamy!
    Helga Hin said...
    Hey, ég held ég verði því miður að úrskurða pönnukökökupönnuna þína algerlega óhæfa fyrir eldhúsaula og geri því fastlega ráð fyrir því að hún dagi upp hér hjá mér.
    Og hananú.
    Þórunn said...
    hah!!! já það má sko reyna!!! LOLOL

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds