Nú er kominn febrúar...þá get ég hætt að bíða eftir því að hann birtist! Ég er byrjuð í skólanu...get líka hætt að bíða eftir því!! LOL og Gunni er kominn og farinn aftur...þarf bara að bíða eftir því að hann komi aftur í lok mánaðarins ;)

Sem sagt allt í góðum gír hér á bæ. Ég er sem sagt byrjuð í skólanum og mér líst mjög vel á hann. Ég er einmitt að fara að mana mig upp í að gera fyrsta verkefnið, sem á að vera myndræn kynning á mér...má ekki nota nein orð en þarf að koma fram hver ég sé, hver mín áhugamál séu og svoleiðis...ég ætla auðvitað að skrappa þetta, en framsetning er algerlega frjáls.

Ég hef ekki fundið fleiri kakkalakka í bili, reyndi að ná í meyndýraeyði en það var búið að loka á skrifstofunni hjá SAB þegar ég hringdi, reyni aftur á mánudaginn. Ég hef þó ekki stórar áhyggur á að þeir hafi náð að fjölga sér því ég er orðn sérfróð um fjölgun kakkalakka eftir að hafa legið yfir netinu í upplýsingaleit! Kvendýrin ganga nefnilega með eggin í 18 daga, eða þar til þau klekjast út við 30°C. Ef það er kaldara þá gengur hún með lengur...sem sagt frekar ólíklegt. En allur er varinn góður og ég ætla að tala við meyndýraeyði samt.

Hvernig er það annars, er einhver sem les þetta blogg? Hvernig væri að kvitta af og til? Þið þurfið ekkert að skrifa neina ritgerð, bara segja hæ...ég hef gaman að því að sjá hvort hér sé eitthvert líf ;)

bless í bili!

10 Comments:

  1. Anonymous said...
    jú, ég tékka alveg reglulega á hvort þú sért ekki á lífi og hvernig gangi á ykkar bæ.
    kv Óla
    Anonymous said...
    Hæ - ég fer á bloggið þitt á hverjum degi!!! Gott að ykkur gengur vel!
    Mamy!
    Anonymous said...
    Var að uppgötva þetta blogg :) Á örugglega eftir að kíkja hér við. En nú er farið að styttast í DK hjá mér eða svona .... komum út 7. júní :) En endilega ef þú kemur heim eitthvað, þá væri gaman að hittast. Og drottningarnar mínar í 5. ELA sem voru þínar voru að spyrja um þig og langar að hitta þig þegar þú verður einhvern daginn á klakanum :)
    Bestu kv úr pestinni hér (liggja 3 af 4 úr fjsk í bólinu og ég er ein þeirra :( )
    Kveðja, Elsa Lára.
    Þórunn said...
    Æhvað það er gaman að heyra frá ykkur! kem sko pottþétt við upp í skóla ef ég mögulega hef smugu ;-) Knús og kossar til ykkar allra!!!
    Helga Hin said...
    Helga Hin said...
    Ný bloggsíða: http://kvennaferd.blogspot.com/
    Anonymous said...
    Að sjálfsögðu fylgist ég með þér en er löt að kvitta.
    Geri það hér með.
    Það er ótrúlega rólegt á kaffistofunni.
    Anonymous said...
    Anonymous said...
    ég fylgist með! :)
    Kveðja
    Eva Björk
    Anonymous said...
    Ég kíki reglulega hér inn Tóta mín og tek stöðun á ykkur.
    Gangi þér vel í nýja skólanum.

    kv,
    Gugga

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds