jakkalakkakakkalakka

vitiði hvað það þýðir???? ha??? nei ekki það??? jú það þýðir að annað "gæludýr" fannst í kvöld!!!!!(ja tæknilega séð er sko nótt...)

Allavega þá ákvað ég að skella mér í sturtu svona fyrir svefninn, æ það er svo gott að sofna efir heita og slakandi sturtu......ummmmmmm........ég þarf að fjarlægja risastóran bala sem Anja notar, út úr sturtunni til að komast inn í hana, og í leiðinni mundi ég eftir því að þvottapokinn sem hékk á blöndunartækjunum var óhreinn svo ég ákvað að henda honum fram líka ásamt balanum...

Ég geri mér lítið fyrir, vippa balanum fram án þess að brjóta hurðina af sturtuklefanum, enda fræg fyrir fimi, konan...og tek þvottapokann með hinni hendinni...nema eitthvað dökkbrúnt skýst eldsnöggt úr pokanum og NIÐUR MIG!!!!! ómægod!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ef ég hefði ekki þessa óútskýranlegu sjálfstjórn á hættustunum þá hefði ég gargað ekki bara lungun úr mér heldur lifrinni líka!!!! en það gerði ég ekki!! og þið sem hafið verið að fylgjast með þessu bloggi vitið að það fannst huges kakkalaki hér skömmu eftir Kanaríferðina......já hann var sko bara BEIBÍ!!! þessi er huges!!!! ekki það að stærðin skipti máli!!

Það varð mér til lífs, þarna þar sem ég stóð kviknakin uppi á klósettinu að Gunni minn var ekki farin að sofa svo ég kallaði í hann. Hann kom auðvitað að vörmu spori og eftir nokkrar vangaveltur og planleggingar......já því í hernaði þarf maður að plana árásina!! .... þá gómaði hann kvikindið!

Það er skemmst frá því að segja að ég mun hringja í meindýraeyði strax á mánudag!!! Helga ertu ekki enn með númerið hjá honum?

4 Comments:

  1. Steina said...
    JAKKKK!!!! Ég hefði dáið sko!!! En eins og þú segir þá ertu ekki þekkt fyrir annað en óstjórnlega sjálfsstjórn og klækindi í hernaði, svo ekki sé minnst á árásarhneigðina, þannig ég veit að þú hefur unnið vel úr þessu!!! :)

    Kveðja frá Sjálandi.
    Anonymous said...
    múhahahaha, ekki það mér finnist þetta fyndið, ja eða sko bara smá... þegar ég sá atriðið fyrir mér :-) en þið megið kannski bara þakka fyrir að verða ekki kærð fyrir ólöglegan innflutning gæludýra. Hvað varð annars um þann fyrri?
    kv óla
    Þórunn said...
    lolol ég sendi hann til feðra sinna í gegn um ruslið!! - henti honum lifandi í dós út í tunnu.....og hinum líka!
    Anonymous said...
    Lifandi!! Þú ert vond við kakkalakkann! (gott á hann).

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds