Lítið sofið...

Já ætli það sé ekki best að blogga aðeins þar sem ég er vakandi...og get ekki sofið.
Það er búið að vera heldur rólegt hér á þessum bæ, ég fór að vísu í partý um helgina til Dísu og Snorra og það var alveg rosalega skemmtilegt og síðan komu Eva, Juha og dætur hingað og gistu um helgina sem var líka alveg rosalega skemmtilegt!

Annars er ég eiginlega bara að bíða......ég bíð eftir að Gunni og mamma komi í heimsókn, bíð eftir að skólinn byrji og bíð eftir því að janúar klárist...já og bíð pínulítið eftir vorinu!

Mér finnst alveg ótrúlega dimmt hér...það er svo mikill munur að hafa snjóinn, hann lýsir svo upp skammdegið.

Annars erum við á leið heim fljótlega. Hann Andri verður fermdur þann 16. mars á Akranesi og ætlum við að vera heima yfir páskana. Það verður gaman að hitta alla...mæli bara með að það verði haldið partý! Ha!!

Jæja, best að skreppa með nýja elskhugann upp í rúm og reyna að sofna smá...ekki misskilja! Ég keypti mér nýjan iPod og ómægod hvað ég er ástfangin af honum!!! Ég er núna að hlusta á svooo skemmtilega hljóðbók (já sem veldur pínu svefntruflun hún er svo góð) en það er nýja bókin eftir sama höfund og skrifaði Flugdrekahlauparann...man ekki alveg hvað hún heitir..

2 Comments:

  1. Anna Leif said...
    rauðvínsklúbbur í mars, er það ekki?!!
    Þórunn said...
    já auðvitað!!!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds