Janúar mjakast áfram!

Já nú er þessi mánuður að verða hálfnaður! Ég þoli ekki janúarmánuð......finnst hann alltaf svooo langur!

Lífið hér hjá okkur gengur bara vel.......Ég fór með Önju til tannlæknis í dag...tilraun 3 til að gera við holu í henni...og þrátt fyrir smá framfarir í tannlæknastólnum og loforð um að vera rosalega dugleg þá grenjaði mín eins og stunginn grís þegar hún fékk glaðloft og þó hún hefði það í örugglega hálftíma virkaði það ekki nægilega vel á hana og við ákváðum að láta þetta gott heita enda daman óhuggandi með þvílíkann ekka að ég var lengi að róa hana, bæði inni á læknastofunni og fyrir utan... Hún var algerlega brjáluð út í blessanan tannlækninn! LOL Samt var ég búin að undirbúa þetta vel....ræða við hana um hvað yrði gert og hvers vegna, fara í tannlækna leik með henni og ég veit ekki hvað og hvað....Hún á að koma aftur eftir 2 mánuði þar sem læknirinn vill að hún verði líka búin að ná sér alveg af eyrnabólgunni - en hún heyrir enn ekkert með öðru eyranu og hrýtur eins og sjóari.

Andri er búin að vera gera tilraunir á gæludýrinu sínu...jamm....kakkalakkanum!!! Hann gaf honum gulrót í gær sem hann át af þvílíkri áfergju....greinilega eitthvað betra en þessi 3 reyksteiktu og viðbrenndu hrísgrjón sem hann gaf honum daginn áður. Ég er ekki alveg að sjá hvernig á að farga kvikindinu...ég er svo hrædd um að það sé ekki hægt að sturta honum niður í klósettið - þeir geta sko flogið...og ekki getum við kramið hann......ætli það endi ekki með því að það verði keypt búr handa honum og kanski einn eða 2 vinir!!!!!!!!! Það er allavega smá úrval af svoleiðis hér í gæludýrabúðinni minnir mig...

Ég get annars ekki beðið eftir því að skólinn byrji...en er þolinmæði ekki dyggð? eða dygð eins og þeir segja í Brekkó? Ég hlakka ekkert smá til að byrja, en fæ jafnframt tremma þegar ég heyri hvernig gengur í forrituninni hjá Nasistanum!!

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    Þetta er rétt hjá dóttur minni að láta ekki einhverja kerlingu vera að pota uppí sig. Og öskra og æpa eins og faðir hennar gerir þegar hann fer til tannlæknis og þetta er VONT.
    Þú þekkir nú vel Nasista............................
    Anonymous said...
    Ég er búin að ákveða að koma EKKI í heimsókn meðan þetta gæludýr er á heimilinu!!¨!!!!!!!!!!!Mamy!!!!!!!!
    Þórunn said...
    ahahhhahaha þetta minnir mig pínulítið á allar mýsnar sem ég "bjargaði" úr músagildrunum á Völlum og setti út í fjós!!!!!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds