Lífið heldur áfram..

Já nú er ég flutt og komin í æðislega íbúð! Hún er rosalega björt og stór og þvílikt vel staðsett.....ég er bara 2 mínútur að hjóla í leikskólann. Þetta er alger draumur!

Við erum búin að koma okkur þokkalega fyrir......vissulega er ekki mikið dót þarna...enþá LOL en það er bara í fínu lagi. Það eina sem mig vantar núna er internetið...og þegar ég á í hlut, þá er það miiiiikkkillll vöntun!! Ég pantaði það í dag og það tekur 2-3 vikur að afgreiða það....já flest gerist með hraða snigilsins hér í DK!! En ég er með netið í skólanum þannig að það er þó skárra en ekkert!

Skólinn mjakast...við erum í Projct viku núna þessa og næstu viku sem þýðir að við sækjum ekki hefðbundna kennslu heldur erum að vinna stórt verkefni í litlum hópum. Það gengur bara ljómandi vel...en ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega hætt í huganum og farin að telja niður þar til ég fer út til Kanarí! Ég ætla síðan í annað nám í Margmiðlunarhönnun sem byrjar núna eftir áramót. Mér finnst ekki hægt annað þar sem ég er nú komin hingað út að læra eitthvað áður en ég kem heim aftur!

Já, það er víst best að fara að haska sér heim á leið!

8 Comments:

  1. Hrafnhildur said...
    Blessuð..
    Er kennd margmiðlunarhönnun þarna í kolding? er þetta ekki bara interactive design, graphic design og illustration? hmm haaa.. við þurfum að ræða saman! (svona þar sem ég er að spá í að fara í þennan skóla... ;)
    Addaðu mér á msn hlh313 (hjá) hotmail.com :)
    kv
    Hrafnhildur
    Þórunn said...
    ja allavega þá er það sami skóli og ég er að fara í ;-) www.noma.nu
    Hrafnhildur said...
    núúú óóóó þetta er allt annar skóli.. sá sem ég er að skoða er http://www.dskd.dk/
    Anonymous said...
    Til hamingju með flutninginn.
    þú kemst nú langt með þessa líka fínu gulrót sem kanarýferðin er.
    Ég hefði ekkert á móti slíku ferðalagi í skammdeginu.
    Hugrún mín er á leiðinni til DK í skóla eftir áramótin og verður þar fram í miðjan júní. Engelsholm heitir skólinn og ætlar hun þar á sangelinje. spennandi.
    Gangi þér vel að umbera JAVA kennarann til jóla.
    kv,
    g
    Anonymous said...
    Knús

    Eva Björk
    Þórunn said...
    Hey tékkaðu á noma Hrafnhildur! Ég þekki einn sem er þar núna og líkar það mjög vel...
    Anonymous said...
    Handa þér Þórunn mín :D

    http://www.youtube.com/watch?v=tD6aJHSI4vI

    setja tónlistana hátt og syngja með LOL

    Knús

    Eva Peva Kolding
    Hrafnhildur said...
    já, nei ég hef ekki mikla trú á diploma námi :s takk samt ;)

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds