Mikið að gera!

Í gærmorgun fór ég með Helgu á loppu...hún eyðir helgumun yfirleitt þar sko!! LOL Hún var að sækja skáp sem hún keypti...Ég lét auðvitað ekki mitt eftir liggja og keypti mér nokkra smáhluti í smáhlutahilluna sem ég fékk gefins með skrifborðinu sem ég keypti mér.. Ég eiginlega hálfsé eftir að hafa ekki keypt mér kistu sem var þarna og hefði verið svo fín fyrir skótau sem er ekki í notkun eða útiföt...kanski skrepp ég seinna..

Um kl 14 fórum við síðan í grillpartý hjá Íslendingafélaginu. Það var mjög gaman. Þar hitti ég m.a. hana Sigrúnu Önnu sem var með mér á skrappspjallinu hennar Beggu..Gaman að því og kanski getum við eitthvað skrappað saman í vetur.

Um kvöldið var svo partý fyrir fullorðna fólkið. Ég ætlaði ekki að nenna en dreif mig með Hafdísi og Leif (ég er svo áhrifagjörn) og það var bara mjög skemmtilegt!

Í dag skelltum við börnin okkur í hjólatúr á meðan við biðum eftir þvottavélunum (setti sko í 3!!). Við hjóluðum niður á strönd þar sem er ferlega flott leiksvæði, Örkin hans Nóa og fleiri flott tæki. Keyptum okkur ís og sleiktum sólina og góða veðrið, en það er 19 stiga hiti.

Ég tók að sjálfsögðu nokkrar myndir, og ef þið smellið á þessa hér fyrir neðan þá komist þið í albúmið sem myndirnar eru í. Það er líka hægt að fara í flipann Myndaalbúm hér efst á síðunni....og kvittiði svo fyrir komuna! (Það er ef einhver er að lesa þetta!!)

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    Gaman að sjá myndirnar - og ferlega flott hjól!!! Mamy!
    Helga Hin said...
    frábær leikvöllur - við eigum alveg eftir að fara þangað. Ég veit ekki einu sinni hvar hann er!
    Anonymous said...
    Ég hef ekki fylgst með í marga mánuði og varð ein augu að sjá að fjöldskyldan er flutt til DK.
    Til hamingju með framtakið, hvað ákvaðstu svo að læra?
    ég smellti mér á póstlistan svo héreftir missi ég ekki af neinu ;-)
    Gangi ykkur vel.

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds