Síðan við fluttum til Danmerkur! og nei mér leiðist ekki, ég er bara með svona teljara sem sýnir þetta og langaði að deila þessu með ykkur! LOL

Það gengur bara vel hérna megin, Við Anja fórum til Kolding á laugardaginn í heimsókn til Evu og Juha og það var ofsalega gaman. Við tókum lestina frá Sönderborg og Önju fanst það æði! Hún var alveg hörð á því að fara í tívolí þegar við kæmum, sagði að hún vissi vel að það væri sko rétt hjá lestinni...Hún var ekki alveg að fatta að allar lestir enda ekki bara í Kaupmannahöfn!



Við skelltum okkur í IKEA í Árósum...merkileg búð þar...Í síðustu IKEA ferð minni gat ég ekki keypt allt sem ég ætlaði því ég var ekki með nægan pening(reiðufé) og hraðbankinn sem var þar var bilaður og ekki möguleiki að fá að greiða með korti...Í þessari IKEA ferð endaði Eva á að borga vörurnar mínar þar sem þeir tóku ekki peninga(reiðufé) á þessum kassa!!! Hvernig væri að ákveða sig??? Mæli sko ekki með þessari búð bæði út af því hvað þeir eru óákveðnir og líka vegna þess að maður fer á hausinn þarna, það er alltaf eitthvað meir sem mann langar í eða bráð vantar! Ég keypti mér æðislega sæng og rúmföt, þurfti alveg nauðsynlega að kaupa rúmföt því sængin sem ég keypi er 150x200 geggjuð stærð og passar svo vel fyrir okkur mæðgur! Kaupi bara aðra þegar Gunni kemur ;-)

Annars skemmtum við okkur mjög vel við að setja húsgögnin saman, við Eva, þau höfðu keypt rúm og fataskáp og við valkyrjurnar hentum þessu upp á milli þess sem við hlógum og drukkum bjór og hvítvín ;-) Aumingja Juha er held ég í sjokki og bíður þess ekki bætur að fá mig í heimsókn...Spurning hvort ég fái nokkurn tíman að borða hjá honum aftur...Það kemur í ljós ;-)

Það eru komnar nýjar myndir í albúmið. Ef þið smellið á myndina hér fyrir ofan þá opnast það.

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    Gaman að sjá myndirnar en hvernig var með 21.ágúst??????????
    Er hann kannske ekki kominn??????
    Mamy!!!
    Þórunn said...
    ehem....var það ekki 2009?
    Anonymous said...
    Alveg rétt - ég mundi ekki hvaða ár!!!!!!!! Mamy!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds