Stelpubað

Ég fann loksins bala sem passaði okkur til að nota í "Stelpubaðið" (kalíumbað). Hann tekur hvorki meira né minna er 89 lítra! og er með tappa á botninum...eiginlega sem betur fer því annars þyrfti ég að ausa úr honum !LOL



Anja er annars búin að vera sæmileg í húðinni, en mér finnst samt nauðsynlegt að hún komist í kalíumbað af og til, hún er svo miklu betri þegar við gerum þetta.

Annars var hún voðalega lítil í leikskólanum í gær. Hinrik var í fríi og Dagný Eva líka. Hún áttaði sig þó ekki á því fyrr en matartíminn kom en þá fór hún bara að gráta og var mjög sorgmædd þar til Palli sótti hana fyrir mig... Það er eins gott að hún venjist því að leika við fleiri en Hinrik til að hún verði ekki svona eyðilögð þegar hann er ekki.

Hún er annars alltaf að segja mér hvað eitthvað heitir á Dönsku og er greinilega farin að skilja helling.

1 Comment:

  1. Helga Hin said...
    Flott mynd af henni í balanum!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds