Duglega stelpan mín...

Já það er sko ekki af henni Önju skafið! Okkur mæðgum leiddist helmikið í dag og ákváðum því að skreppa í bæinn og kíkja í dótabúðina og kaupa eitthvað skemmtilegt kanski...

Við vorum ekki alveg sammála um hvað ætti að kaupa...ég vildi að hún fengi sér eitthvað sem hún "gæti dundað lengi með" en hún vildi hest! Þar sem ég þekki nú mína og hesturinn var með 50% afslætti þá ákvað ég að láta þetta eftir henni, enda bleikur hestur sem kann að tala dönsku!

Ég sagði henni að hún mætti fara með hestinn að afgreiðslukassanum til að borga og ég kom í humátt á eftir henni...Eitthvað var ég að skoða á leiðinni en þegar ég kom að kassanum þá var engin Anja þar! Ég skima í kring um mig, kalla en ekkert svar... Þá dettur mér í hug að líta útfyrir því skottan er ansi snögg..og viti menn þar stendur hún við hjólið okkar hin hróðugasta, búin að setja hestinn í körfuna á hjólinu!!! LOLOL

Ég dreif mig bara inn og borgaði! LOLOL Hún er sjálftæð þessi stelpa!

Við skruppum síðan í gæludýrabúðina og kíktum á alskonar fiska, fugla og nagdýr. Anja var rosalega hrifnin af fugli sem er líklega einhverkonar kráka og sagði Goddag hvað eftir annað. Ég sá svo sætar mýs eða eitthvað svoleiðs og líka Chinchilla sem eru alger krútt!! Ekki leist okkur vel á eðlurnar eða engispretturnar! Við ætlum þó að láta það eiga sig að fá okkur dýr...Það er víst nóg líf í íbúðinni fyrir!!

2 Comments:

  1. Anonymous said...
    Hæ Danmerkurbúar :) mikið er gaman að fá að fylgjast með ykkur, Anja hún er ekki bálvatn bjargar sé bara með vörurnar út úr búðinni heheheh. Það liggur við að ég setji í ferðatöskuna þegar ég les bloggin frá ykkur systrum :)
    Kveðja jónína auður
    Þórunn said...
    vertu ævinlega velkomin Jónína!! Hér er nóg pláss og gott að vera!

Post a Comment



Blogger Template by Blogcrowds